Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 2
 Þingmenn Samfylkingar- innar vilja að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur hér á landi, og hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar um að ríkisstjórn verði falið að undirbúa lögfestinguna. Lögfesta þarf samning- inn ef hann á að hafa bein réttaráhrif hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ágúst Ólafi Ágústssyni, varafor- manni Samfylkingarinnar. Við lögfestingu fengi sáttmálinn aukið vægi þannig að stjórnvöld og dómstólar yrðu að taka mið af honum. Í barnasáttmálanum er meðal annars kveðið á um það að aðskilja beri unga fanga frá fullorðnum föngum, en það er ekki gert hér á landi. Alþingi lögfesti barnasáttmála Tveir Litháar sem handteknir voru síðdegis í fyrra- dag voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku, grunaðir um aðild að skipulögðum búðaþjófnaði í Reykjavík. Alls sitja nú níu Lithá- ar í varðhaldi vegna málsins. Þá voru fjórir úrskurðaðir í farbann í gær en einum var sleppt. Lögreglan fann mikið magn af þýfi í tveimur húsleitum á þriðju- dagskvöld og í fyrradag og öllu minna af sama tagi í þeirri þriðju í gær. Um er að ræða fatnað – mest- megnis dýrar úlpur úr 66°Norður – snyrtivörur og tölvu- og tækni- búnað. Í húsleit í Fellsmúla á mið- vikudagsmorgun fannst auk þýfis hálf milljón króna í reiðufé. Ekki er talið að mennirnir hafi staðið í innbrotum heldur hafi eingöngu hnuplað vörunum úr verslunum. Einn mannanna sem nú situr í varðhaldi átti pantað flugfar til Litháen í gær og leikur grunur á að hann hafi ætlað með þýfið með sér til að selja það í heimalandinu. Ein- hverjir mannanna hafa komið við sögu lögreglu hér á landi og erlend- is og sumir hlotið dóma fyrir auðg- unarbrot. Yfirheyrslur eru hafnar en Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn vill ekkert gefa upp um framburð mann- anna. Níu Litháar í gæsluvarðhaldi Friðrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Eskimos, segir eiganda ferðaskrif- stofunnar Atlantik misnota nafn hagsmunasamtakanna Cruise Ice- land í þágu Atlantik. Samtökin Cruise Iceland voru stofnuð fyrir nokkrum árum af ýmsum aðilum sem tengjast komu skemmtiferðaskipa til Íslands. Á netinu halda samtökin úti kynning- arsíðunni cruiseiceland.com. Ferðaskrifstofan Atlantik keypti hins vegar lénið cruiseiceland.is í maí á þessu ári og tengjast menn heimasíðu Atlantik þegar það er slegið inn. Á fundi stjórnar Cruise Iceland 18. september síðastliðinn sagðist Ársæll Harðarson, fulltrúi Ferða- málastofu, vilja koma því á fram- færi við fundarmenn að svo virtist sem lénið www.cruiseiceland.is væri í eigu Atlantik. Um það var síðan bókað: „Fundarmenn almennt sammála um að lénið eigi að vera í eigu Cruise Iceland og vildu að þeim skilaboðum yrði komið til Atl- antik.“ Gunnar Rafn Birgisson, eigandi og framkvæmdastjóri Atlantik, sem sat reyndar umræddan stjórn- arfund, segir ekkert athugavert við það að Atlantik nýti sér nafnið Cruise Iceland til að vísa inn á heimasíðu fyrirtækisins. Og Gunn- ar hafnar því algerlega að Atlantik sé að misnota nafn hagsmunasam- takanna. Að sögn Gunnars er skiljanlegt að einhverjum sem er í samkeppni við Atlantik finnist að fyrirtækið ætti ekki að nota umrætt lén. „En lénið var laust og við töldum okkur heimilt að nota það. Reyndar gagn- ast þetta alls ekki okkur einum heldur líka mörgum öðrum fyrir- tækjum í þessum geira,“ segir Gunnar Rafn. Friðrik Bjarnason er ósáttur við að ekki skuli tekið fastar á málinu innan Cruise Iceland. „Þetta er náttúrlega eins mikil linkind og hægt er að hafa hana,“ segir Frið- rik sem telur að í stað þess að „koma málinu á framfæri“ við Atl- antik hefði stjórnin átt að „krefj- ast“ þess að Gunnar, sem sat með þeim við borðið, skilaði léninu með is-endingunni til