Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 83

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 83
Í kvöld er frumsýning á fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi. Verkið er nýlegur skoskur farsi eftir Anthony Neilson sem kallast Lík í óskilum og er sýnt á Litla sviðinu. Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir. Verkið um lík á lausu er uppvakning á hinu gamalkunna farsaformi misskilnings og blekk- inga. Óborganlegt lögguteymi fær það hlutverk að boða eldri hjónum váleg tíðindi á aðfangadagskvöld. Áður en erindið hefur verið útskýrt að fullu kemur upp misskilningur sem erfitt reynist að leiðrétta. Fljótlega eykst misskilningurinn, fleiri persónur slást í hópinn, flækjan verður sífellt flóknari og hjartveiki eiginmannsins gerir verkefni lögreglunnar nánast ómögulegt. Löggur, lygar og lygileg atburðarás. Lík í óskilum var forsýnt í vor og hlaut frábærar viðtökur áhorfenda á hláturs- hátíðinni sem forráðamenn Leik- félagsins hafa nú efnt til í tvígang. Leikarar í sýningu kvöldsins eru Þórhallur Sigurðsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Þór Tulinius. Öll eru þau vel að sér í hinu vandmeðfarna formi. Það er nýnæmi að farsi sé settur upp á Litla sviðinu og verður spennandi að sjá hópinn í svo mikilli nálægð. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru þau Sigurvald Ívar Helga- son sem gerir hljóðmynd, Magnús Arnar Sigurðarson sem annast lýs- ingu, Sigríður Rósa Bjarnadóttir sem sér um leikgervin, Rannveig Kristjánsdóttir sníður búninga, en verkið er þýtt af Sigurði Hróars- syni. Leikmynd annast Ilmur Stef- ánsdóttir. Anthony Neilson hefur á liðnum árum vakið mikla athygli á Bretlandseyjum fyrir verk sín. Þau hafa nokkur komið hér á svið og vakti sviðsetning Benedikts Erlings- sonar í fyrra á Lísu í Sundralandi eða Ófögru veröld mikið umtal. Nýir gamanleikir sem snúast að nokkru um að skekja hið forna form hafa verið fátíðir hér á landi; þeir hafa aftur notið mikilla vinsælda sem eru sniðnir að hinu hefðbundna formi farsans, einkum þeir sem hafa farið í gegnum smiðju enskra þýðenda. Lík í óskilum og allt í vitleysu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.