Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 18
greinar@frettabladid.is
U
mræður um nýja eigendur Hitaveitu Suðurnesja
hafa kallað fram ólíkt pólitískt tungutak. Hugtakið
einkavæðing er helsta bitbeinið. Í ljósi þess að hér er
að stærstum hluta til um einokunarrekstur að ræða
er eðlilegt að spurningarmerki séu sett um einka-
væðingu.
Af tungutaki þessarar umræðu mætti ætla að djúpstæður
hugmyndafræðilegur ágreiningur ríkti um hvort ætti að vera
í fyrirrúmi: Arðsemi orkufyrirtækjanna eða þeir hagsmunir
heimila að fá orku á kostnaðarverði. Raunveruleg afstaða ein-
stakra stjórnmálaflokka bendir á hinn veginn til að býsna góð
samheldni hafi verið um að setja hagsmuni neytenda skör neðar
en arðsemishagsmuni orkufyrirtækjanna.
Fyrst er á það að líta að allir stjórnmálaflokkar í landinu,
utan Frjálslyndi flokkurinn, hafa átt aðild að sölu á hlutabréf-
um í Hitaveitu Suðurnesja til einkafyrirtækis. Þetta hefur ýmist
gerst í gegnum aðild að ríkisstjórn eða meirihluta í einstökum
sveitarfélögum sem hlut eiga að máli.
Lög um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykja-
víkur voru samþykkt árið 2001 að beiðni þáverandi meirihluta
í borgarstjórn Reykjavíkur. Frumvarpið var samþykkt ágrein-
ingslaust á Alþingi. Í lögunum eru fátækleg ákvæði um vernd
neytenda eða kaupenda þjónustunnar.
Á hinn bóginn eru í lögunum skýr ákvæði um að gjaldskrá
skuli ákveðin þannig að fyrirtækið skili eðlilegum arði af eigin
fé. Í athugasemdum er gerð grein fyrir nauðsyn þess að arð-
semiskröfur séu gerðar eins og um væri að ræða fyrirtæki á
almennum og frjálsum samkeppnismarkaði.
Ennfremur kveða lögin á um að fyrirtækið skuli auk orku-
framleiðslu og sölu stunda iðnþróun, nýsköpun og hvers kyns
viðskipta- og fjármálastarfsemi. Þessu víðtæka hlutverki hefur
fyrirtækið sinnt kappsamlega með óbeinni skattlagningu á neyt-
endur og ábyrgð skattborgaranna. Allar ákvarðanir þar að lút-
andi hafa verið teknar fyrir luktum dyrum með sama hætti og í
fyrirtækjum á markaði. Almennar reglur um meðferð skattpen-
inga og opinbera þátttöku í atvinnurekstri hafa þótt úreltar að
mati þeirra sem um hafa vélað.
Sams konar lagaákvæði gilda um einokunarrekstur Hitaveitu
Suðurnesja. Allir þingflokkar bera ábyrgð á þessari skipan
mála. Satt best að segja verður ekki séð að þessi opinberu einok-
unarfyrirtæki hafi snúið annarri hlið að neytendum en venjuleg
einkafyrirtæki.
Nýr borgarstjóri í Reykjavík hefur að sönnu lýst því yfir að
opinber fyrirtæki af þessu tagi eigi ekki að vera þátttakendur
í almennum samkeppnisrekstri. Í samræmi við það rifti Orku-
veitan samningsáformum þar að lútandi í fyrra og í ráði er að
draga hana út úr áður umdeildri fyrirtækjafjárfestingu.
Þrátt fyrir þessa stefnubreytingu hefur Orkuveitan undir
núverandi stjórn tekið nokkrar nýjar ákvarðanir um aðild að
samkeppnisrekstri. Eftir sem áður verður ekki séð að rök standi
til að nota hitaveituskattpeninga Reykvíkinga til skólastarfs á
Miðnesheiði, sinna félagslegum verkefnum fyrir íbúa í Reykja-
nesbæ eða vera grundvöllur samkeppnismismununar í orkusölu
til stóriðju.
Verð á heitu vatni er hærra en það þyrfti að vera vegna of
mikillar samheldni um þetta skipulag.
