Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 4
50% afsláttur af þurrkublöðum með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Til tals hefur komið meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að skipta um fulltrúa flokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna hug- myndafræðilegs ágreinings um hlutverk og stefnu Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Þetta gerist í kjölfar þess að dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest, sameinaðist Geysi Green Energy undir formerkjum hins fyrr- nefnda síðastliðinn miðvikudag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri situr í stjórn OR fyrir hönd borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins. „Vantraust? Ég vil ekkert tjá mig um það á þess- ari stundu,“ sagði einn borgar- fulltrúi flokksins við Fréttablaðið í gær aðspurður hvort skipti á fulltrúa flokksins í stjórn OR væri ekki vantraustsyfirlýsing á borgarstjóra. Enginn borgarfulltrúa flokksins var tilbúinn til þess að tjá sig um ágreininginn innan borgarstjórn- armeirihlutans undir nafni en for- maður borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins, Gísli Marteinn Baldursson, sagði málið vera enn til umræðu hjá borgarfulltrúum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru borgarfulltrúarnir allir „alfarið á móti“ því að OR tæki svo veigamikinn þátt í áhættufjárfestingarverkefnum REI á erlendum vettvangi. „Þetta fer gegn grundvallarhugmyndum Sjálfstæðisflokksins um að opin- ber fyrirtæki eigi ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum á einkamarkaði. Það er alveg sama hvort um er að ræða Línu.net eða REI. Þetta [starfsemi REI] er flottur „buisness“ sem hið opin- bera á ekkert að koma nálægt,“ sagði einn borgarfulltrúi flokks- ins. Innan borgarstjórnarmeirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks var deilt um hversu brátt sameiningin bar að og hvers vegna sameiningaráformin voru ekki kynnt borgarfulltrúum betur. Höfðu sumir á orði að borgarfull- trúarnir hefðu í raun „staðið frammi fyrir orðnum hlut“. Borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og formaður borgar- ráðs, Björn Ingi Hrafnsson, lýsti því yfir að hann styddi samein- ingu REI og GGE eindregið. Hún væri nauðsynlegt skref á þeirri vegferð að nýta sem best tæki- færi fyrir sérþekkingu OR sem bjóðast á erlendri grundu. Einangraður í eigin flokki Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks deila á borgarstjóra fyrir framgöngu hans í aðdraganda sameiningar Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Til tals hefur komið að skipta um fulltrúa í Orkuveitunni. Norska lögreglan hefur birt nítján manns ákæru fyrir meinta aðild að eiturlyfjahring, að því er greint var frá í fréttatilkynningu í gær. Sextán sakborninganna nítján eru Norðmenn, einn Finni, einn Svíi og einn Dani. Fimm þeirra kváðu vera konur. Þeir eru grunaðir um að hafa rekið eiturlyfjasölu í Ósló, Bergen og Tromsö og dreift að minnsta kosti sex kílóum af amfetamíni. Einn sakborninga „er meðlimum Hell‘s Angels- mótorhjólagengisins í Tromsö,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögregla ákær- ir nítján manns Dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna gaf í febrúar árið 2005 út leynilegt álit, þar sem heimild er veitt til þess að beita grunaða hryðjuverkamenn harka- legum yfirheyrsluaðferðum sem mannréttindasamtök segja vera pyntingar. Þetta fullyrðir banda- ríska dagblaðið New York Times og byggir frétt sína á viðtölum við á þriðja tug fyrrverandi og núver- andi embættismanna. „Þetta land stundar ekki pynt- ingar,“ sagði Diana Perino, fjöl- miðlafulltrúi Hvíta hússins, og hafnaði alfarið þessum frétta- flutningi. „Það er stefna Banda- ríkjanna að við stundum ekki pyntingar, og það gerum við ekki.“ Samkvæmt New York Times samþykkti Alberto Gonzales, þáverandi dómsmálaráðherra, minnisblaðið, þar sem heimilaðar eru sársaukafullar yfirheyrsluað- ferðir. James B. Gomey aðstoðar- dómsmálaráðherra, sem var að hætta í embætti, mótmælti þessu harðlega og sagði félögum sínum í ráðuneytinu að þeir myndu allir skammast sín þegar um þetta minn- isblað myndi vitnast á endanum. Nokkru seinna þetta sama ár samþykkti dómsmálaráðuneytið annað minnisblað, þar sem ráðu- neytið segist líta svo á að harka- legar yfirheyrsluaðferðir sem leyniþjónustan CIA hafði beitt brjóti ekki í bága við nýtt lagaá- kvæði. Sagt hafa heimilað pyntingar „Það eru bara skiptar skoðanir um þetta, eins og gengur og gerist í góðum hjónaböndum. Mér finnst bara gott að menn tjái sínar skoðanir og við erum ákveðin í að taka umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Spurður hvort rétt sé að hann standi einn á móti öllum svarar hann: „Nei, nei. Heldur þú að ég hefði þá fengið umboð til að ganga frá þessu? Ég er ekki svo valdamikill!“ Hann vill þó ekki tjá sig um hverjir eru honum sammála og hverjir ekki. „Um þetta mál fóru fram mjög hreinskiptar og hollar umræður og ég tel að þær hafi verið mjög ágætar og við munum halda áfram þeim umræðum og marka okkur skýra stefnu um hvort Orkuveitan eigi að hverfa alveg út úr útrásarverkefnum. En það er þá töluverð hætta á að við missum töluverðan mannauð frá fyrirtækinu, ekki bara útrás heldur líka í stjórnun og orkumál- um innanlands.“ Vilhjálmur er sannfærður um að sameinað fyrirtæki verði Reykvíkingum til góða og minnir á að í áttundu grein um OR segi að innan fyrirtækisins skuli vera deild sem sinni nýsköpun og markaðsstarfi erlendis. Ákveðin í að taka umræðuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.