Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 32

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 32
Slmi: 33700 A NOTTU OG DEGI ER VAKA A VEGI Gagnkvæmt tryggingaféJag í i, MSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Kreppa Flúgleiða hefur verið á allra vörum aö undanförnu. Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi og felur I sér aö rikiö veiti felaginu verulega aöstoð, tiefur blásið njíju lífi i umræðurnar. Hinn tilvonandi rikisstyrkur á m.a. aö gera Flugleiðum kleift að halda Atlantshafsflugisinu áfram um »ins árs skeið, en glfurlegt tap tiefur verið á þessu flugi siðustu rvö árin. Hart hefur verið deilt ím framtið þessa reksturs íélagsins, og mismunandi skoðanir verið á lofti. Einn þingmaöur orðaði það svo i liðinni viku, að það væri „brjálæði" næst að halda þessu í'lugi áfram, en annar taldi reksturinn svo mikilvægan að afnc.n mætti hpnum við „próf- stein" á áframhaldandi þatt- töku Islendinga í alþjóölegum yiöskiptum. Hvaö um það, íkvörðun hefur verið tekin um að halda Atlantshafsfluginu áfram í vetur og næsta sumar, þóenginn vilji kannast við þessa dagana að hafa beðiö um að svo yröi gert. Sá starfsmaöur Flugleiða sem [ hvað nánustu sambandi er við Atlantshafsreksturinn, af óllum tarfsmönnum félagsins en litið lefur heyrst frá um þa >rfiðleika sem að steðja, er jigfús Erlingsson. Hann er yfirmaður vestursölusvæöis riugleiða. Blaðamaður Tlmans nitti Sigfús að máli á skrifstofu ians i New York fyrir nokkrum dögum, og átti við hann «ftirfarandi viötal um ;rfiöleikana I fluginu og útlitið ramundan.. ^vennt hefur verið nefnt sem jöfuoástæður fyrir erfiðleikun- m i Atlantshafsfluginu. Annað r mun haröari samkeppni i jölfar breytinga á bandarísk- im lögum. Hitt er samdráttur I >andarlsku efnahagslífi, sem Iregið hefur úr kaupgetu fólks- ns og þvi minnkað eftirspurn sftir farmiðum. Svo viö tökum seinna atriðiðfyrst: Eru til nyj- ar tölur um heildarminnkun [armiðasölu á flugleiöinni? Það eru nú ekki nákvæmar tölur. En miðaö við t.d. áætlanir fyrir siðasta hluta þessa árs, þá hefur verið talað um að samdrátturifarmiðasöluveröi i heild milli 12% og 15% frá árinu I fyrra. — Hvaða áhrif kartn þaö að hafa á þennan hátt að nú virðist samdrættinum I bandarisku efnahagsllfi lokiö, og þensla tekiö viö? Fréttir af þessum bata eru ml ekki nema þriggja vikna gaml- ar, og samkvæmt venju tekur markaðurinn i ferðamannaiðn- aöinum ekki viö sér strax og lægð I efnahagsllfinu er liðin hjá. Ég hef séð spádóma um að þessa bata gæti i fyrsta lagi far- ið að gæta hjá flugfélögunum á öörum ársfjórðungi næsta árs, þó liklegra sé að það verði á þriöja ársfjórðungnum. Það verða svo flugfélóg á inn- anlandsleiðum i Bandarikjun- um sem njóta fyrsta skrefsins af efnahagsba tanum. — En vikjum þá aö hinni auknu verösamkeppni t.d. I verði, Hvernig geta jafnvel ný flugfélög boðið fargjöld sem eru um 20% lægri en fargjöld Flug- leiða, eins og gerðist i sumar? Þessi prósentutala er aðeins rétt fyrir samanburð við Capitol. Transamerica hefur liklega verið 10% fyrir neöan, og hin, eldri flugfélög sem einnig buðu upp á lága fargjalda pakka, buðu svipað verð og Bókanir fyrir næstu vikur ekki glæsilegar Sigfús Erlingsson Á rætur að rekja til fréttaflutnings af erfiðleikum Flugleiða og að auglýsingastarfsemi var hætt í sumar Afgreiðsla Flugleiða á Kennedyflugvelli Starfsfólki Flugleiða I Banda- rikjunum hefur fækkað til niuna, { þessu hiisi eru aðalstöðvar félagsins I New York. Flugleiðir, ef við tökum tillit til þeirra kvaða sem fylgdu afsláttarmiðum þeirra. Spurn- ingunni má hins vegar svara meö þvl að i raun geti þessi flug- félög ekki boðið svona lág fargjöld. Bæði Capitol og Trans- america segja t.d. að þau hafi frá byrjun, eða frá þvi þau höfu þetta flug fyrir einu og hálfu ári siðan, rekið flugiö með tapi. — En nú tapa Flugleiöir lika, ogmeð hærra verð. Hvaða þætt- ir I rekstri eru það sem gefa þessum félögum sterkari stöðu en Flugleiðum? í fyrsta lagi eru það viðkomu- staöirnir. Hvorki lsland né Luxemburg eru I hópi bestu viðkomustaðanna. Luxemburg er er i hópi svonefndar „annars stigs áfangastaða" f Evrópu á meðan London.Paris og Frank- furt eru I fyrsta flokki. 