Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 38
VISA Ísland styrkti nýlega þrívíðar merkingar við „Lauga- veginn“, göngufólki til aukins öryggis og ánægju. Þrívíðar myndamerkingar vísa nú „Laugavegsleiðina“ á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, eina af fjölförnustu gönguleiðun- um í óbyggðum Íslands. Skiltin, sem eru tíu talsins, eru byggð á loftmyndum Landmælinga sem síðan hafa verið stílfærðar af listamanninum Ómari Svavars- syni og voru þau formlega vígð nú í sumar. Ferðafélag Íslands setti upp skiltin og fékk til þess 3,5 milljónir króna styrk úr menn- ingarsjóði Greiðslumiðlunarinn- ar VISA Ísland, sem hefur frá árinu 1992 styrkt ýmis menningar- , líknar- og velferðarverkfni. Alls hafa 79 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. „Ferðafélag Íslands hefur lagt mikið af mörkum til að ferðafólk geti átt ánægjulegar og öruggar ferðir um landið. Auk þess fagnar félagið áttatíu starfsárum og okkur þótti því við hæfi að styðja þetta ferðamenningarverkefni,“ segir Höskuldur Ólafsson, for- stjóri VISA Ísland – Greiðslu- miðlunar hf. Til stóð að merkja þessa leið, en þegar Höskuldur fór á Mont Blanc ásamt Ferðafélaginu í fyrra kviknaði hugmyndin að þessum nýstárlegu skiltum. „Ferðamenning í Ölpunum og umhverfi Mont Blanc er um margt til fyrirmyndar og náttúr- an sem ósnortin þrátt fyrir mik- inn straum ferðamanna. Þar eru meðal annars þessar þrívíðu myndmerkingar og má segja að þar hafi hugmyndin að útfærsl- unni kviknað,” segir Höskuldur. Engin tvö skilti eru eins. Sá sem er staddur í Landmannalaug- um getur horft inn að Þórsmörk á skiltinu og öfugt ef hann er stadd- ur í Þórsmörk. Þar að auki sýna skiltin á leiðinni hluta af leiðinni eða alla leiðina í ýmsum hlutföll- um. Um átta þúsund manns ganga leiðina árlega og leiðin hefur að sögn Ferðafélagsins aldrei verið vinsælli. Markmiðið er að bæta aðgengi og öryggi ásamt því að stuðla að betri ferðamenningu. „Skiltin eiga þó ekki að draga úr áskoruninni sem felst í að ganga þessa leið, heldur stuðla að því að gera gönguna skemmtilega og áhugaverða,“ segir Höskuldur, sem segir jafnframt skiltin hafa fengið mjög góðar viðtökur. „Ferðafélagið og göngugarpar á Laugaveginum eru mjög ánægð með skiltin. Einnig höfum við heyrt frá sveitarstjórnarfólki á þessum slóðum og hjálparsveitar- fólki sem segir skiltin mikilvæg í öryggisskyni, enda mun léttara að átta sig á kennileitum og leið- inni sem er fram undan,“ segir Höskuldur. Þrívíður Laugavegur Opnum í dag 1. sept skautaholl.isSími 5889705 Í formi til framtí›ar Skráning er hafin í flessi vinsælu átta vikna a›halds-og lífsstílsnámskei› fyrir konur. www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T FDA Approved KILL 99,8 % GERMS* Le yft um bo rð í flu gv élu m *C om pl ie sw ith EN 15 00 Vörn gegn bakteríum, vírusum og sýklum Flensa Áblástur o.fl. Kvef Sveppasýking Meltingarsýking Fuglaflensa Blöðrubólgusýking Sótthreinsandi blautklútar Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsingasími – Mest lesið Barcelona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.