Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 12
 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins greindi frá því í gær að hún væri að íhuga að grípa til aðgerða til að stöðva ofveiði Pólverja á Eystrasalts- þorski. Framkvæmdastjórnin áminnti pólsk stjórnvöld um þorskveiði- skip Pólverja yrðu að vera bundin við bryggju þar sem þau hefðu nú þegar veitt umfram aflaheimildir. Talsmenn náttúruverndarsam- takanna WWF sögðu að fimm ára viðleitni til endurskoðunar fiskveiðistefnu ESB hefði enn engum áþreifanlegum árangri skilað og ofveiði væri eftir sem áður viðvarandi vandamál. Pólverjar sakað- ir um ofveiði Flestir skólar uppfylla kröfur um lágmarksfjölda kennslu- stunda en menntamálaráðuneytið getur veitt undanþágu frá lögun- um. Margir nemendur fá fleiri kennslustundir á viku en kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu um starfstíma nem- enda í grunnskólum á vef Hagstofu Íslands. Í einungis tveimur grunnskólum landsins voru skóladagar færri en 170 veturinn 2006-2007 og voru þeir báðir með undanþágu vegna fámennis eða skipulags skólaakst- urs. Meðalfjöldi skóladaga var 179 en kennsludagar voru frá 164 til 172 eftir bekkjum. Meðaltal prófdaga var breytilegt eftir bekkjum. Yngri nemendur fengu fleiri kennslu- daga og færri prófdaga. Þetta var öfugt hjá eldri nemendum. Lítið er um prófdaga í dreifbýlis- skólum og þess dæmi að yngri nemendur dvelji lengur í skólanum á degi hverjum og fái í staðinn færri kennsludaga. Yfir tíu þúsund nemendur eða tæplega fjórðungur grunnskóla- nemenda nutu sérkennslu eða stuðnings í fyrravetur. Það er rúm- lega átta prósenta aukning milli ára. Hlutfallslega flestir nemend- ur fjórða bekkjar nutu stuðnings. Fleiri nemar fengu stuðning Nýr áfallatrygg- ingasjóður skerðir laun þeirra sem eru frá vinnu í nokkra mánuði vegna veikinda eða slysa en eykur rétt þeirra sem eru frá vinnu í nokkur ár. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsa- víkur, telur að fara eigi „mjög var- lega“ í breytingar og segir að lang- flestir séu aðeins frá vinnu í nokkra mánuði. Réttur þeirra skerðist ef af breytingum verður. Aðalsteinn tekur dæmi af manni með 300 þúsund krónur í laun á mánuði. „Hann slasast í vinnunni og á sjö mánaða veikindarétt. Hann heldur þessum 300 þúsundum í sjö mánuði samkvæmt núverandi kerfi en fengi 300 þúsund í tvo mánuði og níutíu prósenta laun í fimm mánuði samkvæmt nýja kerfinu. Launin hans myndu lækka í 270 þúsund á mánuði og því myndi þessi maður tapa 150 þúsundum þann tíma sem hann væri veikur. Við bætist 15 þúsund króna tap á greiðslum í líf- eyrissjóð þar sem mótframlag atvinnurekanda lækkar úr átta pró- sentum í sjö. Samtals yrði þetta því 165 þúsund krónur.“ Á þingi Starfsgreinasambands- ins í gær lét Ólafur Ísleifsson, lekt- or við Háskólann í Reykjavík, í ljós að skoða bæri hvernig skattalækk- anir gætu tengst kjarasamningum. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að þó að ríkisstjórnin skuldi ekki mikið erlendis þá skuldi hún fólk- inu í landinu, öryrkjum, öldruðum og öðrum hópum réttmætar kjara- bætur. „Skuldir ríkisstjórnarinnar eru ekki bara í bönkum og lánastofnun- um, þær eru líka við fólkið,“ segir hann. „Það er orðið tímabært að ríkisstjórnin snúi sér að þessum lánardrottnum sem hafa beðið eftir úrlausn. Peningahrúgan verður ekki svona stór hjá fjármálaráð- herra ef hann vindur sér í að gera upp við þessa hópa.“ Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að vinna við áfallatryggingasjóð haldi áfram. „Við höfum náð að halda utan um talnaefnið og grundvallar- uppbyggingu réttindakerfisins. Næsta skref er að útfæra þetta betur. Í framhaldinu þurfum við að tengja okkur við stjórnvöld,“ segir hann. Eftir ársfund ASÍ í lok mánaðar- ins skýrist betur með kröfugerð og samningaviðræður í vetur. Breytingar skerða laun Áfallatryggingasjóður mun skerða laun þeirra sem eru frá vinnu í nokkra mánuði vegna slysa. Fara á varlega í breytingar, segir formaður verkalýðsfélags. „Það er talið að um 200 nagbein hafi selst hér á landi. Við höfum þó ekki fengið upplýsingar um að fólk eða hundar hafi veikst vegna þeirra,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður mat- væla- og umhverfissviðs Land- búnaðarstofnunar. Við reglubundið eftirlit stofnunarinnar kom í ljós að nagbein úr svínslegg, sem ætluð eru hundum, voru sýkt af fjölónæmum stofn af salmonellu. Beinin voru seld í gæludýraversl- uninni Tokyo í Hafnarfirði og seldist um þriðjungur sendingar- innar. Sigurður hvetur fólk til að skila beinunum eða ganga tryggilega frá þeim með heimilis- sorpinu til að forðast smit. Nagbeinin geta valdið sýkingu Ríkisstjórn Rúmeníu hélt velli þegar rúmenska þingið kaus á miðvikudag um vantrausts- tillögu stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni, sem er skipuð miðju- og hægriflokkum. Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Sósíaldemókrataflokkurinn, lagði vantrauststillöguna fram í síðustu viku með þeim skýringum að ríkisstjórn Calin Popescu Tar- iceanu hefði mistekist að koma í framkvæmd umbótum á dóms- og velferðarkerfinu. Var þetta þriðja vantrauststillagan sem flokkurinn leggur fram frá árinu 2004. Stjórnin í Rúmeníu hélt velli490 Réttarrannsókn dánardómstjóra á andláti Díönu prinsessu, vinar hennar Dodis Fayed og bílstjórans Henri Paul í París fyrir tíu árum var fram haldið í Lundúnum í gær. Kviðdómi voru sýndar upptökur úr öryggismyndavélum Ritz-hótelsins síðustu klukku- stundirnar fyrir bílferðina örlagaríku. Hlutverk kviðdóms- ins er að skera úr um hvort dánarorsök hafi verið slys eða morð. Á upptökunum sést Paul, að því er virðist styrkur á fótum, bíða ásamt parinu við bakdyraút- gang hótelsins. Rannsókn bæði frönsku og bresku lögreglunnar leiddi í ljós að Paul hefði haft tvöfalt meira alkóhól í blóðinu en frönsk lög heimila ökumönnum . Upptökur sýndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.