Slæm samheldni
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í
blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir
yfirskriftinni Flórufasismi. Í
greininni reiðir ritstjórinn hátt til
höggs gegn þeirri stefnu Þing-
vallanefndar að takmarka á
Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa
sem þar var plantað á öldinni sem
leið. Trjám þessum lýsir hann
sem menningararfleifð sem nú
eigi að rífa upp með rótum.
Þorsteinn segir þetta gert í
skiptum fyrir inntöku Þingvalla á
Heimsminjaskrá UNESCO,
Menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, og gerir afar lítið úr
þeim gjörningi, tengir hann við
sölumennsku og peningaplokk af
ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir
hann sem heilögu tákni fyrir
hátíðarsamkomur þjóðarinnar á
Þingvöllum á öldinni sem leið.
Þjóðin segir hann „stofnaði
lýðveldi í landinu í samveru við
barrtré á Þingvöllum“, minntist
búsetu „í skjóli slíkra trjáa“ og
„átti samverustund með barr-
trjám þegar þúsund ár voru liðin
frá því kristni var lögtekin á
Lögbergi.“ Hér er ekki nein
smáræðis tilfinningaleg upplifun
á ferðinni og ekki seinna vænna
að átta sig á hvað öðru fremur
laðar Íslendinga að þessum
helgistað.
Við þennan sögulega óð um
barrviði hvarflar hugur minn tvo
áratugi til baka en þá áttum við
Þorsteinn sem alþingismenn sæti
í Þingvallanefnd ásamt Þórarni
Sigurjónssyni, en Þorsteinn var
um þær mundir forsætisráð-
herra. Þingvallanefnd hafði þá
um nokkurt árabil unnið að
stefnumörkun í skipulagsmálum
fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka
gróðurfarslega úttekt á þjóð-
garðslandinu og ítarlegt kynn-
ingarferli staðfesti nefndin
„þetta skipulag og samþykkir
það sem stefnumörkun fyrir
Þjóðgarðinn á Þingvöllum“. Um
umhirðu trjágróðurs segir í
þessari stefnumörkun Þingvalla-
nefndar:
„Rétt er að láta furulundinn,
sem markar upphaf skógræktar
á Íslandi, halda sér og hlúa að
honum, en girðingar umhverfis
lundinn verði fjarlægðar. Að
öðru leyti verði ekki gróðursettir
barrviðir eða aðrar aðfluttar
tegundir á Þingvallasvæðinu
milli gjáa. – Grisja þarf trjágróð-
ur innan þinghelginnar með
hliðsjón af fornleifaúttekt, því að
trjárætur spilla minjum í jörðu.“
Undir þetta rituðum við
nefndarmennirnir í góðri sátt 27.
maí 1988. Þessari stefnumörkun
hefur síðan í aðalatriðum verið
fylgt af Þingvallanefnd og hefur
þjóðgarðsvörður mörg undanfar-
in ár látið grisja og fjarlægja
barrviði á nokkrum stöðum.
Umsókn íslenskra stjórnvalda
um Þingvelli á heimsminjaskrá
var lögð fram í febrúar 2003 og
þurfti því ekki atbeina UNESCO
um þá stefnu sem Þingvalla-
nefnd hafði samþykkt hálfum
öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er
ákvörðunin um að grisja og
fjarlægja aðfluttar trjátegundir
hluti af þeim kvöðum sem
innsiglaðar voru með inntöku
Þingvalla á heimsminjaskrána
árið 2004. Jafnframt var ítrekað
það sem áður lá fyrir að furu-
lundurinn frá árinu 1903 yrði
varðveittur sem sögulegt
minnismerki um upphafsár
skógræktar hérlendis.
