Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 27
Hjalti Stefán keypti sér bleik- an fótboltabol. Þegar upp var staðið kostaði bolurinn rúmar 30 þúsund krónur. Tónlistarmaðurinn Hjalti Stefán Kristjánsson segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við ítalska knattspyrnufélagið Palermo. „Ég var úti á Ítalíu og sá þennan fallega bleika fótbolta- bol sem Palermo spilar í,“ segir Hjalti. „Mér fannst allt of fyndið að eitthvað lið spilaði í bleikum lit og því varð ég að kaupa bol- inn.“ Bolurinn kostaði ekki mikið en hann kostaði Hjalta aftur á móti mikið. „Þetta var á götumarkaði og það hefur einhver séð hvar ríki túristinn setti troðna veskið sitt í vasann eftir að hann borgaði bleika fótboltabolinn og ákveðið að stela veskinu,“ segir Hjalti. „Það voru rúmar þrjátíu þúsund krónur í veskinu og því varð bol- urinn á endanum dýr.“ Hjalti er á ferð og flugi núna, bæði með hljómsveit sinni Hrauni sem nýlega gaf út plötuna „I can‘t belive it‘s not happiness,“ og leik- hópnum Lottu. Þar spilar hann í Dýrunum í Hálsaskógi en verkið verður sýnt víða um land undir berum himni. Annirnar hafa samt ekki hindr- að Hjalta í að gera það sem hann telur vera bestu kaup ævi sinnar. „Ég var að kaupa kúrekastígvél og spora á eBay,“ segir Hjalti. „Þetta kostar mig rétt þrjú þús- und krónur. Ég er reyndar ekki búinn að fá dótið ennþá en ég er viss um að þetta eru frábær kaup.“ Við skulum vona að svo verði og að einhver óprúttinn netverji hafi ekki náð í kreditkortanúmer Hjalta og náð sér í auðfengnar 30 þúsund krónur. Þrjátíu þúsund fyrir bleikan fótboltabol 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Með Útilegukortinu gefst eigenda þess og fjölskyldu, möguleiki á að gista á 27 tjaldsvæðum og greiða aðeins einu sinni fyrir það. Kortið gildir fyrir húsbíla, hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi eða tjöld. Engin takmörk eru á því hversu oft má koma á hvert tjaldsvæði. Útilegukortið gildir fyrir tvo fullorðna og börn undir 16 ára aldri. Útilegukortið kostar aðeins 9.900 kr. Þú færð Útilegukortið á www.utilegukortid.is, helstu útivistarverslunum og á sölustöðum N1 um allt land. Útilegukortið er komið N NI R AP A KS AF O TS A G NIS Ý L G U A utilegukortid.i s www.camping card.is www.utilegukortid.is | utilegukortid@utilegukortid.is Tjaldaðu með fjölskyldunni á 27 tjaldsvæðum í allt sumar fyrir aðeins 9.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.