1 ööru lagi þá sparar t.d. Capitol, sem notar DC-8 vélar eins og við, sér nokkrar upphæðir með þvl að fljúga beint yfir hafið án viökomu. Þetta getum viö ekki gert á vesturleiö þvi til þess eru flugbrautirnar I Luxemburg of stuttar. Og I þriöja lagi þá var eldsneyti á Islandi til skamms tima nokkru dýrara en i öðrum löndum og þar þurfum við alltaf aö taka viöbótareldsneyti. Til viðbótar má nefna að eldri og rótgrónari flugfélög, eins og Flugleiðir, hafa mörg vfötæk sölunet, sem geta verið dyr. Það er llklegt að sölukerfi nýju félaganna sem eru að stækka, nýtist þeim betur miðað við kostnaðinn við að reka þau. — Hafa þá Flugleiðir veriö með of dýrt sölukerfi? Ja, ég hygg að Flugleiðir hafi ekki dregið nógu fljótt úr kostn- aði við sölukerfi sitt eftir að þær nýju aðstæður sköpuðust sem viö höfum minnst á. En þetta má vafalaust segja um fleiri þætti. — Hvað með stjórnkerfið? Já, til dæmis. En við verðum náttúrlega að hafa i huga að þegar samdráttar verður vart er erfitt að meta hvort hann er timabundinn eða viðvarandi, og þvlekki gott að meta hvort þörf er á niöurskurði hjá fyrirtæk- inu. En ég held samt aö yfir- bygging Flugleiða hafi verið félaginu þung, og það var byrj- að á samdrættinum of seint. — Við höfum rætt mikiö um samkeppni og samdrátt. Nú virðist sem sala á farmiðum hafi verið mjög mikil undan- faran mánuði? Já, mánuðurnir júli, ágiist, og september voru mjög góðir, en þó ekki jafngóðir I báðar áttir. Frá þvl síðari hluta júlf, og fram til 15. október, var btíkun yfir 90% í austurátt, sem var betri áttin. — Og var enn tap þessa mánuði? Ég hygg nú aö ekki hafi verið tapijúli ogágúst. Stuttirtoppar eru samt sem áður dýrir I rekstri. En það er heldur Htið aö hafa aðeins i tvo mánuði hagn- að, en tap allan hinn hluta ársins. Það sem fyrst og fremst hefur valdið okkur vonbrigðum á þessu ári, eru mánuðirnir april, mai, og júni, sem hafa veriö okkur mjög mikilvægir á undanförnum árum. Þessa mánuði var bókun á austur- leiðinni aðeins um 70% sem er mjög lélegt, miðað við okkar áætlun.Þegar þess er gætt að sumarreksturinn hefur á undanförnum árum orðið að bera uppi vetrarreksturinn, og tekjur á þessum mánuðum urðu nú verulega undir áætlun, þá sést hvað það er alvarlegt fyrir rekstur flugsins á öllu árinu. — Hvernig er útlitið fyrir vetrarmánuðina? Samkvæmt þeim áætlunum sem við höfum gert fyrir vetur- inn, meðþrjár ferðir á viku meö farþega, getum við alls ekki reiknað með hagnaði íi næstu mánuðum Svo langt sem við sjáum framundan, þá eru bókanir hreint ekki glæsilegar. Það kann að vera að einhverju leyti tengt þvi að auglýsinga- starfsemi okkar lá niðri allan seinni helming sumarsins, einmitt vegna fyrirætlana um að leggja flugið alveg niður. — Er hægt að gera sér nánar grein fyrir hver skaðinn af þessu stoppi i auglýsingum i sumar getur oröið? Það er erf itt að meta það með nokkru öryggi, en hann mun nokkur. Almennar fréttir af erfiðleikum Flugleiða höfðu einnig slæm áhrif á markaðinn. — Nú þýðir sú áætlun sem gerð hefur veriö nokkurn sam- drátt i flugi Flugleiða yfir At- lantshafið. Hvernigkemur þetta fram f rekstrinum I Banda- rikjunum? Starfsemin dregst saman og breytist hjá okkur. Mest verður breytingin á Kennedy-flugvelli, en þar hættum við alveg rekstri svonefnds vöruflutninga- stöðvar, en höfum aðeins okkar eftirlitsmenn með störfum þeirra sem sjá um okkar vörur framvegis. Þá munum við ekki verða meö svonefnt „linu viðhald" vélanna á okkar veg- um áfram, fækkum þvl flug- virkjum, og munum selja bifreiðir og tæki sem þessu viðhaldi tengdust. Slðan munum við fækka verulega starfsfólki i farþegaþjónustu, f samræmi við minnkaða flugáætlun. Hvað skrifstofuhald snertir þa er ákveðið að leggja niður skrif- stofu sem Flugleiðir höfðu á Miami I Flórida, og ennfremur að minnka skrifstofur félagsins i Chicago, Washington, og hér I New York. Þess má geta að eftir þessar aðgerðir þa' veröur starfsfólk Flugleiða I Bandarikjunum samtals um 65, þ.e. i nóvember, en til samanburðar má geta þess að i júli s.l var starfsfólkið 135, og fyrir tveimur árum 220. Framhald á bls. 39. Rætt við Sigfús Erlingsson, sem stjórnar starfsemi Flugleiða í Bandaríkjunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.