Tíminn - 19.11.1980, Qupperneq 11

Tíminn - 19.11.1980, Qupperneq 11
Miðvikudagur 19. nóvember 1980 15 Lióst að samæfingu vantar 99 en ákveðnir hlutir að koma” — segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari — enn eru leikmenn sem eiga möguleika á landsliðssæti Timinn ræddi i gær við Hilmar Björnsson landsliðsþjálfara i handknattleik og spurði hann fyrst hvernig honum hefði fundist útkoman vera i landsleikjunum gegn V-Þjóöverjum. „Það kemur ýmislegt i ljós — maöur fær betri staðfestingu á stöðu einstakra leikmanna. Nú það er ljóst að samæfingu vantar en mér finnst ákveðnir hlutir vera að koma, leikkerfin gefa færi sem við þurfum siðan að nýta. I fyrri leiknum vorum við meö 15 færi sem við ekki nýttum sem eru örugg og markmaðurinn einn er eftir, mörg þeirra komu eftir leikkerfi, það er ég einna óánægð- astur með að við skyldum ekki nýta þessi færi. Það sem er þó gott viö þetta er að það skapast þó færi, það væri miklu verra ef engin færi sköpuð- ust.” Nú hefur þvi verið hald- ið fram að islenska landsliðið leiki agalaus- an handknattleik, hvað viltu segja um það? „Það er kannski ekki alveg rétt.Við sjáam seinnileikinn betur þá er reynt að spíia af meiri skyn- semi, ég held að landsliðið endur- spegli dálitið leik félagsliðanna. Strákarnir verða að gera sér grein fyrir þvi að það er krafist miklu meira af þeim, það er ekki hægt að leyfa sér ýmsar vitleys- ur, i fyrsta lagi eru andstæðing- arnir miklu sterkari, og i öðru lagi eru yfirleitt miklu færri upp- hlaup i landsleikjum heldur en hjá félögunum i deildinni. Almennt i leikjum i deildinni eru hátt i 50 upphlaup, en i þess- um leikjum á móti Þjóðverjum þá var fyrri leikurinn með 34 upp- hlaup en seinni leikurinn var með 37 upphlaup. Hver vitleysa, kostar miklu meira, þannig að ég held að menn veröi að vanda sig meira, fyrsti „sénsinn'*er ekki alltaf sá besti”. Nú hefur það verið sagt að landsliðið beiti nokkrum af leikaðferð- um Vikings en þær virð- ast ekki njóta sin hjá landsliðinu vegna þess að það er ekki leikið af nógu miklum hraða hvað viltu segja um það? „Það er hægt að svara þessu með þvi að vitna i þessa leiki, ein leikaðferð sem við leikum er pólsk taktik ekki bara Vikings- taktik heldur hefur pólska lands- liðið spilað hana. Ein taktikin er rússnesk með afbrigðum þó vegna þess að við erum með tvo örvhenta menn, ein getur verið dæmigerð Stenzel taktik, júgóslavnesk og svona mætti lengi telja. Til marks um það að það vanti hraðann, i fyrri leiknum voru Vikingarnir látnir spila svokall- aða Vikingstaktik þannig að ég visa þessuheim til föðurhúsanna. Þeir eru inn á að spila taktikina sem heitir no. 3 og þá er t.d. Ólaf- ur Jónsson að fá sin dauðatæki- færi i horninu þá er Páll að fara i gegn og þá er verið að leika Vikingstaktik en undir engum öðrum kringumstæðum” Þér finnst ekki ástæða ti þess að setja ólaf H. Jónsson inn á línuna og láta annan leikmann stjórna spilinu? „Hanii er meira og minr.a inn á linunni hann er alltaf að fara inn á linuna til að leysa upp, þegar þær leikaðferðir eru spilaðar þá er þaö alltaf miöjumaður- inn sem fer inn á linu og það er Óli, þess vegna er hann i þessari stöðu. Það sem ég hef um aö velja er það, að þegar við spilum 4-2 þá er Óli alltaf annar linumaðurinn, viö spiluðum það dálitið i seinni leiknum og þá er hann á linunni ásamt Björgvini. Ég hef ekki viljað vera með neinar stór skiptingar á milli sóknar og varnar mér finnst það oft skapa mikinn glundroða, ég vil heldur sjá það hvort ekki sé hægt að leysa bæði vörn og sókn með sömu mönnunum.” Fannst þér það ekki dálitið djarft teflt að taka hornamann og linumann út eftir fyrri leikinn og setja tvo úti- spilara inn? „Það var af þessum ástæðum að Óli er linumaður og þá kemur hann inn i þá stöðu, og þá er ég þegar með tvo linumenn ef það nægir. Hvað hornið snertir þá hafa þeir leikmenn sem ég hef verið að prófa i vor ekki skilað sinu hlut- verki, þeir hafa ekki skorað mörk”. Á Norðurlandamótinu lék islenska landsliðið mjög góðan varnarleik, en i leikjunum á móti Þjóðverjum og þá sér- staklega seinni leiknum Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari. þá fannst mér hann vera mjög gloppóttur? „Ég myndi segja að varnar- leikurinn i fyrri leiknum hafi ver- ið nokkuð góður, og á köflum i seinni leiknum var hann nokkuð góður. Við fáum á okkur fimm mörk i fyrri hálfleik i fyrri leikn- um og