Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 18
26 Sunnudagur 2. nóvember 1980 Umsjón: Magnús Gylfi KONSERTMEISTARINN David Bowie: Scary Monsters A sinum tima þötti Bretland vera ,,Mekka" tónlistarmanna. Þangað litu menn til þess að komast ao þvf hvað væri það nýjasta i poppheiminum. Hljómsveitir eins og „The Beatles", „The Rolling Stones" og fleiri áttu uppruna sinn þar. Þegar fram liðu tfmar og eftir „bresku innrásina", sem svo var kölluð i Bandarikin tók að bera meira og meira á banda- riskum tónlistarmönnum. Að lokum fdr það svo að segja mátti að Bretland hafði tapað baráttunni um forystu i tón- listarheiminum. Leiðandi afl urðu bandariskar hljdmsveitir og bandarisk tónlist. Einsog sönnum kapitalsistum sæmdi gerðu Bandarikjamenn poppið að multimilljóna-fyrir- tæki. Af þvi leiddi fjöldafram- leiðsla á hljómsveitum fyrir neytendur. Ekki leið á löngu þar til hljómsveitir sem einu sinni urðu frægar voru ragar til að breyta stil sinum af ótta við að missa vinsældir sínar. Þannig fór fyrir hundruðum tónlistar- manna sem voru of önnum kafnir við að telja peningana sina að þeir máttu ekki vera að þvi að þróa tónlist sina. Þar kom að þeir stöðnuðu og misstu vinsældir sinar samt sem áður. Og eins og það væri ekki nóg að hljómsveitir stöðnuðu vegna þess að þær lógðu ekkert upp Ur að þróa tónlist sina. Timarnir breyttust. Nýjar og nýjar tón- listarstefnur skutu upp koll- inurn. Hversu mörg höfum við ekki gengiði gegnum „flower"- timabilið, þungt rokk, ,,new wave",' „punk" disco og nú siðast (eða næstsiðast?) dreif- býlistónlist. Meðal annars af þessum tveimur ástæðum hefur tón- listarheimurinn ekki verið mörgum sá aldingarður sem vonaðvar. Það hefur sannaðsig i þessum „business" að nauð- synlegt er að endurnyja sjálfan sig til þess að geta haldið áfram þátttöku i vinsældakapp- hlaupinu. Einn er þó listamaður sem hefur aldrei sætt sig við að fylgja straumnum og endurnyja sig þegar vinsældir eða timarnir krefjast. Honum hefur ávallt tekist að vera skrefi á undan nú- timanum og tónlist hans og að- ferðir eru sifellt að breytast. Það er nú svo komið á aðdá- endur hans búast ekki við sama manninum eða sömu tónlist þegar hann sendir frá sér nýja plötu, heldur er þess vænst að hann sé breyttur Honum hefur alltaf tekist það og alltaf kemur hann jafnmikið á óvart. Hann hefur áunnið sér nafn fyrir að vera sá sem gefur „taktinn" fyrir framtíðina. Og hver er maðurinn? JU, auðvitað, David Bowie. Hann hefur nU sent frá sér plötu sem um langa framtið mun veröa fyrirmynd annarra tónlistar- manna. Enn einu sinni hefur hann sýnt fram á það að tim- arnir breytast, en David Bowie breytist bara á undan. Það er þvf engin tilviljun að ég hóf "þessa grein á hugleiðing- um um Bretland og þátt þess i þróun tónlistar, en eins og allir vita á David uppruna sinn að rekja til Bretlands. Það efast engin um framlag hans til tón- listar siðasta áratugs og þessi plata gefur fyrirheit um að hann muni setja mark sitt á næsta áratug. David Bowie er nú orðinn 33 ára og hefur verið i tónlistar- bransanum hátt i tuttugu ár. Og ekki er annað aö heyra á plötu hans en að hann haldi enn frisk- leika sinum. Nýjasta plata David B. ber heitið „Scary Monsters... and Super Creeps" A þessari plötu eru auk hinna venjulegu sam- starfsmanna, Carlos Alomar, DennisDavis og Georg Murray, þeir Roy Brittan, sem.m.a. hefur leikið meö Bruce Spring- steen oggitarleikararnir Robert Frippog Pete Townshend. Þessi liðskipan hefur greinilega haft áhrif á tónlistina á plötunni þvi fjölbreytileikin er mikill og það er sama hvar borið er niður alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt. Platan hefst á laginu „It's No Game" (Part 1). Þaö er flutt á japönsku af Michi Hirota. Þetta lag gefur að vissu leyti tóninn fyrirplötuna, með sínum þvi að koma manni gersamlega á óvart. Onnur lög eru eins ólik og þau eru mörg. Þekktast er væntanlega lagið „Ashes to David Bowie sem „Skrimslið ogurlega". Ashes", sem þegar hefur náð hátt á vinsældarlista beggja vegna Atlantshafs. En það lag er alls ekki auðkennandi fyrir plötunar. Ef eitthvert lag á að nefna öðru fremra myndi ég velja „Scream like-a Baby". Annars er Ut i hött að benda á eitt lag öðru fremra þvi eins og góðum listamanni sæmir er David B. mjög umdeildur og það sem einum likar við tónlist hanskann öðrum að mislíka. En eitt er vist að á þessari plótu ættu allir Bowie aðdáendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlist hans er enn sem fyrr jafn óaðgengileg viö fyrstu hlustun en þegar maður loks finnur lykilinn að henni þá eru engin takmörk fyrir mögu- leikunum. Söngur hans hefur sjaldan verið betri eöa fjöl- breyttari. Engin af fyrri plötum hans kemur upp i hugann við hlustun þessara, en þeim mun merki- legri er þessi skirskotun til gamalla tima sem á sér stað bæði á plötuumslaginu og í text- um. Virðistmér David B. vera að gera upp reikninga sina við for- tiðina og stefna óhræddur á vit framtiðarinnar. Og af þessari plötu má merkja að hann hefur nægt veganesti. Aldrei að eilífu" Kate Bush: Never For Ever. Um Kate Bush er litið annaO vitað en aö Dave Gilmour, gitarleikari „Pink Floyd" átti að hafa uppgötvað hana og greitt götu hennar varðandi plötusamning og verið henni að öðru leyti innan handar þegar hún steig sin fyrstu spor á framabrautinni. Mikið hefur s;í maður á samviskunni! Það sem einkum er merkilegt við Kate Bush, er það að hún gaf út si'na fyrstu plötu „The Kick Inside" áriö 1978, þá fullkom- lega óþekkt, og sló samstundis i gegn með laginu „Wuthering Heights" og fylgdi þvl eftir með laginu „The man with the child inhiseyes". Margir töldu að hér væri aðeins um stundarfyrir- brigði að ræða og að hún hefði aðeins náð þessum vinsældum á nýjabruminu. Það voru margir sem spáðu því að hún hyrfi fljótt i fjöldann, sem svo margir á undan henni. Kate Bush, vegna hinna góðu undirtekta sem fyrsta plata hennar hlaut átti það erfiöa hlutverk fyrir hönd- um, sem hafði verið banabiti margra tónlistarmanna, að fylgja plötunni eftir með ann- arri jafngóðri eöa betri. A henni hvfldi mikil pressa og hér átti hið fræga máltæki tonlistar- manna, ,,ÞU hefur alla ævina til aðgera þi'na fyrstu plötu, en að- eins sex mánuði til að gera þá næstu", Slðari plata hennar „Lionheart" hlaut ekki nærri þvl eins góðar viðtökur og sU fyrsta og kom það mér á óvart Jívl hUn var slst slöri en „The Kick Inside". A „Lionheart" sýndi Kate Bush svo ekki varð um villst að hér var á ferðinni ósvikinn tónlistarmaður. SU plata var mun rólegri og jafnari en „The Kick Inside" en hafði ekki að geyma hit-lög á við „Wuthering Heights". Þriðja plata Kate Bush, „Never For Ever" er nU nýlega komin Ut og með henni gerir hUn að engu efasemdir um tón- listarhæfileika hennar. Stjarna hennar hefur risið hægt og bitandi og hvert skref á leiðinni hefur veriö þrautskipu- lagt. Hver einstök plata hennar hefur veriö óllk hinum fyrri og æ fara þær batnandi. Þaðsem ein- kennir plötur Kate Bush öllu ööru fremur, já jafnvel hins óvenjulega söngstils hennar, eru textar hennar. Kate Bush er ánægjuleg undantekning frá þeirri stefnu sem virðist ráða i tónlistarheiminum i dag, að ekki sé nauðsynlegt að leggja upp ur textagerö, heldur