Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 64

Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 64
Per Carlén kennir Guðlaugi að spila á línunni Meistaradeildin hefst að nýju í kvöld með nokkrum athyglis- verðum leikjum. Helst ber að nefna að Liverpool á erfiðan úti- leik gegn Porto, Chelsea mætir Rosenborg á heimavelli og AC Milan hefur titilvörn sína á heima- velli gegn Benfica. Fróðlegt verður að sjá hvort að Liverpool nái að hnekkja á því taki sem Porto virðist hafa á enskum liðum á heimavelli sínum, Dreka- leikvanginum, en Porto hefur ekki tapað þar í síðustu níu leikjum sínum gegn enskum liðum. Liver- pool verður án John Arne Riise, Mohamed Sissoko og Harry Kewell, en Fabio Aurelio verður í hópnum á ný eftir meiðsli. Chelsea verður að teljast sigur- stranglegt gegn Rosenborg á heimavelli sínum Stamford Bridge en José Mourinho, þjálfari Chelsea, á þó von á erfiðum leik. „Þeir eru litla liðið í riðlinum sem engin pressa er á og þess vegna verður þetta eflaust erfiður leikur fyrir okkur.“ Ekki er víst hvort Didier Drogba verði leikfær með Chelsea, en Frank Lampard verður líklega klár í slaginn á nýjan leik eftir meiðsli. AC Milan hefur titilvörn sína gegn Benfica á heimavelli sínum San Siro í kvöld og stefnir liðið væntanlega á að verða fyrst til að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð síðan keppnin hófst með núverandi sniði árið 1993. AC Milan var síðasta liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða tvö ár í röð, þegar liðið vann keppn- ina árin 1989 og 1990. Benfica, með Rui Costa fyrrverandi leikmann AC Milan innanborðs, hefur enn fremur ekki sótt gull í greipar ítalskra liða undanfarin ár og tapað í átta af síðustu níu heim- sóknum sínum til Ítalíu. AC Milan verður að öllum lík- indum án Andrea Pirlo, sem er að ná sér af meiðslum og Benfica mun eflaust sakna miðjumannsins Petit sárt, en hann verður frá keppni á næstunni vegna meiðsla. AC Milan hefur titilvörnina gegn Benfica ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð. Valur er Íslandsmeistari kvenna í þriðja sinn á fjórum árum eftir 10-0 sigur á Þór/KA í lokaleiknum. Valsliðið setti með því nýtt markamet því mörkin urðu alls 88, einu meira en liðið skoraði í fyrra. Margrét Lára skoraði þrennu í gær og bætti einnig markamet leikmanns um fjögur mörk, Vals- liðið bætti stigamet um fjögur stig og var síðan aðeins einu marki frá því að jafna metið yfir bestu markatöluna. Mörkin í leiknum voru flest af glæsilegri gerðinni en þau fallegustu skoruðu bak- verðirnir Hallbera Gísladóttir og Sif Atladóttir með þrumuskotum. Málfríður Sigurðardóttir skoraði tvö skallamörk, Katrín Jónsdóttir kom Valsliðinu á bragðið eftir átta mínútna leik og þær Vanja Stefanovic og Nína Ósk Kristins- dóttir skoruðu eitt mark hvor. „Það voru vissulega vonbrigði að detta út úr bikarnum en að vinna Íslandsmeistaratitlinn er alltaf toppurinn. Stór hluti hópsins er búinn að vera saman í fjögur ár og við erum búnar að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla,” sagði Elísa- bet Gunnarsdóttir, sem hefur þjálfað Valsliðið öll þessi fjögur ár. „Þetta er sætasti sigurinn á mínum ferli,“ segir Elísabet og bætir við: „Við erum með rosalega sterka liðsheild, er með sigurvegara í lið- inu sem kunna að vinna og svo frá- bært þjálfaralið. Við erum fjögur að vinna saman í þessu og ég hef lagt mikla áherslu á að hafa sterkt þjálfaralið í kringum hópinn sem er jafnframt stærri en hann hefur verið áður. Við höfum verið að vinna með 20 leikmenn og sam- keppnin er gríðarleg hörð bæði inn í hóp og inn í liðið. Það sést kannski best á því að Nína Ósk Kristinsdóttir sem var að berjast um bronsskóinn er búin að vera út úr liði,“ segir Elísabet, sem veit hver var mikilvægasti tíma- punkturinn fyrir Valsliðið í sumar. „Ósigurinn á móti Breiðabliki var vendipunkturinn á okkar tíma- bili. Ég var hræðileg í öllum undir- búningi fyrir þann leik og mig var farið að skorta hungur og gleði og það smitaðist út til leikmannana. Við komust að sameiginlegri niður- stöðu þá að það væri tími til að gera eitthvað í hlutunum og eftir þann góða fund þá höfum við spilað frábærlega,“ sagði Elísabet en frá þessu bikartapi í átta liða úrslitum 12. júlí hafa Valsstelp- urnar unnið tólf leiki í röð í deild og Evrópukeppni með markatöl- unni 75-5. Margrét Lára Viðarsdóttir bætti þremur mörkum við markamet sitt í gær auk þess að leggja upp þrjú til viðbótar. Hún endaði sumarið með 38 mörk í 16 leikjum og hefur þar með skorað 179 mörk í 86 leikjum fyrir Val í öllum keppnum á síðustu þremur sumrum. Elísabet Gunnarsdóttir hefur gert Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum á síðustu fjórum árum en segir titilinn sem liðið vann í gær þann sætasta. Margrét Lára bætti þremur mörkum við markametið sitt. „Ég er himinlifandi með sumarið, fyrir utan bikarleikinn á móti Breiðabliki kannski, en ég held að hann hafi hjálpað okkur til þess að verða hungraðri fyrir deildartitlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir sigur Vals í gær en hún er óviss um fram- haldið. „Ég sagði í fyrra að ég væri búin að spila síðasta tímabilið með Val, þannig að ég held að það sé best að segja sem minnst um það núna. Næsta verkefni er Evrópu- keppnin með Val og við erum í riðli með sterkum liðum, en ef við ætlum að verða Evrópumeistarar verðum við að vinna sterk lið, þannig að þetta er mikil áskorun,“ sagði Margrét. Óvíst með framhaldið Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslands- meistara Vals í fótbolta, telur möguleika Valsstúlkna ágæta í Evrópukeppni kvenna. „Við förum í alla leiki til þess að ná í þrjú stig og við sjáum til hversu langt það skilar okkur, en að mínu mati er allt opið í þessum riðli.“ Valsstúlkur leika í milliriðli í Evrópukeppninni sem fram fer í Belgíu dagana 11.-16. október næstkomandi. Allt opið í Evr- ópukeppninni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.