átta mörk i fyrri hálfleik i þeim siðari, það er alls ekki svo slæmt. I fyrri leiknum tókum við þá nokkuð djarft framarlega og það gekk mjög vel allan leikinn nema að það var kafli i seinni hálfleik sem það klikkar. Sama gerðist i seinni leiknum þar sem einstaklingarnir klikka og þeir hleypa þeim inn á fria vörn”. Finnst þér landsliðinu ekki vera gefinn of litill timi fram að B-keppn- inni? „Það er ekki um annað að ræða, þetta er sá timi sem viö höfum spurningin er að reyna að nýta hann sem best. Ég held að landsliðið hafi oft haft minni tima en núna. Við eig- um eftir að leika 13 landsleiki áð- ur en við höldum i B-keppnina og viö eigum eftir að æfa i rúman mánuð. Það hlýtur að vera hægt að nýta þann tima og reyna að fá i lag það sem er ekki i lagi i dag, mér finnst þetta vera betra en á Norðurlandamótinu en það er ekki orðið nægilega gott”. Ert þú kominn með þann hóp sem þú ætlar að nota i B-keppninni i Frakklandi? „Ég held að grunnurinn sé kominn, en það eru eflaust nokkr- ar stöður lausar, það er með hornamennina, ég hef trú og ég vona það að Ólafur Jónsson komi aftur, hann fari að skora úr sinum færum þvi við þurfum að vera með sérstaka hornamenn. Það eru fleiri menn t.d. Guð- mundur Guðmundsson i Vikingi, Gunnar Lúðviksson og Valgarð þetta eru menn sem ég ætla aö fylgjast með, gagnvart hornun- um. Nú i sambandi við varnarleik- inn þá má nefna „Tobbana” i Val mér finnst þeir hafa verið lélegir, spurningin er hvort þeir séu svona seinir i gang, þeir hafa alls ekki skilað hlutverki sinu nægilega vel. Þá er einnig spurningin meö Axel og Gunnar Einarsson hvort þeir séu alveg dottnir út ég ætla mér að fylgjast með þessum mönnum öllum”. punin^ VLADO STENZEL æfingaskórnir komnir aftur Stærðir 3 1/2 til 12 Verð kr. 28.700.- Mjög óvæntur sigur Tottenham á Forest Mjög óvænt úrslit urðu i leik Nottingham Forest og Tottenham er þeir siðarnefndu sóttu Forset heim á laugardaginn. Tottenham fór með sigur af hólmi 3:0 eftir að staðan hafði verið 0:0i hálfleik. Það var Steve Archibald sem kom Tottenham á bragðið i upphafi siðari hálfleiks og siðan gerði Argentinumaður- inn Ardiles annað mark Lundúna- liðssins um miðjan hálfleikinn og Archibald gerði siðan út um leik- inn er hann bætti sinu öðru marki . við. Aston Villa náði aðeins jöfnu gegn Leeds á heimavelli, 1:1 og næstneðsta liðið i 1. deild Crystal Palace gerði jafntefli við Liver- pool 2:2. í 2. deild tapaði efsta liðið West Ham óvænt fyrir Luton 2:3 en leik Notts. County gegn Bolton var frestað, en Notts. County er efst og jafnt West Ham. Hér á eftir fara úrslit i 1. og 2. deild í.deild Arsenal-W.B.A...............2:2 Aston Villa-Leeds...........1:1 Coventry-Birmingham ........2:1 Crystal Palace-Liverpool....2:2 Everton-Sunderland..........2:1 Ipswich-Leicester...........3:1 Manchester City-Southampton 3:0 Middlesb.-Man.Utd..........1:1 Nottm.Forest-Tottenham.....0:3 Stoke-Norwich..............3:1 Wolves-Brighton............0-2 2. deild Blackburn-Carditt..........2:3 Bolton-Notts County....frestað BristolCity-Preston........0:0 Derby-Cambridge............0:3 Grimsby-Shrewsbury ........1:0 Luton-West Ham.............3:2 Newcastle-Sheffield Wed....1:0 Orient-Bristol Rovers .....2:2 QPR-Oldham ................2:0 Swansea-Watford .......frestað W rexham-Chelsea...........0:4 Bob Starr rekinn Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44, Sími 11783 Armenningar, sem verma nú einir botnsætið I Úrvalsdeildinni i körfuknattleik, hafa rekið þjálf- ara sinn Bob Starr. Bob Starr er islenskum körfu- knattleiksunnendum að góðu kunnur en hann hefur áður þjálfað lið Armanns og hafa þeir ekki alltaf verið ánægjan upp- máluð með störf hans i þágu félagsins. Bob Starr er ekki ein- ungis þekktur hér á landi sem þjálfari þvi hann hefur haft milli- göngu með komu margra Banda- rikjamanna sem hér hafa leikið með hinum ýmsu liðum á undan- förnum árum. Eftir þvi sem Timinn kemst næst, er ekki fullvist um ástæðu eða ástæður uppsagnar Bobs Starr en þó er þaö vitað að nokkuö lengi hefur borið á óánægju meðal leikmanna liðsins með störf hans og þá kannski ekki sist innáskipt- ingar hans i undanförnum leikj- um liðsins. Bob Starr mun vera staddur i Borgarnesi og mun aðstoða UMFS næstu daga varðandi nám- skeiðahald en mun siöan hverfa af landi brott um næstu mánaða- mót. — SK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.