Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 8
Leiðtogar Norð- ur- og Suður-Kóreu luku þriggja daga leiðtogafundi sínum með loforði um að gera friðarsam- komulag milli ríkjanna, sem formlega hafa átt í stríði í meira en hálfa öld. Þeir Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrit- uðu sameiginlega yfirlýsingu í átta liðum, þar sem meðal annars kemur fram að ríkin tvö muni „starfa náið saman að því að ljúka hernaðarillindum, tryggja frið og draga úr spennu á Kóreu- skaga“. Friðarsamkomulagið á að koma í staðinn fyrir vopnahléssamn- ing, sem gerður var árið 1953 í lok Kóreustríðsins. Suður-Kórea undirritaði þó aldrei þann samn- ing, en auk Norður-Kóreu stóðu Bandaríkin og Kína að honum. Reiknað er með að leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu muni nú leita eftir samvinnu við Banda- ríkin og Kína um gerð endanlegs friðarsamnings. Einnig hétu leiðtogarnir því að efla samvinnu ríkjanna á ýmsum sviðum. Daginn áður höfðu fulltrúar Norður-Kóreu, á fundi í Kína með fulltrúum Bandaríkjanna og fjög- urra annarra ríkja, fallist á að falla frá öllum kjarnorkuáform- um fyrir árslok og gera eina kjarnaofn landsins óstarfhæfan. Í síðasta mánuði sagðist George W. Bush Bandaríkjaforseti fús til þess að standa að gerð varanlegs friðarsamkomulags við Norður- Kóreu, en þó aðeins ef Norður- Kóreumenn hafa fyrst hætt við öll sín kjarnorkuáform. Í yfirlýsingu leiðtoganna í gær var aðeins í einni setningu minnst á kjarnorkumálin, þar sem þeir hétu því að „vinna saman að því að tryggja snurðulausa framkvæmd“ fyrri samninga ríkjanna sex um „lausn á kjarnorkumálum á Kór- euskaga.“ Sættir í Kóreu Norður- og Suður-Kórea hafa heitið því að gera friðarsamning með aðild Bandaríkjanna og Kína eftir að hafa formlega átt í stríði í meira en hálfa öld. Samvinna ríkjanna verður einnig efld. Hafrannsókna- stofnun hóf stofnmælingu botnfiska að haustlagi í tólfta skipti hinn 1. október. Um er að ræða eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni stofnunarinnar, þar sem togað er á 380 stöðvum. Rannsóknasvæðið miðast við landgrunn Íslands, allt niður á 1.500 metra dýpi og er markmið rannsóknarinnar að meta stærð helstu fiskistofna við landið. Stærð fisk- stofna metin „Það hafa margir beðið eftir þessu, en um 9.000 manns hafa verið greind- ir með krabbamein einhvern tímann á ævinni á Íslandi,“ segir Ragnheiður Alfreðs- dóttir, hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan verður formlega opnuð á morgun milli klukkan eitt og fjögur í Skógarhlíð 8. Ragnheiður hvetur krabba- meinssjúka og aðstandendur þeirra til að koma og kynna sér aðstöðuna og stuðnings- hópana sem þar verða. Meginmarkmið þjónustunnar segir Ragnheiður vera að finna lausnir og varða veginn sem framundan er við breyttar aðstæður, veita upplýsingar, ráðgjöf, andlegan og félagslegan stuðning. Fyrirmyndina segir hún komna frá skoskri konu. „Þegar hún greindist með brjóstakrabbamein fann hún fyrir ríkri þörf krabbameinssjúkra og aðstandenda fyrir ráðgjöf og félagslegan stuðning. Til að koma til móts við þá þörf kom hún sjálf á fót ráðgjafarþjónustu. Hugmynd hennar hefur svo verið notuð víðs vegar um Bretland og nú á Íslandi,“ segir Ragnheiður. Í ráðgjafarþjónustunni á fólk að geta leitað aðstoðar hjá hjúkrunar- og félags- fræðingi auk annarra sérfræðinga sem tengjast endurhæfingu krabbameinssjúk- linga og aðstandenda þeirra. Hugmyndina að aðstöðunni segir Ragnheiður lengi hafa verið í deiglunni, með söfnunarfé og framlögum hafi nú tekist að koma henni á laggirnar. Meirihluti fisk- vinnslufólks á norðanverðum Vestfjörðum óttast að fá ekki vinnu í heimabyggð verði því sagt upp störfum. Þetta kemur fram í rannsókn sem Fjölmenn- ingarsetrið á Ísafirði vann í sam- vinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands á meðal fisk- vinnslufólks á Suðureyri, Bol- ungarvík, Hnífsdal, Þingeyri, Flateyri og Súðavík. Kristín Erla Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Félagsvísinda- stofnun, segir fiskvinnslufólkið ekki hafa áhyggjur af að fá ekki vinnu, enda sé atvinnuástand gott víðast hvar á landinu. „En það var sláandi að sjá hversu margir höfðu áhyggjur af því að fá ekki vinnu í heimabyggð. Í ljós kom að konur höfðu sérstaklega miklar áhyggjur af þessu.“ Spurningalisti var lagður fyrir Íslendinga jafnt sem innflytjend- ur, sem voru 60 prósent þeirra sem svöruðu af 150 manna úrtaki. Kristín segir einnig athyglisvert að hreyfanleiki aðfluttra sé minni í þessari könnun en öðrum sam- bærilegum sem gerðar hafa verið. Alls 50 prósent innflytj- enda hafa búið hérlendis skemur en í þrjú ár sem skýrir að helm- ingur þeirra talar ekki annað tungumál en móðurmál sitt. Fjórðungur innflytjenda flutti til landsins með það í huga að setj- ast hér að. Starfsöryggi ógnað Hvaða íslenski leikari tekur að sér hlutverk Trölla í söngleik á Broadway? Hver er elsti markakóng- urinn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu? Hvað fékk Pálmi Gestsson leikari í fimmtugsafmælisgjöf frá eiginkonu sinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.