Tíminn - 28.11.1980, Síða 7

Tíminn - 28.11.1980, Síða 7
Föstudagur 28. nóvember 1980. 7 Glæsilegur söngur Á fimmtu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitarinnar stýröi vor gamli vinur Karsten Andersen þremur verkum, Concerto Grosso Norvegese eftir Norð- manninn Kielland, Vier letzte lieder eftir Richard Strauss, og 41. sinfóniu Mózarts. Andersen tekur sig jafnan vel út á stjórn- palli og hefur allra manna höföinglegastan baksvip, enda eru Norömenn alkunnir fim- leika- og f jallgöngumenn. Andersen var upprunalega fiöl- ari, en snéri sér sföan aö hljóm- sveitarstjórn, og var aöalstjórn- andi Sinfóniuhljómsveitarinnar árin 1973-77. En Olav Kielland, höfundur fyrsta verksins, var einmitt fyrsti stjórnandi sömu hljómsveitar, og ef mig brestur ekki minni, þá var hann oröinn svo illur Ut i hljómsveitina þá yfir lauk, að viö lá hann væri fluttur i böndum til skips þegar hann var sendur heim. Tón- leikaskráin segir, að þessi „Concerto Grosso Norvegese” sé I meira lagi Barokk-ættaöur i TONLIST Sigurður Steiriþórsson rithætti,og þarskjóti upp ómum af Haröangursfiölu og langspili, en þrátt fyrir svo margvisleg föng var verkiö leiöinlegt. En þaö geröi ekkert til — smá samnorrænn tollur — þvi nú söng Sieglinde Kahmann ljóö Richards Strauss (1864-1949) meö slikum glæsibrag, aö tor- velt er aö ímynda sér þann söng betri. Ég leyfi mér aö slá þvi fram, aö þetta léki engin söng- kona hér eftir, enda er þetta i annað sinn, sem ég heyri frúna gera slikt: i fyrra sinniö flutti hún Hiröinn á klettinum ásamt Siguröi Snorrasyni og Guönlnu Kristinsdóttur þannig, aö vart varö á fullkomnara kosiö. Vier letzte Lieder er annars ákaflega kunnáttusamlega samiö tónverk, þar sem sópran- röddin er ofin inn i hljómsveit- ina, en heyrist þó alltaf greini- lega. Aö vi'su heföi ég getaö gef- iö Strauss lexiu i þvi hvernig á aö taka tillit til textans, þvi höröustu þýskumenn skildu ekki Sieglinde Kahmann. eitt orð. FrU Kahmann kann aö sjálfsögöu þýskuna, en áherslur tónskáldsins eru svo sérkenni- legar, aö textinn veröur óskiljanlegur, sumir segja þetta bæverskt einkenni þvi aö Ric- hard Strauss vareinmitt Bæjari eins og nafni hans Franz Jósef. Söngvar Strauss eru semsagt „orgia i tónum”, og þeir einir geta notiö texta þeirra Hesse og Eichendorffs, sem annað hvort kunna hann eöa fylgjast með á bók þvi tónleikaskrá S.l. gerir aldrei neitt meö texta. Slöust á efnisskránni var siö- asta sinfónia Mózarts, i C-dúr nr. 41. Þessi dæmalausi snilling- ur samdi þrjár siöustu og veiga- mestu sinfóniur slnar siöasta áriö sem hann liföi, ásamt meö ýmsu ööru, en sumir telja meö gildum rökum, aö 40. sinfónian (g-moll) sé mesta sinfónia allra tima. Þar þykjast menn eygja naktan sálartrega snillingsins bak viö glæsta léttúöina, en i hinni 41. er hinn hugkvæmi tæknimeistari aö leysa fáeinar þrautir meö léttum leik — þrautir aö visu, sem enginn annar heföi leikiö eftir honum aðleysa. Og þetta tókst bara vel hjá Sinfóniuhljómsveit Islands og Karsten Andersen, og þaö fyrir fullu húsi i fimmta sinn. Þörf endurútgáfa Jónas Hallgrimsson: Kvæöi og sögur. Meö forspjalli eftir Hall- dór Laxness. Mál og menning 1980. 