Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 11
Kannanir á meðal grunnskólanemenda í 10. bekk hér á landi benda til þess að vímuefna- neysla þessa hóps fari minnkandi. Neysla ungmenna í grunnskóla hefur þó ekkert forspárgildi fyrir það hversu margir eiga við alvarleg vandamál að stríða vegna áfengis- og vímuefnaneyslu síðar á lífsleið- inni. Þetta var meðal þess sem fjall- að var um á lokadegi þriggja daga afmælisráðstefnu SÁÁ, sem lauk í fyrradag. Rafn M. Jónsson, sviðsstjóri á Lýðheilsustofnun, fjallaði um kann- anir á neyslu grunnskólabarna á Íslandi og kom fram í máli hans að síðan 1995 er vel merkjanlegt að neysla áfengis- og vímuefna auk tóbaks hefur minnkað umtalsvert. Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa orðið drukknir um ævina var til dæmis 42 prósent í könnun sem gerð var 2007 en var rúm 64 pró- sent árið 1995. Engar breytingar hafa orðið hjá þeim sem reykja hass að staðaldri, um 3,5 prósent þeirra sem eru í lokabekk grunnskóla. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, sýndi fram á að tölfræði sjúkrahússins sannaði að neyslutöl- ur hefðu ekki forspárgildi en sýndu að gott forvarnastarf er unnið á grunnskólastiginu. Sagði hann gíf- urlegt magn gagna um neyslu ung- menna liggja fyrir en fjármagn skorti frá hinu opinbera til að greina þær upplýsingar svo yfirvöld og meðferðaraðilar gætu greint hver staðan raunverulega er í neyslu barna og unglinga hér á landi. Hafa ekkert forspárgildi Landssöfnun Kiwanis- hreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra hófst í gærmorgun á því að Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra var afhentur fyrsti K-lykillinn. Kjörorð söfnunarinnar eru Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheil- brigðisdaginn 10. október. Ágóði landssöfnunarinnar að þessu sinni rennur til Geðhjálp- ar, Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Forma, samtaka átröskunarsjúklinga. Söfnunin stendur til 7. október. Safna til styrkt- ar geðsjúkum Jiangxi-tækniháskól- inn frá Kína hefur staðfest samkomulag við íslenska ráðgjafarfyrirtækið Arctus um gerð alþjóðlegs kennsluefnis á sviði málmfræða. Háskólinn hefur einnig staðfest áhuga sinn á að taka þátt í stofnun og rekstri alþjóðlegrar deildar í málmfræð- um í fyrirhuguðum Áltæknigarði við Þorlákshöfn. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Arctus er Jiangxi- háskólinn einn virtasti háskóli Kína á sviði málmfræða. Arctus mun á næstunni óska eftir samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Í samstarf við kínverskan skóla Bæjarstjórn Garðabæjar vill að áður en skipulag fyrir svokallað Glað- heimasvæði verður lagt fram til samþykktar hafi Kópavogsbær lagt fram áætlun varðandi samgöngur. Í áætluninni verði gerð grein fyrir hvernig sam- ræma megi framkvæmdir á Glaðheimasvæðinu við uppbygg- ingu umferðamannvirkja þannig að ekki myndist umferðaröng- þveiti til lengri eða skemmri tíma og umsögn Vegagerðar um tillöguna og áhrif hennar á uppbyggingu vegakerfisins. Fyrir dyrum stendur almenn kynning á Glaðheimaverkefninu. Vilja áætlun um Glaðheima Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti, flokkur Kaczynski- tvíburanna sem eru forseti og forsætisráðherra Póllands, mælist nú með meira fylgi en höfuðkeppi- nauturinn, hinn frjálslyndi Borgaravettvangur sem Donald Tusk fer fyrir. Aðeins þrjár vikur eru nú til þingkosninga sem til var boðað eftir að slitnaði upp úr tæplega ársgömlu stjórnarsam- starfi Laga og réttlætis við tvo jaðarflokka. Í könnun sem niðurstöður voru birtar úr í dagblaðinu Gazeta Wyborcza í gær mælist fylgi Laga og réttlætis 36 prósent, sem er fimm prósenta aukning frá í fyrri viku, en Borgaravettvangur með 31 prósent, sem er fimm prósentu- stigum minna en fyrir viku. Fylgi stjórnar- flokksins vex Skilafrestur rennur út 10. október. Í tilefni af 75 ára afmæli SPRON er efnt til teikni- og myndlistar- samkeppni um bestu myndina af Esjunni. Keppt er í fjórum aldurshópum: 0-5 ára, 6-11 ára,12-15 ára,16 ára og eldri. Dómnefnd er skipuð listamönnunum Daða Guðbjörnssyni og Maríu Sif Daníelsdóttur ásamt fulltrúa frá SPRON. Þau munu velja 3 bestu verkin í hverjum flokki. Verk vinningshafa ásamt völdum innsendum verkum verða til sýnis í útibúum SPRON. „Esjan mín“ Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn og málaðu eða teiknaðu mynd af Esjunni út frá eigin brjósti. ar gu s 0 7 -0 6 0 5 Veglegir vinningar eru í boði í öllum flokkum. 1. verðlaun: Gjafabréf frá Litum og föndri og gjafakarfa frá Eymundsson. 2.-3. verðlaun: Gjafakarfa frá Eymundsson. Nánari upplýsingar í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Skila skal verkunum í SPRON Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.