Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. nóvembcr 1980 29 ¦ Núverandi liús G.A. vift Laugargötu \k Gránufélagsgata 9 Lundargata 12 1919-1923, en þá flutti hann til Vesturheims en kom heim 1930 gagngert til aö taka við skóla- stjtírn hins nýstofnaða gagn- fræöasktíla. Er hann lét af skóla- stjtírn fluttist hann til Reykja- vikur og geröist ritari Afengis- verslunar rfkisins. Sigfús lét al- menn menningarmál mjög til sin taka en ein af ástæöum þess, aö hann lét af skólastjórn aö eigin tísk var sú aö honum þotti nokkuö örvænt um framtíö skólans. Eftir Sigfús liggur fjöldi blaðagreina og Utvarpserinda. Eiginkona Sig- fúsar var Þorbjörg Bjarnason kennari sem lifirmann sinn. Sig- fúslést IReykjavIk sumariö 1968. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri 1935-1955. Þorsteinn Metusalem Jtínsson Húsamyndir Uík Ólafur Búi Gunnlaugsson. fæddist 20. ágúst 1885 ao titnyröingsstööum I Vallahreppi I S-Mulasyslu. Gagnfræðingur varð hann frá Mööruvallaskóla árið 1905 og kennaraprófi lauk hann 1909. Ævistarf hans var fyrst og fremst bundiö kennslu á Akureyri, Seyðisfirði ogi' Borgar- firöi eystra, þar sem hann stofnaði unglingaskóla. Skóla- stjóri Gagnfræöaskóla Akureyrar var hann 1935-1955, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þor- steinn hóf ungur afskipti af þjóö- málum og var kjörinn á þing fyrir Norðmýlinga 1916 og sat þar til ársins 1923. Hann var I sam- bandslaganefndinni 1918.1 bæjar- stjórn Akureyrar sat hann frá 1942-1956, lengst af sem forseti bæjarstjórnar. Um áratugaskeið var hann mikilvirkur bókaútgef- andi. Hann var bókamaöur góöur og átti eitt besta einkabókasafn Islenskt. Þorsteinn M. Jónsson tók mikinn þátt i starfi göð- templara og ungmennafélaga. I öllum störfum var hann heill. Kona Þorsteins var Sigurjóna Jakobsdöttir frá Básum I Grlms- ey og er hiln enn á lifi i hárri elli. Þorsteinn M. Jónsson andaðist I Reykjavík 17. mars 1976. Jóhann Frimann, skóla- stjóri 1955-1964. Jóhann Frlmann fæddist 27. nóvember 1906 I Hvammi I Langadal I A-Húnavatnssýslu. Hann varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri (nú M.A.) 1923. Arin 1925-7 var hann við nám í Lyðháskölanum I Askov í Danmörku og slðar d ævinni fór hann ótal námsferöir til útlanda. Meginstarf hans var kennsla og skólastjórn viö Iðn- skólann og Gagnfræðaskólann en um tveggja ára skeiö var hann skólastjóri héraðsskólans I Reyk- holti. Jóhann hafði margvisleg afskiptiaf félagsmálum, varm.a. bæjarfulltrUi á Akureyri 1934-1939 og ritstjtíri Dags um skeið. Eftir Jóhannliggjaýmis rit og greinar m.a. ljóðabækurnar Mansöngvar til miðalda 1929, Nökkvar og ný skip 1934 og leikritið Fróöá 1938. Jóhann Frimann tók mikinn þátt I störfum ungmennafélags- hreyfingarinnar og samvinnu- hreyfingarinnar og gegndi þar trúnaðarstörfum. Við vinnu voru afköst hans með ólfkindum. Jtí- hann var arftaki Þorsteins M. Jónssonar og gendi skólastjóra- starfi til haustsins 1964 en skóla- árið 1963-64 var hann frá störfum vegna heilsubrests. Kona Jó- hanns er Sigurjóna Pálsdóttir frá Staðarhóli á Akureyri. Sverrir Pálsson cand. mag. hefur verið skólastjóri frá 1963. Kona hans er Ellen Pálsson. Yfirkennarar Fyrsti yfirkennari Gagnfræða- skdla Akureyrar var Jóhann Frí- mann.Hann var skipaður til þess starfa árið 1952, en hafði verið hægri hönd Þorsteins