Fréttablaðið - 07.08.2007, Page 18
Hollt matarval, reglubundin
hreyfing, vinátta og umhirða
umhverfisins er meðal verkefna
á haustnámskeiðum í Heilsu-
skólanum okkar í Garðabæ.
„Námskeiðin hófust hjá okkur um
leið og grunnskólarnir fóru í sum-
arfrí og starfsemin hefur verið
blómleg alveg frá upphafi,“ segir
Ásgerður Guðmundsdóttir, for-
stöðukona Lífs og heilsu í Garða-
bæ. Hún segir um 250 börn á aldr-
inum fimm til ellefu ára hafa verið
á sumarnámskeiðum og haft þar
margt áhugavert fyrir stafni.
„Fyrir utan að iðka alls kyns
leiki og íþróttir hafa krakkarnir
stundað sund, listasmiðju, fjöru-
ferðir, hjólreiðar, hraun- og lækj-
arferðir, diskótek og óvissuferðir.
Þeir hafa heimsótt Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn, Árbæjarsafnið,
Þjóðminjasafnið, Veröldina okkar,
Hellisgerði, bókasöfn, Vídalíns-
kirkju og síðast en ekki síst mörg
skemmtileg fyrirtæki,“ telur hún
upp. „Hingað kom líka Ingi Þórð-
arson sem er íþróttakennari úti í
Danmörku og kenndi krökkunum
nýja leiki, meðal annars eltinga-
leik sem heitir balleball. Þar byrja
krakkarnir á að klæða sig í vesti
með frönskum rennilás á brjóst-
inu og rassinum, síðan gengur
leikurinn út á að grípa bolta með
brjóstkassanum og rassinum.
Boltinn er úr þannig efni að hann
festist við franska rennilásinn.
Þetta er einfaldur leikur en þvílíkt
skemmtilegur og krakkarnir fá
mikið út úr honum. Unglingar og
fullorðnir hafa líka heillast af
honum og ég veit um handboltalið
sem hita upp með honum.“
Eitt sumarnámskeið er eftir hjá
Heilsuskólanum okkar að sögn
Ásgerðar. Það stendur frá 6. til 17.
ágúst og hægt er að skoða dag-
skrána á heimasíðunni www.lifog-
heilsa.is undir Heilsuskólinn
okkar – sumarnámskeið. Síðan
hefjast grunnskólarnir að nýju og
þá hefur leikskólabörnum og
grunnskólabörnum í 1. og 2. bekk
boðist að taka þátt í haustnám-
skeiðum Heilsuskólans. Þau fara
bæði fram í leikfimisal og felast í
vinnubókarverkefnum.
„Við fjöllum um fæðuval, hreyf-
ingu og útivist, vináttu og umhirðu
umhverfisins svo dæmi séu
nefnd,“ segir Ásgerður og heldur
áfram.
„Reynslan sýnir að þeir sem fá
fræðslu um starfsemi líkamans og
mikilvægi hreyfingar og hollrar
fæðu strax í æsku eru líklegri en
aðrir til að stunda heilbrigt líferni
á fullorðinsárum. Því er brýn
nauðsyn til að efla áhuga og
ábyrgð barna á eigin heilsu.“
Nauðsyn að efla áhuga
barna á eigin heilsu
Snyrtivöruframleiðendur
prófa vörur sínar í Bretlandi
áður en þeir selja þær í
Bandaríkjunum.
Svo virðist sem snyrtivöru-
framleiðendur notfæri sér
lélegt eftirlit með efnum í Bret-
landi til að prófa vörur sínar
þar á bæ áður en þær eru seld-
ar á Bandaríkjamarkaði.
Frá þessu er greint í breska
tímaritinu Which?, þar sem því
er haldið fram að meðal annars
sé um fylliefni að ræða, sem
eru sprautuð í húð til að draga
úr hrukkum.
Sem stendur eru 65 fylliefni
leyfð í Bretlandi á meðan aðeins
sjö eru leyfð í Bandaríkjunum.
Vilja sumir meina að þetta sé til
marks um að herða þurfi eftir-
lit með snyrtivörum og svipuð-
um efnum í Bretlandi.
Bretar tilraunarottur
snyrtivörurisa
07
.0
8-
20
07
N
át
tú
ra
n
.is
www.natturan.is
Náttúrumarkaðurinn veitir neytendum samræmdar upplýsingar um
umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi.
Í 20 deildum getur þú valið þær vörur sem skara fram úr vegna
umhverfisvæni og/eða hollustu. Þú færð vörurnar sendar heim að
dyrum, hvert á land sem er. Flutningskostnaður er jafn yfir allt landið
og reiknast um leið og þú setur vöru í körfuna. Þannig getur þú
auðveldlega fylgst með hvort hagstæðara sé að auka við pöntunina
fyrir sama verð eða ekki. Þægileg og umhverfisvæn leið til að versla!
...opið alltaf,
allsstaðar.
Náttúran.is er
náttúrumarkaður
með lífrænar og
umhverfisvottaðar
vörur...
Dreifingaraðili , S.L.I ehf. , Sími: 866 9512
Fæst hjá:
Aftur til náttúru
STERK B-BLANDA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
og kraftyoga
Allir yoga unnendur velkomnir
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is