2. útg. Við ekkert skálda sinna hefur islenska þjóðin tekið jafnmiklu ástfóstri sem Jónas Hallgrims- son. Kvæði hans eru enn i dag sungin og lesin af þjóðinni, og mörg þeirra lærir hvert skóla- barn. Jónas hefur I hugskoti þjóðarinnar orðið skáld sjálf- stæðisbaráttunnar, tákn is- lenskrar endurreisnar og rómantiskrar þjóðernisbaráttu 19. aldar. Dapurleg örlög skáldsins hafa enn orðið til þess að efla ást þjóðarinnar á hon- um. Fjölnismenn féllu flestir frá langt um aldur fram, en i hug- skoti þjóðarinnar hafa þeir lifað sem tákn æskufjörs og þeirrar þjóðlegu vakningar, sem varð með Islenskum Hafnarstúdent- um á öndverðri 19. öld, barst hingað út og varð ein af styrk- ustu stoðum sjálfstæðisbarátt- unnar. Fjölnismenn urðu ungir, ef svo má að orði kveða, og at- hyglisvert er, að fáum dettur i hug að Fjölnismaðurinn Konráð Gislason hafi verið sami maður- inn og málfræðiprófessorinn Konráð Gislason, sem varð allra karla elstur. En þrátt fyrir vinsældir ljóða Jónasar hefur svo brugðið við, að kvæði hans og sögur hafa verið næsta ófáanleg i bóka- verslunum á Islandi um alllangt skeið. Af þeim sökum mun Mál og menning hafa ráðist I að endurútgefa bókina, sem hér liggur fyrir og fyrst kom út árið 1957. 1 henni er að finna öll kvæði Jónasar, og sögur. Hall- dór Laxness ritaði forspjall með bókinni, þar sem hann gerir lltillega grein fyrir skáldskap Jónasar. Halldór bendír sér- staklega á hve mikil nýjung ljóðlist Jónasar var Islending- um á hans dögum. Skáldið not- aði mjög forna islenska bragar- hætti, sem lítt höfðu verið notaðir um aldaskeið, og jafn- framtortihann undirþeim hátt- um, er tiðkuðust suður I álfu, sótti jafnvel fyrirmyndir til ttaliu endurreisnarinnar. - Allt var þetta nýtt þjóð sem vönust var rimum og andlitlum sálma- kveðskap. Þrátt fyrir erlenda bragar- hætti mun þó mörgum þykja sem enginn hafi ort islenskar en Jónas. Náttúrulýsingar i kvæð- um hans eru flestar undurfagr- ar, nákvæmar og ljóðrænar i senn, og fá skáld hafa betur náð að túlka Islendingseðlið. 011 er þessi útgáfa mjög vönd- uð. Hún er prentuð á góðan pappi'r, I henni eru þrettán myndir af eiginhandarritum Jónasar, auk teikningar Helga Sigurðssonar af Jónasi. Þetta er þörf útgáfa og á for- lagið þökk skilið fyrir að hafa ráðist I hana. JónÞ.Þór. Þetta ætti að geta verið vakningarit Gylfi Gröndal. Niutiu og niu ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá. Setberg. Gylfi Gröndai kann vet tn verka að skrifa frásagnir ann- arra. Hann kann að greina frá öðru þaö sem á erindi á bók. Þvi verða bækur hans efnimeiri i hlutfalli við stærö en algengast er. Hér er ævisaga Jóhönnu Egilsdóttur rakin i stuttu máli að þvi er einkamál varöar og einkum dvaliö við starf hennar i verkalýðshreyfingunni. Og þar er rifjuð upp mikil saga. Jóhanna metur þaö rétt aö kór- ónan á lifsstarfi hennar er löggjöfin um sömu laun fyrir sömu vinnu hvort sem unnin er af körlum eöa konum. Þar uröu mikil þáttaskil sem áttu sér langan aödraganda — og löggjöfin raunar ekki virk aö fullu undireins. Sagnfræðilegt gildi þessara minningaþátta fyrir samtiðina hygg ég að sé fyrst og fremst að rifjað er upp aö hverju menn vildu stefna og hvers menn væntu fyrrum. Þaö má bera saman við