Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 26

Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 26
uppskrift Kristínar } Árlega er besta kaffi hvers lands valið í alþjóðlegri kaffi- keppni. Keppninni er ætlað að verðlauna kaffibændur sem leggja mikið í ræktun sína. Kaffitár hefur ýmsar verð- launategundir á boðstólum. Cup of Excellence, eða Úrvalsboll- inn, er alþjóðleg kaffikeppni þar sem besta kaffið í hverju fram- leiðslulandi fyrir sig er verðlaun- að. Keppnin er nokkurra ára gömul en markmið hennar er að hvetja kaffibændur til dáða og verðlauna þá fyrir þá ástríðu sem margir þeirra leggja í ræktun sína. Um leið er þeim gefinn kost- ur á að fá betra verð fyrir kaffi- baunir sem meira er lagt í. Keppnin fer þannig fram að kaffibændur í hverju landi fyrir sig senda inn sínar bestu kaffi- baunir í eiginlega landskeppni. „Þátttakendur geta verið allt að 600 og sumt af kaffinu er einfald- lega ódrekkandi þannig að sérstök heimadómnefnd velur 60 til 80 bestu kaffibaunirnar,“ segir Aðal- heiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Síðan koma tuttugu dómarar alls staðar að úr heimin- um saman í þrjá daga í viðkom- andi landi og velja það allra besta. Leitast er við að hafa dómarana sem ólíkasta því smekkur til dæmis Japana og Evrópubúa á kaffi er ekki eins.“ Margir eru um hituna þegar kemur að því að tryggja sér kaffi- baunir frá þeim kaffibændum sem fengið hafa flest stig hjá dóm- nefndinni. Þar sem baunirnar eru sérstaklega valdar eru þær í tak- mörkuðu upplagi og eðlilega dýr- ari en aðrar kaffibaunir. „Kaffi- baunirnar eru seldar á net-uppboði sem er áhrifarík leið til að verð- launa allra bestu kaffibændurna fyrir einstaklega vel unnin verk og ástríðu sína,“ segir Aðalheiður. „Við höfum boðið í og fengið nokkrar af topptegundunum frá Brasilíu, Kolumbíu, Níkaragúa og Gvatemala, en þetta kaffi verður svo selt hjá okkur í Kaffitári, okkur, kaffiáhugamönnum og kaffibændunum til góða.“ Besta kaffi veraldar Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is F A B R IK A N Jói Fel

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.