Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 38
 20. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið nýir bílar Toyota Prius Hybrid er þró- aður í samræmi við bylting- arkennda tækni sem kallast Hybrid Synergy Drive og segir Kristinn J. Einarsson, sölustjóri Toyota í Kópavogi, bílinn með þeim umhverfisvænni á mark- aðnum í dag. „Hybrid Synergy Drive er sam- setning rafmótors og bensínvél- ar sem skilar miklu afli, framúr- skarandi eldsneytiseyðslu sem er um 4,3 lítrar á hverja hundr- að kílómetra og lágri mengun í út- blæstri sem er á við litla borgar- bíla,“ segir Kristinn J. Einarsson, sölustjóri Toyota, og bætir því við að Prius sé með umhverfisvæn- ustu bílum á markaðinum í dag. „Það þarf aldrei að hlaða raf- geyminn því hemlakerfið fangar hreyfiorkuna sem verður til þegar hemlað er og breytir henni í raf- orku sem er geymd í háspennu- rafgeyminum. Þetta er nýjung sem er hugsuð fyrir þá sem hafa ánægju af akstri en vilja um leið hafa sem minnst áhrif á umhverf- ið,“ segir Kristinn og tekur fram að bíllinn sé mjög samkeppnis- hæfur í verði miðað við þennan flokk af bílum og kosti 2.699.000 krónur í dag. Kristinn segir viðbrögð neyt- enda við þessari tækni víðs vegar um heiminn ekki hafa látið á sér standa. „Nú þegar hefur yfir ein milljón Prius-bíla verið seld í heiminum enda er Toyota í farar- broddi í heiminum í þróun á þessu Hybrid-kerfi.“ Þá segir Kristinn að ökumaður- inn finni ekkert fyrir því að Prius Hybrid sé rafmagnsbíll fyrir utan það að hann drepi á bensínmót- ornum þegar bíllinn stoppar til dæmis á ljósum til þess að spara eldsneyti og sé þar með umhverf- isvænni. „Svo er hann fyllilega sam- keppnishæfur í öryggi því hann er með ABS-bremsukerfi, EBD- hemlajöfnunarkerfi, stöðugleika- stýringu og fleira þannig að bíll- inn er vel búinn auk þess sem hann lítur mjög vel út,“ segir Kristinn og bætir því við að þrátt fyrir að menga eins og lítill borgarbíll þá sé hann samt á stærð við Avensis. „Hann rúmar vel fimm farþega og farangur.“ sigridurh@frettabladid.is Öruggur og umhverfisvænn RAFKNÚIN SPORTKERRA Tesla-sportbíllinn er aðeins fimm sek- úndur að ná 100 km hraða á klukku- stund. Þetta væri kannski ekki í frá- sögur færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að bíllinn er rafdrifinn. Flestir tengja rafmagnsbíla við frekar máttlitla, smáa og oft á tíðum furðulega lagaða bíla. Eigendur Tesla Motors eru ekki sammála því og smíðuðu því sportbíl sem byggður er á breska sportbílnum Lotus. Vélin er 248 hestafla rafmótor, liþíum-jóna rafgeymar bílsins eru um 500 kíló að þyngd og bíllinn kemst um 375 km á hleðslunni. Hámarkshraði bílsins er 220 km á klukkustund. Tesla-bílinn er ekki hægt að kaupa úti í búð enda er hver bíll smíðaður eftir pöntun eins og oft er með dýrari bíla. Bíllinn virðist vinsæll hjá fræga fólkinu en meðal þeirra sem fá fyrstu sportbílana afhenta eru þeir Arnold Schwarzenegger og George Clooney. Þeir þurfa að punga út um 100 þúsund dollurum fyrir glæsikerruna. Tesla roadster rafmagnsbíll Grænt og umhverfisvænt er yfirskrift bílasýningarinnar sem fram fer í Frankfurt þessa dag- ana. Þetta er í 62. skipti sem sýn- ingin er haldin og því orðin fast- ur liður í kynningarstarfsemi bíla- framleiðenda. Hugmyndabílarnir vekja ávallt verðskuldaða athygli á slíkum sýn- ingum og svo er einnig nú. Tvinn- bílar og rafmagnsbílar eru áber- andi meðal hugmyndabílanna og greinilegt að stefnan í bílabrans- anum er að huga að umhverfinu í framtíðinni. Bensínhákar og glæsibílar eru þó einnig meðal þeirra bíla sem sýndir eru svo af nógu er að taka fyrir alla. Umhverfið í hávegum á bílasýningu í Frankfurt Mercedes-Benz F 700 hugmyndabíllinn: Meðal hugmyndabíla í Frankfurt er BMW X6 ActiveHybrid tvinnbíllinn. Prius Hybrid er að sögn Toyota-umboðsins með þeim umhverfisvænni á markaðinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.