Alþýðublaðið - 02.09.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1922, Blaðsíða 4
) ALÞVÐUBLAÐIÐ Rúgmjöl ágætt i slátur fæ.»t i Kaupfélaginu, lamBafijöt, uppsveiíum Borgarfjaiðar, selt með lægata verði f <5. zMiímrs, ugaveg 20 A Ókey pis Við höítam fengið raokkur hucdr uð einfalda hengilaoipa og eidhús iampa fyrír rafljós, sem við seljum najög ódýrt, og setjum upp ókeypis. — Nötið tsekifærið og kaupið tampa yðar bjá okkur. Hf. Rafmf. Blti & Ljés Laugaveg 20 B Simi 830. 1 §5 I i Skójataaðnr. Vandaðastur, beztur, ódýrastur. 1 | SYeinbjörn Arnason | Notað orgel tii rölu í Hljóðfærahúsinu. Útbreiðið Alþjðublaðið, hvar sem þið eruð og bvert sem þið fariði jKaupiÍ kerti í Xanpjélaginn Kanpendnr „Verkanjannalas41 iaér í bæ eru vinsamlegant beðalr að greiða hið fyrsta ársgjaldið. 3 kr., á afgr. Alþýðublaðsian. Ritstjóri og ábyrgðanrtaðnr: Olafur Friðriksson. Frestsmiðjass Guteobeirg. Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftnr. I Bouria fóru þeir af eimlestinni og riðu það, sem eftir var leiðarinnar. Meðan Tarzan var að ganga um í Bouria tók hann eftir manni 1 evrópískum búningi, sem horfði á hann úr dyrum innlends kaffihúss, en þegar Tarzan leit á hann, snéri maðurinn sér við og gekk inn 1 hið lága leirhús. Þó Tarzan findist eitthvað kunnuglegt við manninn, gaf hann þessu ekki frekari gætur. Tarzan varð þreyttur á leiðinni til Aumale, því hann var óvanur reiðmaður. Hann lét þvf ekki dragast að fá sér rúm f Hótel Grossat, þegar hermennirnir héldu til búða sinna. Þó Tarzan væri snemma vakinn daginn eftir, voru hermennirnir komnir af stað, áður en hann hafði lokið morgunverði. Hann var að flýta sér að borða, til þess að samferðamennirnir kæmust ekki of langt á undan, þegar honum varð litið inn í næsta herbergi. Sér til undrunar sá hann Gornois þar í samræðum við sama manninn og hann hafði séð bregða fyrir dag- inn áður í kaifihúsinu 1 Bouria. Honum gat ekki skjátl- ast, því honum fanst hann kannast svo vel við mpnn- inn, þó hann sæi að eins á bak hans. Meðan hann starði á þá, leit Gernois upp og sá furðusvipinn á Tarzan. Ókunni maðurinn talaði í lág- um hljóðum, en franski foringinn þaggaði strax niðr í honum, og þeir kumpánar gengu úr augsýn Tarzans. Þetta var í fyrsta sinn, sem Tarzan hafði þótt fram- ferði Gernois grunsamlegt, og hann var 1 engum vafa um, að þeir höíðu farið burt vegna þess að þeir urðu varir við hann. Tarzan þótti líka undarlegt að honum skyldi finnast hann kannast við þennan mann, en það jók á grun hans; að alt væri ekki með feldu. Augnabliki slðar kom Tarzan inn í herbergið, en mennirnir voru farnir, og hann sá hvorugan þeirra á götunni framan við húsið, þó hann gerði sér erindi í allmargar búðir, áður en hann legði at stað á eftir her- mönnunum, sem voru nú komnir spöll«orn á undan honum. Hann náði þeim ekki, fyr en þeir komu til Sidi Aissa, skömmu eftir hádegi, þar sem stanzað var 1 klukkustund. Gernois var þá með flokknum, en ó- kunna manninn sá hann hvergi Það var kaupskapardagur 1 Sidi Aissa, og ótölulegur grúí úlvaldalesta komu utan af eyðimörkinni. Tarzan varð starsýnt á hina glitrandi Araba og hann langaði til þess að dvelja þarna heilan dag til þess, að sjá yþessa „sonu eyðimérkurinnar“ betur. Þannig atvikaðist það, að hermannahópurinn lagði af stað til Bou Saada án hans. Hann eyddi tímanum til myrkurs í það, að ganga um sölustaðina, og var Arabi einn, að nafni Abdul, í fylgd með honum. Þann hafði gestgjafinn bent honum á, sem tryggann þjón og góðan leiðsögumann. Tarzan keypti þarna betri reiðskjóta, en hann hafði fengið í Bouira, og er hann fór að tala við seljandann, komst hann að raun um, að hann var Kadour ben Saden, skeik (höfðingi) fyrir flokki einum langt sunnan við Djélfa. Tarzan bauð þessum nýja kunningja til 'snæðings með þeim. Er þeir ruddu sér braut um þröngina, úlvalda, asna, hesta og annað sem fylti sölu- torgin með truflandi hávaða, togaði Abdul í frakkalaf Tarzans. „Lftið aftur, herra", hann snéri sér við og benti á náunga sem hvarf bak við úlfalda, þegar Tarzan leit við. „Hann hefir elt okkur því nær 1 allan dag“, hélt Abdul áfram. „Eg sá bara bregða fyrir Araba í dökkblárri úlpu með hvítann vefjarhött“, svaraði Tarzan. „Áttu við hann?“ „Já. Eg hefi illan bifur á honum, af því hann er hér framandi, og gerir ekki annað en elta okkur, en þannig hegða heiðvirðir Arabar sér ekki, og llka gruna eg hann vegna þess, að hann hylur niðurandlitið. Hann hlýtur að vera illur maður, annars notaði hann tima sinn til betri starfa. „Hann fer þá villur vegar, Abdul", svaraði Tarzan, „því enginn hér getur átt sakir við mig. Þetta er í fyrsta sinn, sem eg kem hingað, og enginn þekkir mig. Hann mun brátt verða var við villu sína, og hætta að elta okkur". „Nema hann hyggi á rán“, mælti Abdul.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.