stööuna nú. í fyrstu stefnuskrá Alþýöu- flokksins 1916 eða Alþýöusam- bandsins, sem var eitt og hiö sama, segir svo: „Skattamál: Afnema skal alla tolla af aðfluttum vörum, fyrst og fremst sykurtoll, kaffi- toll og vörutoll (um tóbak, sjá landverslun), en til að standast útgjöld landsins séu lagöir a beinir skattar að svo miklu leyti sem arður af framleiðslu og verslun, er rekin sé fyrir hönd þjóðfélagsins, ekki hrekkur til gjalda landsins. Landsverlun og framleiðsla: Landið taki að sér einkasölu á ýmsum vörutegundum, fyrst og fremst: steinoliu, kolum, salti og tóbaki, taki þátt i atvinnu- og framleiðslufyrirtækjum svo sem: stórskipaútgerð til fisk- veiða og flutninga, stóriðnaði, Jóhanna Egiisdóttir. námugreftri og þess háttar. Þegar hvalveiðar verða tekn- ar upp aftur skulu þær eingöngu reknar af landinu.” Það var nú þá. Nú dreymir vist fáa um að létta gjöldum af neysluvörum almennings með gróða á atvinnurekstri. Þetta er llka athyglisverð frásögn. „Ariö 1917 höfðu verkalýðsfé- lögin stofnað fisksölu til þess að lækka fiskverðið, og hún hafði lánast vel. Nú var ákveðið að stofna einnig brauðgerðarús verkalýsfélaganna til þess að lækka verð á brauðum sem þótti óhóflega hátt.” Hvar er Alþýðubrauðgerðin nú? Hver er hennar þáttur I verð- lagsstrlðinu við bakarana? Hver vill leysa verðlagseildur með félagsrekstri eins og 1917? Rétt mun vera farið með flest sem frá er sagt. Þó er það vangá að segja að Haraldur Guðmundsson hafi setst að á Isafirði 1919 þvi að hann fluttist þangað með foreldrum sinum árið 1905 og ólst þar upp slðan. 1 sambandi viö mál Ólafs Friðrikssonar 1921 er sagt að fokkurinn sem fór herskildi um heimili hans hafi neitað að starfa undir stjórn Jóns Her- mannssonar lögreglustjóra. Hendrik Ottosson segir hins vegar I Hvita stríöinu, bók sinni um þær deilur, aö Jóni hafi verið vikiö úr embætti um stundar- sakir vegna þess aö hann hafi ekki viljaö standa fyrir ófriöi, sem leiddi til blóösúthellinga af þvi tilefni sem fyrir lá. Vel má koma þessu saman þar sem vandalaust hefur verið aö fá mótmæli samkvæmt pöntun ef striðsmenn hafa illa treyst her- foringjanum til harðræðanna. Hitt mun fullvist aö Jón Her- mannson hafi unaö þvi vel aö undirbúa ekki þá herferð sem Framhald á bls 19 bókmenntir Samviskufangar nóvembermánaðar 1980 VACLAV BENDA er 34 ára kaþólskur heimspekingur frá Tékkóslóvakiu. Hann var einn þeirra, sem skrifuðu undir „CHARTER 77” yfirlýsingu tékkóslóvakisku mannréttinda- hreyfingarinnar og var félagi i samtökunum VONS, nefnd til varnar þeim,sem voruofsóttir að ósekju. Hann er kvæntur og á fimm börn. Vaclav Benda var handtekinn i mai 1979 og kom ásamt fimm mönnum öðrum fyrir rétt i' októ- ber þaö ár. Þeir voru sakaðir um að 1) útbúa upplýsingaefni um fólk, sem Vons taldi hafa orðið fyrir ofsóknum yfirvalda að ósekju og 2) að dreifa þessum upplýsingum erlendis, þar sem þær hefðu verið notaðar til árása á Tékkóslóvakiu. Allir voru þeir sekir fundnir um undirróðurs- starfsemi. Vaclav Benda var dæmdur i 4 ára fangelsi og er nú i Hermnaice fangelsinu i námunda við Ostrava. Vinsamlega skrifið kurteislega orðað bréf þar sem óskað er eftir að hann verði þegar i stað látinn laus. Skrifa