Það er ekkert við því að segja
að ritstjóranum Þorsteini hafi
snúist hugur frá þeirri samþykkt
sem hann sem alþingismaður stóð
að í Þingvallanefnd fyrir tveimur
áratugum. Fyrir þeim hughvörf-
um færir hann hins vegar engin
rök í grein sinni en beinir
spjótum sínum nú að ósekju að
þeim sem stóðu að því að
Þingvellir voru teknir inn á skrá
yfir staði sem taldir eru hafa
einstakt gildi fyrir alla heims-
byggðina. Undir gjörninginn
rituðu af Íslands hálfu Davíð
Oddsson forsætisráðherra og
Björn Bjarnason formaður
Þingvallanefndar. Með inntöku á
heimsminjaskrá fékk sérstaða
Þingvalla alþjóðlega viðurkenn-
ingu en jafnframt er framtíðar-
verndun þjóðgarðsins betur
tryggð en ella. Margir hljóta að
spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðs-
ins gangi til að taka þetta mál nú
upp með þeim hætti sem hann
gerir. Er hann að leggja til að
íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir
að gera afturræka viðurkenningu
Sameinuðu þjóðanna og að allir
barrviðir á Þingvöllum verði
friðlýstir svo tryggja megi
gestum þar skjól á næsta
hátíðarfundi?
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
Ritstjórinn og barrtrén
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á
þróun matarverðs í helstu versl-
anakeðjum landsins. Kannanirnar
hafa sýnt að á tímabilinu frá því í
desember 2006 til maí 2007 lækk-
aði verðið um 4,2 til 6,7% í lág-
vöruverðsverslunum og 1,6 til
6,4% í öðrum verslanakeðjum.
Samkvæmt einföldu meðaltali þá
lækkaði matarverð um 4,8% sam-
kvæmt mælingum ASÍ. Til sam-
anburðar þá lækkaði liðurinn
matar- og drykkjarvara í mæl-
ingum Hagstofu Íslands um 5% á
sama tímabili. Þegar það er haft í
huga að niðurstöður Hagstofunn-
ar byggja á vegnu meðaltali úr
verðmælingum í öllum verslun-
um má fullyrða að góð samsvör-
un er á milli niðurstaðna ASÍ og
Hagstofunnar.
Á grundvelli þessara niður-
staðna er eðlilegt að spyrja; þró-
aðist matarverð með eðlilegum
hætti á tímabilinu frá desember
2006 til maí
2007? Hagstofa
Íslands mat
það svo í upp-
hafi árs að
lækkun á virð-
isaukaskatti og
vörugjöldum
ætti að skila
almenningi
8,7% lægra
matarverði. Að
auki styrktist gengi íslensku
krónunnar um 6% frá 15. desem-
ber 2006 til 15. maí 2007. Við hjá
ASÍ höfum því talið að matarverð
til almennings hefði átt að lækka
umtalsvert meira.
Þetta hefur farið fyrir brjóstið
á fulltrúum verslunarinnar.
Þannig fer forstjóri Haga mikinn
í grein í Fréttablaðinu í gær og
kvartar sérstaklega undan hlut
ASÍ í umræðunni um matarverð-
ið. Forstjórinn velur að nota stór
orð og segir m.a: „Yfirlýsinga-
gleði og ónákvæmni ASÍ um verð-
lag á matvöru kemur mér ekki á
óvart. Hana þekki ég fullvel og
hef ítrekað gert athugasemdir
við óvönduð vinnubrögð þegar
kemur að umfjöllun um matvöru-
verð. Óvönduð vinnubrögð við
ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa
ekki samtökum eins og ASÍ.“
Það vekur athygli að á sama
tíma og forstjórinn kvartar undan
umræðunni um matarverðið þá
víkur hann sér algjörlega undan
því að svara efnislega þeirri
gagnrýni sem að versluninni er
beint. Það er þekkt aðferð hjá
þeim sem hafa vondan málstað að
verja að ráðast með dylgjum og
rógi að þeim sem gagnrýna þá og
reyna þannig að draga úr trú-
verðugleika þeirra. Eftir stendur
að forstjórinn skuldar þjóðinni
skýringar á því hvers vegna
matar- og drykkjarvörur lækk-
uðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í
niðurstöður Hagstofu Íslands, á
tímabilinu frá desember 2006 til
maí 2007, þegar lækkun á opin-
berum álögum átti að skila 8,7%
lækkun og styrking krónunnar
hefði til viðbótar átt að skila
lægra innflutningsverði.
Höfundur er hagfræðingur ASÍ.
Að verja vondan málstað