Tíminn - 08.11.1980, Síða 1

Tíminn - 08.11.1980, Síða 1
Síðumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Hlutaf j áreign stórra hluthafa takmörkuð — einn nefndarmanna vildi gera skilyrðin að lögum Skilyrðin vegna aðstoðar ríkisins við Loftleiðir: FRI — Eitt af þeim skilyröum sem Fjárhags- og viðskipta- nefnd setur fyrir aðstoð rikisins við Fiugleiðir er að takmörkuð verði hlutafjáreign einstakra aðila sem eiga stóra hluta I félaginu. — Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig, sagði Ólafur Ragnar Grimsson for- maður nefndarinnar i samtali við Tfmann er við spuröum hann hvers vegna nefndin setur þetta skilyrði. — Það er ljóst að áhrif ein- stakra fyrirtækja hafa verið mjög mikil eins og til dæmis Eimskips hf. og veiðifélags Sveins Valfells þ.e. Klaks sf. auk þess sem nokkrir ein- staklingar hafa átt hluti i félag- inu sem nema nokkrum tugum millj. kr. þannig að þótt hluthaf- ar séu um 3000 þá eru þarna 10 aðilar sem ráða mestu. Þetta er sú megin hugsun sem liggur að baki þessu skilyrði en auk þess telja margir það ákaflega oeðli- legt að samkeppnisfyrirtæki i flutningum eigi stóran hlut i Flugleiðum. Alls eru skilyrðin 7 sem nefndin setur fram en þau eru auk ofangreinds: að hlutur rikisins verði aukinn um 20% með viðbótarhlutafé sem þvi nemur, samtökum starfsfólks verði gert kleift að kaupa hluta- fé fyrir 200 millj. kr., en þetta leiðir til þess að rikið fær tvo menn i stjórn félagsins og starfsmenn 1 mann, aðalfundur verði haldinn ekki siðar en i febrúar vegna breyttrar hluta- fjáreignar, Arnarflugi verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða i Arnarflugi, árs- fjórðungslega verði gefið yfirlit yfir fjárhags- og rekstrar- stöðuna og að Atlantshafsflug- inu verði haldið aðskildu fjár- hagslega i bókhaldi félagsins. Einn maöur i nefndinni Kjartan Jóhannsson skilaði séráliti og vildi að þessi skilyrði yrðu sett i lögin sem samþykkt verða á Alþingi en að sögn ólafs Ragnars þá þótti meirihluta nefndarinnar þaö rétt að hafa þetta með sama sniði og 1975 og lýsa þeim skilyrðum sem sett voru i nefndaráliti og eiga við 5. gr. frumvarpsins. Sætta Flugleiöir sig viö skilyrðin? „Höfum ekki tekið ákveðna afstöðu” — segir Örn Johnsen stjórnarformaöur félagsins FRI — A stjornarfundi hjá Flugleiðum I gær var f jallað um skilyrði þau sem þingnefnd hefur sett félaginu vegna að- stoðar rlkisins við það og þeim umræðum verður væntanlega haldið áfram eftir helgina. — Viðhöfum ekki tekið neina ákveðna afstöðu til skilyrðanna en það á eftir að ræða málið nánar á fundum hjá okkur, sagði örn Johnsen stjórnarfor- maður Flugleiða I samtali við Tlmann eftir fundinn. Spurður um hvort stjórnin gæti alls ekki sætt sig við eitt- hvert skilyrðanna sagði Orn að hann gæti ekki sagt til um það á þessu stigi málsins og að fæst orð hefðu minnsta ábyrgð. Sambandið fær lóð í nýjamiðbæ Kás — I gær sendi Samband islenskra samvinnufélaga bréf til borgarráðs, sem tekið var fyrir á fundi þess i gær, þar sem Sambandið tilkynnir að þaö hafi fallið frá hugmyndum um bygg- ingu skrifstofuhúss við Holtaveg i Reykjavik. Þess I stað óskaði fyrirtækiö eftir 2.5 hektara lóð i nýja miðbænum I Reykjavík. Borgarráð brá skjótt við og samþykkti i gær bókun þar sem það gefur sambandinu fyrirheit um lóð undir byggingu aðal- skrifstofu þess I nýja miðbæn- um, allt að 2.5 hektara. Hefur borgarráð faliö borgarskipulagi og borgarverkfræðingi að af- marka umrætt svæði og vinna aí nauðsynlegum undirbúningi, þannig að formleg lóöarúthlut- un geti farið fram sem fyrst, og eigi siðar en um næstu áramót. Algjör eining varð um þessa bókun I borgarráði, og greiddu henni allir borgarráösmenn at- kvæði sitt. Svæði það sem Sambandið kemur til með að fá er austast Kringlumýrarbrautar, vestan útvarpshússins, og sunnan Borgarleikhússins, en nú er unnið að byggingu beggja þess- ara húsa, þó hægt fari og oft með löngum hléum á milli. Nánar er sagt frá þessu máli á bls. 2 í blaðinu í dag. Jóhannesi færð blóm er hann kemur úr siðustu áætlunarferð sinniá Keflavlkurflugvelli. Timamynd Friörik. Jóhannes Snorrason flugstjóri kvaddur: Eftir 37 ára giftu- ríkan starfsferil FRI— Flugleiðir heiðruðu i gær Jóhannes Snorrason flugstjóra eftir 37 ára gifturikt starf hans að flugi hérlendis. Jóhannes flaug sitt slðasta flug hjá Flugfélaginu I gær og var fjöl- menni viðstatt á Keflavlkurflug- veili er hann steig út úr breiðþotu Flugleiða, bæði stjórarmeðlimir fyrirtækisins og gamlir starfsfé- lagar og voru Jóhannesi færöir margir blómvendir. Við þetta tækifæri tóku til máls þeir Orn Johnson og Agnar Ko- foed-Hansen. Orn færði Jóhannesi þakkir félagsins fyrir vel unnin störf og rifjaöi upp gamlar minn- ingarer þeir báðir stóðu i barátt- unniá fyrstu árum áætlunarflugs hér á landi. Agnar þakkaöi honum einnig fyrir vel unnin störf á sviði flugmála hérlendis á undanförnum árum. Jóhannes Snorrason tók einnig til máls og sagði aö þaö væri nauðsynlegt að starfsfólk Flug- leiða tæki saman höndum til að ráöa fram úr þeim erfiöleikum sem nú steöjuöu að félaginu. — Sameinaöir stöndum vér, sundraðir föllum vér, sagði Jó- hannes. Hann kvaðst ennfremur treysta ráðamönnum Flugleiða fyllilega til þess að takast á við erfiðleikana og yfirstiga þá ef þeir heföu stuðning starfsfólksins að baki sér. Margs er að minnast af 37 ára starfsferli en Jóhannes sagði aö sér væri minnisstæðast fyrsta millilandaflugiö I Catalina flug- bát er hann fór árið 1945 en tveir af þeim fjórum farþegum sem fóru meö honum þetta flug voru með honum nú, þeir Jdn Jó- hannesson og séra Róbert Jack. Jóhannes er fæddur 1917. Hann gerðist flugmaður hjá Flugfélagi Islands 1943 og varð yfirflugstjóri þess félags 1946. Yfirflugstjóri Flugleiða hefur hann veriö frá stofnun þess félags. Honum hafa verið falin mörg trúnaðarstörf i flugmálum hér og átti meðal annars sæti i flugráði um árabil. Hann sagði að þetta heföi verið ánægjulegur starfsferill og sér fyndist hann hafa liðið eins og leiftur um nótt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.