ber til: Dr. Gustav Husak, President of theCSSR, 11 908Praha-Hrad — og til Dr. Jan Nemec, Minister of Justice of the CSR Vysehradská 16, Praha 2-Nové Mesto. JOSE GUILLERMO CASTRO RAMOSfrá E1 Salvador heyrir til kirkju Babtista þar i landi.hann er foringi babtiskra námsmanna og formaður samtaka kristilegra stúdenta i E1 Salvador. Hann er 24 ára, nemur verkfræði við há- skólann I San Salvador, — eða nam,unshann var handtekinn 29. febrúar I ár. Hann var tekinn af tollyfirvöldum er hann var að stiga af ferju frá Panama, en þar hafði hann setið fund heimssam- taka kristilegra stúdenta sem fulltrúi E1 Salvador. Lögreglan, þar sem hann var handtekinn staðfesti við fjölskyldu hans hvað gerst hefði, en eftir að hann hafði verið fluttur til höfuðborgarinnar 3. mars neitaði rikislögreglan að hann hefði verið handtekinn og engar upplýsingar hafa fengist af hálfu opinberra aðila um hvað af honum hafi orðið. Jose Guillermo Castro Ramos er einn af mörg hundruð Salvadorbúum, sem voru handteknir eftir stjórnar- breytinguna 3. janúar 1980 en sið- an hefur ástandið farið hriðversn- andi. Samkvæmt heimildum kirkjunnar I landinu hafa um 6000 manns verið drepnir af öryggis- sveitum frá þeim tima, margir eftir fangelsanir og pyntingar. Fyrstu þrjár vikurnar i septem- ber sl. fundust lik 417 manns, flest bundin á höndum. Flest fórnarlamba þessa ástands koma frá verkalýðsfélög- um trúarlegum samtökum og stjórnmálasamtökum, sem stjórn landsins telur sér hættuleg. Af hálfu stjórnarinnar er svonefnd- um „sjálfstæðum morðsveitum” kennt um, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem Amnesty hefur aflað er ekki ástæða til að trúa þvi að þær starfi án stuðnings hersins og stjórnarinnar. Jose GuiilermoCastro Ramos kann að vera látinn nú þegar, en það er ekki vist, sú er enn von manna, að hann sé á lifi einhvers- staðar I leyndu fangelsi i E1 Salvador. Vinsamlegast skrifið og biðjið honum frelsis. Skrifa skal til: Dr. José Antonio MORALES ERLICH and Ing. José Napoleon DUARTE, Miembros de la Junta de Gobierno, Casa Presidencial, San Salvador, E1 Salvador. PONGO MALANDA er frá Zaire, fyrrum starfsmaður fljóta- flutningafyrirtækis rikisins, Onatra, einnig fyrrum foringi i rannsóknardeild lögreglunnar. (Aður en kristileg nöfn voru bönnuð I Zaire árið 1972 hét hann Patrice og er enn jafnan um hann talað sem Ex-Patrice, þ.e. Fyrrum Patrice). Pongo Malanda var handtekinn I mars i ár ásamt fleiri mönnum. Engar formlegar kærur hafa ver- ið bornar fram á hendur honum en hann og fleiri höfðu áður verið sakaðir um að hafa tengsl viö ólöglegan stjórnmálaflokk og um aö stunda stjórnmálastarfsmi ut- an véband'a eina löglega stjórn- málaflokks landsins, — Mouvement Populaire de la Revolution. Samkvæmt lögum Zaire hefði átt að leiða Malanda fyrir dóm- ara innan fimm daga frá þvi að hann var handtekinn en hann hef- ur nú verið i haldi i einangrun i meira en sjö mánuði. Vinsamlegast skrifið (gjarnan á frönsku þeir sem geta) og biðjið honum griða. Skrifa ber til: Son Excellence Citoyen Mobutu Sese Seko, Prcsident Fondateur du MPR, President de la Republique, Kinshasa 2, Zaire.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.