nægi aö stynja eða öskra i takt við þá mUsik sem leikin er, t.d. disco eða þungt rokk. „Never For Ever" hefst á laginu „Babooskha", Það lag fjallar um tilraun eiginkonu til að reyna trUmennsku eigin- manns sins. HUn sendir honum bréf undir dulnefninu Babooskha og fær hann á sinn fund... hvað gerist á þeim fundi verða hlustendur að finna lit sjálfir. Þetta er eitt besta dæm- ið um Kate Bush upp á sitt besta. Hér er komið pottþétt hit- lag það fær mann til að raula með strax, en hUn gerir meira Ur laginu með óvenjulegum texta og sérstakri Utsetningu. önnur áhugaverð lög á plötunni eru t.d. „Blow away" þar sem hUn tekur fyrir klassiskt efni, dauðann, og heilsar upp á gamla kunningja eins og Keith Moon, Minnie Ripperton, Sid Vicious, Buddy Holly, Sandy Denny og Marc Bolan. Dauðinn er henni mjög hug- leikið efni sbr. þaö að hann r umfjöllunarefni i tveimur öðr- um lögum á plötunni, „The Wedding List" og „Army Dreamers". „The Wedding List" fjallar um ástriðuglæp þar sem eigin- maðurinn deyr af völdum ókunnugs manns en eiginkonan nær fram hefndum að lokum. „Army Dreamers" á hinn bog- inn fjallar um móður sem er að taka á móti syni sinum Ur striði, dauðum. Sem betur fer, fyrir myrkfælna, er að finna önnur lögá plötunni, má þar t.d.nefna „Bresthing", „Violin", og „Egypt" sem öll eru góð dæmi um hina „mystisku" tónlist Kate Bush. Sem fyrr semur Kate Bush alla texta og 611 lög plötunnar. Þessi plata er þó óvenjuleg fyrir þær sakir að Kate Bush „produserar" hana ásamt Jon Kelly sem hefur unnið með henni á öllum plötum hennar. Margir góðir og gegnir tón- listarmenn aðstoða Kate á plöt- unni. Stuart Elliot hefur verið með henni á öllum plötum henn- ar, en að öllum öðrum ólöstuðum held ég aö brtíðir hennar Paddy Bush hafi átt verulegan þátt i þessari plötu. Kate Bush er nU orðin aö stór- stjörnu á við „guðföður" sinn Dave Gilmour i Pink Floyd. ??DnDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDaDDDDDDDDDDDaD I Bette Midler á I ihvíta tjaldinuf D a D D D D D D D D D D D D D D ? D D D D D D D D D D D D D a a a D D D D D D D D D D ? D D D D D D D Það færist æ I vöxt að tdn- listarmenn reyni fyrir sér viö kvikmyndaleik. Nægir I þvf sambandi að benda á fólk eins og t.d. David Bowie.Mick Jagger og Diönu Ross. Flestir eru sammála um að þeim hafi tekist vonum framar á hvfta tjaldinu, en benda hins vegar á að gaman væri ef fleiri tón- listarmyndir væru gerðar. Það var þvl gleðiefni þegarNyja-Bfó tók sig til og hóf sýningar á „The Rose" með Bette Midler í aðalhlutverki. Myndin fjallarum síðstu daga frægrar söngkonu, sem Bette Midler leikur. Þessi söngkona, Rósin, eins oghUn er kölluð, lifir mjög hátt uppi og er henni vel lýst þegar sagt er á einum stað I myndinni að hUn sé eins og handsprengjuvöllur. Þar kemur að lokum að örlög hennar bera hana ofurliði og hUn deyr Ur of- neyslu flkniefna. Vafalaust er að myndin er að nokkru leyti byggö á atburðum Ur lifi hinnar frægu söngkonu Janis Joplin sem einmitt lést Ur ofneyslu eiturlyfja á hátindi frægðar sinnar. Þó svo að þessi mynd sé ekki heimildarmynd um þá merku söngkonu er hUn góöskil. Bette Midler fer á kost- ° um I hlutverki slnu og sannar ? áþreifanlega að þar er komin g söngkona (og leikkona) sem q sópar verulega að. Það er þvi ástæöa til að hvetja alla tónlistarunnendur til að sjá engu aðslður góðheimildum lif þessa mynd. Þeir veröa ekki blues-söngkonu og I myndinni sviknir af kraftmiklum söng og eru tónlistinni gerð sérstaklega leik Bette Midler. ?DDDaDDDDDQDaDDDDDDDDDaDQDaDDDDDDaDDDDDDDDDD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.