Alþýðublaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 2
ALffÐUBL&ÐtÐ Ellistyrktarsjóður Rvikur. Umsóknum um atyrk úr Ellistyrktarsjóði Reykjavikur skal skilað á skrifstofu borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. Eyðublöð undir umsóknir fást hji fitækrafulltrúunum, prestunum og á skrif- stofu borgarstjóra. Borgarstjórinn i Reykjavík, 5. sept. 1922, K. Zimsen. og vér getum bygt til viðbótar, verða einbýlis- og tvibýlisstofur í nýja húiinu. Heimilsiólkinu verður ætluð stór og sólrik dagitofa og reynt að sjá um að húuúmið verði nægi legt til þess að fólkið geti stund að þi handavinnu, sem þvi er tömust áður. Vér getum tekið 15—20 gam aimenni i þetta hús og verði að- sóknin meiti, verður reynt að Iáta mestu einstæðingana sitja fyrir, ef þeir sækja i tíroa um að kom ast á heimilið. Meðlagsupphæðina höfum vér ekki ákveðið enn, einkum meðan vér viturn ekkert um hvað mikið vrður gefið af vetrarforða og inn- anstokksmunum. Starfsfólk, ráðskona og tvær vinnukonur, er sömuleiðis óráðið, enda voru ekki húsakaupin full ráðin fyr en i dsg. — En vel er oss það ljóst að þar verður vand- inn mestur, svo að heimilið verði ánægjulegt. Auðvitað er það veglyndi og traust bæjarbúa, sem veitt. hefir oss áræði til þessara framkvæmda. Hafa þegar 30 menn skrifað sig fyrir kr. 6000,00 samtals, auk kr. 350.00 sem farþegar á Guilfossi gáfu, en (jölmargir hafa heitið styrk i haust, þótt þeir séu ekki búnir að ákveða hvað gjöfin verði stór. Erum vér þess fullvissir, að þær gjafir verði orðnar svo miklar fyrir þ. 20. þ. m , að vér getum þá, samkvæmt loforði, greitt bæði fyrstu afborgun af húseigninni og látið gera þær breytingar á húsinu sem nauðsynlegar eru til þess að geta tekið gamla fólkið i haust. Vér erum ekki nú að skrifa venjulegt þakkarávarp, en geta má nærri, hvort oss þyki ekki vænt um, að margir væru milli göngumenn i þessu máli, og ætlun vor er, að aðbúðin á heimilinu verði þannig, að bleisunarósk heimilisfólksins fylgi ity/ktarmönn unum, bæði þelm sem gefa fimm krónur og hinum sem gefa fimm hundruð krónur eða meira, og honum sfst gleymt, sem bæði hefir gefið sjálfur stærstu gjöfina og safnað hinu öllu alveg endurgjalds lauit, Undir eins og starfsfólk er ráðið og meðlag ákveðið, látum vér til vor heyra að nýju, Reykjavik 4 september 1922 S. Á. Gíslason, Flosi Sigurðsson, Júlíus Árnason, Páll Jónsson, Haraldur Sigurðsson. Dýragarður. Drepið var á hér i biaðlnu um dáginn, að nokkra menn langaði til þess að koma fcér upp dýra garði, og skal nú skýrt nánar frá því. Eiginlegir dýragarðar eru ekki nema i stórum borgum eriendis, en i fjölda borgum eru dýr höfð i skemtigörðum, t. d. þannig að gryfjur eru gerðar, sem birnir og önnur rándý'r eru (, tjarnir haíðar fyrir sundfugla og vfrnet reft yf ir, o. s. frv. Þeir sem hafa verið að hugsa um dýragatð hér, hafa ekki látið sér detta i hug neinn fuilkominn garð, eða ekki einu sinni sð þeir vildu reyna að koma upp sem fullkomnum dýragarði, heldur vilja þeir þveit á móti reyna að koma upp sem ófuli- komnustum dýragarði, en koma honum upp sem fyrst Hinn frægi dýragarður Hagen- becks, í Stellingen nálægt Ham- borg, byrjaði ( garði milii húsa í Hamborg, og voru þar aðeini ör- fá dýr. Þó dýragarður Reykja - vfkur verði nú aldrei eins stór og Stellingengarðurinnn, þá er nú víst að íslendingar eru svo elskir að dýrum, að sá tími kemur, að hér verður myndarlegur dýragarð- ur, og mjór getur elns verið mik- ils visir hér, sem ( Hamborg. Bezt væri þó ef hægt væri að fá til bráðabirgða rúmgott bil milli húsa (port) sem værl afgirt með háu bárujárni, og koma þar fyrir dýragarðicum. Tii þess að annast dýrin, væri bezt að fá, ef hægt væri, einhvern gamlan mann sem væri dýravinur, og ákjósan- legast ef það væri maður, sem hættur væri að vinna, en gæti þó sjálfur séð sér farborða að mestu. Þó skiftir það enganveg- öllu, hvorki, að hægt verði að koma dýrunum fyrir svona milli húsa, eini og nefnt var hér, né heldur að fáist ókeypis maður til þess að hirða þau, þó hvorttveggja virðist heppilegt, meðan málið er á byrjunarstigi Að sumu leyti væri heppilegt að dýragarðurinn væri frá upp- htfi þar, sem nóg rúm er til þess að stækka hann i framtfðinni, og ýmislegur útbúnaður er þannig, að hann verður ekki fluttur þó dýr- in væru flutt Væri garðurinn ekki stofnaður af aitof miklum vanefn- um, ætti til dæmis frá upphafi að vera ( honutn tjörn fyrlr sund- íugia. Mætti hún vera nokkuð stór, en þyrfti alls eigi að vera múruð, né heldur vfrneti reft yf- frekar hér, en ( dýragörðum er- lendis. Mætti þar hafa ( ailar andategundir, gæsir, skarfa, lóma, himbrima, svartíugl og fi. Og mundi mörgum þykja gaman að koma að þeirri tjörn. önnur tjörn þyrfti að vera fyr— ir seli, en hún þyrfti ekki að vera stór, en aftur á móti væri nauð- syniegt að hún váhri múruð upp. Erlendis er viðasthvar nokkuð dýrt að halda seli, þvi fiskur er þar dýr, en hér ætti altaf að vera hægt að ná l nógan fisk, sem selirnir ætu með góðri lyst, þó það væri ekki altaf mannamatur. Nokkur útlend dýr þyrftu að vera í garðinn, t. d. væri ómiss- andi að hafa nokkra apa, enda

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.