samtakanna. „Í eðlilegum regnhlífarsamtök- um fyrir hagsmunaaðila fá menn, sem sitja í stjórn og eiga að gæta hagsmuna allra meðlima, harða áminningu eða er jafnvel vikið úr stjórninni ef þeir sýna það dóm- greindarleysi að misnota nafn sam- takanna fyrir sjálfa sig,“ segir Friðrik Bjarnason. Ferðafrömuður sagður misnota nafn samtaka Gunnar Rafn Birgisson, eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik, er sagður misnota nafn hagsmunasamtakanna Cruise Iceland í þágu eigin fyrirtækis. Gunnar neitar því og hefur ekki orðið við kröfum um að afhenda lénið cruiseiceland.is. Hæstiréttur dæmdi í gær fyrrverandi ritstjóra DV, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, til að greiða Jónínu Bene- diktsdóttur hálfa milljón króna fyrir að brjóta gegn einkalífi hennar með því að birta upplýsing- ar úr persónulegum tölvupósti hennar til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Þá var þeim gert að greiða 150 þúsund króna sekt hvor í ríkissjóð, en sæti ella fangelsi í tólf daga. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fréttaflutningur DV, sem meðal annars birtist undir fyrirsögninni „Samband þeirra var af allt öðrum toga en haldið var“, hefði ekki átt erindi við almenning, og bryti því gegn lögum. Ritstjórar brutu gegn Jónínu Kópavogsbær unir því ekki ef Kynnisferðir halda eftir 658 þúsund krónum af fasteignagjöld- um til bæjarins. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kynnisferða sagðist í Fréttablaðinu í gær mynu halda upphæðinni eftir ef Kópavogsbær greiði hana ekki fyrirtækinu vegna kostnaðar við þrif eftir mikla rykmengun frá landfyllingu. „Menn verða að borga fasteignagjöldin. Geri þeir það ekki fer málið einfaldlega í venjulegt innheimtuferli,“ segir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi hjá Kópavogsbæ. Bæjarráð hefur hafnað kröfu Kynnisferða. Þór segir að í dag verði sent svar þess efnis frá lögfræðingi tæknisviðs bæjarins. Verða að borga fasteignagjöld Snjóframleiðslukerfið í Hlíðarfjalli á Akureyri fór 32 milljónir yfir áætlun og kostaði á endanum 138 milljónir króna. Íþróttaráð Akureyrar vill að Vetraríþróttamiðstöð Íslands borgi viðbótarkostnaðinn og þannig verkefnið í heild. „Viðlíka verk hefur ekki verið unnið áður hérlendis og því um nokkurs konar frumherjaverk að ræða, auk þess sem ýmsar erfiðar aðstæður gerðu alla framkvæmdina erfiðari en gert var ráð fyrir,“ segir íþróttaráðið sem telur snjóframleiðslukerfið hafa sannað sig. Fór 32 milljónir fram úr áætlun Íslensk stjórnvöld báðu ríkisstjórn Srí Lanka afsökunar í gær eftir að Bjarni Vest- mann, sendifulltrúi utanríkisráðuneytisins, átti fund með yfirmanni frelsissamtaka tamíla, tamíltígranna, þar í landi. Bjarni var kallaður heim samstundis og kemur til Íslands í dag. Fundur Bjarna og S.P. Tamilselvan, yfirmanns stjórnmáladeildar samtakanna, var haldinn án heimildar utanríkisráðuneytisins í Srí Lanka, samkvæmt tilkynningu frá hernum í Srí Lanka. Utanríkisráðherra Srí Lanka ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í fyrrakvöld og mótmælti heimsókninni harðlega, segir Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins. „Það var ekki á dagskrá hjá Bjarna að hitta þennan mann, en það gerðist meðan hann var á ferð með eftirlitssveitunum þar í landi,“ segir Gréta. „Það var mjög óheppilegt, en málinu er lokið af hálfu utanríkisráðuneytisins.“ Hún segir að komið hafi til greina að tilnefna Bjarna í stöðu hjá eftirlitssveitunum í landinu. Því hafi hann farið til að kynna sér starfsemi og vinnuaðstæður. Aðspurð hvort málið hafi áhrif á tilnefningu Bjarna svarar hún játandi. „Þessar aðstæður gera það að verkum að það verður ekki hægt.“ Hitti tamíltígur án leyfis Baldvin, ætlið þið að halda mörg bjórkvöld?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.