M. Jónsson- arognánastisamstarfsmaður viö daglegan rekstur skólans og við hvers konar störf að hagsmuna- málum Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Jtín Sigurgeirsson yfirkennari 1955-61 sem hafði kennt við Gagn- fræöasköla Akureyrar allt frá 1935, tók við yfirkennarastarfinu þegar Jóhann Frimann varö sktílastjtíri. Frá 1961 helgaöi hann sig fyrst og fremst störfum við Iðnskólann og siðan Tækniskól- ann. Ármann Helgason yfirkennari I961-72,sá kennari sem lengstsn starfsdaginn & viö Gagníræða- skóla Akureyrar íil þessa. Hann hóf störí Í938 og er nU stunda- kennari. Ingtílfur Armannsson yfirkenn- ari frá 1972, aö skdlaárinu 1974-5 undanskildu er hann dvaldi við nám og störf erlendis en þá gegndi Áskell Jónsson störfum vfirkennara. 12. þing Sjómannasambands íslands: Fiskiskipa- flotinn of stór — Sjómenn verði hafðir með i ráðum um mótun fiskveiðistefnu HEI — Þing Sjómannasambands- ins sem haldið var nýlega, benti á, að fiskimenn eru látnir bera stóran hluta þeirrar tekjurýrnun- ar sem hlyst af aðgerðum stjórn- valda á sviði aflatakmarkana, þótt þær ráöstafanir séu gerðar með styrk fiskistofnanna i huga og framtlðarhag aller þjóðarinn- ar, að þvi er segir I frétt frá 12. þingi sambandsins. Þar viö bættist, aö oliuvandinn sé að hluta leystur á kostaað sjómanna með slbreytilegum lagasetningum Alþingis um olíu- gjald, er skerðir hlutaskiptakjör sjómanna, I staö þess að viður- kenna þá staðreynd aö þetta er vandamál allrar þjóöarinnar. Þingið gerir sér grein fyrir að ekki verði hjá þvi komist að höfð sé stjórn á fiskveiðunum. Hins- vegar átelur það hve fulltrúar sjomanna hafa lftið verið hafðir með i ráöum um mótun fisk- veiðistefnunnar og gerir þá kröfu að breyting verði þar á. Þá telur þingið ljóst, að fiski- skipafloti landsmanna sé of stór miðað við stærð fiskistofna og skorar á ráðamenn þjóöarinnar aðkomaíveg fyrir frekari fjölg- un fiskiskipa umfram eölilega endurnýjun. Bent er á , að útgeröir farskipa stefni að sto'rauknum vélbUnaði, auk hraöari afgreiðslu skipanna. Enumleiðséu settarframkröfur um fækkun á áhöfnum þeirra. Þetta muni hafa i för með sér lengri vinnutlma og aukiö andlegt oglfkamlegt álag áhafnanna. Því verði að svara með kröfu til lög- gjafans um setningu laga um há- marksvinnutima og lágmarks- hvlld áhafnarmanna á farskip- um, auk ákvæða er tryggi far- mönnum sama frtstundaf jölda og vinnutimafrlðindi er gerist hjá landverkafólki. Umboðsmenn Tímans Norðurland Stahur. Nafn og heimili: sími: Htílmavfk. Vigdls Ragnarsdóttir, Hópnesbraut7 95-3149 . Hvammstangi: Hólmfrfður Bjarnadóttir, Brekkugeröi9 95-1394 Blöndutís: Anna Guðmundsdóttir, Hvassafelli 95-4316 Skagaströnd: Arnar Arnórsson, Sunnuvegi 8, ab.m. Asa Jðhannsdóttir 95-4600 Sauoárkrokur: Guttormur óskarsson, Skagfirðingabr. 25 og 95-5144 95-5200 Siglufjörður: Friðfinna Simonardóttir, Aðalgötu 21 96-71208 ólafsfjörður: Skúli Friðfinnsson, Aðalgötu 48 96-62251 Dalvlk: Brynjar Friðleifsson, Asvegi 9 96-61214 Akureyri: Þóra Hjaltadtíttir, heimasimi 22313 96-24443 Svalbarftseyri: Kristján Ingtílfsson (bQstjóri) Húsavlk: Hafliöi Jósteinsson, Garöarsbr. 53 96-41444 Raufarhöfn: Arni Heiðar Gylfason, Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn: Kristinn Jtíhannsson, Austurvegi 1 96-81157

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.