Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 80

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 80
Í Ásmundarsal við Freyju- götu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bæt- ist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamenn- irnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár,“ sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flat- armyndir með hráu og áköfu yfir- bragði þar sem líkamar liðu í rým- inu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birt- ingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um ald- amótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-lið- inu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan.“ Kjartan segist hafa látið tilleið- ast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og vegg- verk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri.“ Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Samvistum við Kjartan í Ásmund- arsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýn- ingunni í Listasafni ASÍ sýnir Hild- ur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhand- verks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafn- framt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naum- hyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýn- ingunni lýkur 23. september. Í dag er opnuð sýning á nýjum málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur í gallery Turpentine Ingólfsstræti 5. Sýningin ber yfirskriftina „Vendipunktar“ sem vísar til viðfangsefnis verk- anna og vinnuaðferðar. Aðal- heiður notar punktatækni til að kanna hreyfingu í tíma og rúmi. Iðandi form og fletir svífa um á myndfletinum í leit að nýjum leiðum. Gallerí Turpentine hefur verið starfandi um nokkurt skeið og vakið athygli áhuga- manna um myndlist en síðustu misseri hafa smærri sýningar- salir í Reykjavík látið undan síga og tveir lokað. Auk sýningarhalds selur Turpentine verk yngri og eldri myndlistarmanna. Opið þriðjudaga til föstudaga klukkan 12-18, laugardaga 12- 17. Einnig er opið eftir samkomulagi. Iðandi punktaform Opið hús í Borgarleikhúsinu 13.30 í Salnum Opið hús í Salnum sem nú fær liðstyrk Sparisjóðs Kópavogs. Vetrardagskrá kynnt og miðasala opnar. Allir velkomnir inn úr rigningunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.