Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 20
taekni@frettabladid.is Niðurstaðna að vænta í skráaskiptamálum Þann 4. október 1957 skutu Sovétmenn gervitunglinu Spútnik-1 á loft, og hófu þar með geimöldina. Nú fimm- tíu árum síðar eru hátt í þúsund virk gervitungl á braut um jörðu. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur segir mannaða ferð til Mars næsta stóra skref fyrir mannkynið. „Ég man eftir því þegar Spútnik-1 var skotið upp en sá gervitunglið því miður ekki með berum augum. Hins vegar sá ég Spútnik-2 sem var skotið á loft mánuði síðar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. „Þá voru þetta stórfréttir, en nú eru gervitunglin daglegt brauð og mörg þúsund slíkum verið skotið upp. Þau eru orðin svo mörg að óvirk gervi- tungl, eða brot úr þeim, eru farin að skapa hættu fyrir geimfara.“ Af öllum þeim tegundum gervi- tungla sem eru á braut um jörðu segir hann Hubble-sjónaukann sennilega frægast þeirra. „Hann fór á loft árið 1990 og hefur reynst stjörnufræðingum ómetanlegur vegna upplýsinganna sem komið hafa frá honum. Annars eru marg- ar gerðir gervitungla sem eru orðin hluti af okkar daglega lífi eins og fjarskiptatungl, veður- tungl, staðsetningartungl og gervi- tungl til líffræðilegra rannsókna.“ Þorsteinn segir margt í undir- búningi með geimferðir í framtíð- inni. Til dæmis áætlanir Japana um að koma manni til tunglsins og hugmyndir Bandaríkjamanna um að byggja geimstöð þar næsta ára- tug eða svo. „Næst á eftir því eru ferðir til Mars, en þar erum við að tala um hlut sem er allt annað og stærra skref. Að fara til tunglsins og til baka tekur frá viku til tólf daga, en að fara til Mars og heim aftur tekur í kringum tvö og hálft ár.“ Hann segir að fjölda erfiðra vandamála þurfi að leysa áður en maðurinn geti stigið fæti á Mars, bæði tæknileg og sálfræðileg. Svo löng geimferð í einangrun myndi leggja gríðarlegt álag á menn. „Það eru nokkrir áratugir í að það gerist, myndi ég segja.“ Mennirnir næst til Mars Vodafone hefur tekið við rekstri FS-netsins, stærsta víðnets lands- ins, fyrir menntamálaráðuneytið. Tölvunetið tengir saman alla fram- haldsskóla landsins og símenntun- arstöðvar, samtals um sjötíu menntastofnanir. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, skrifuðu undir samning þess efnis í síðustu viku. Reksturinn var boðinn út af Rík- iskaupum, og tóku Síminn, Hring- iðan og Skýrr þátt í útboðinu auk Vodafone. Samningurinn er til þriggja ára, en að þeim tíma liðn- um má framlengja hann þrisvar sinnum um eitt ár í senn. Síminn kærði niðurstöðu Ríkis- kaupa í útboðinu, þar sem Voda- fone fékk flest stig og þar með samninginn. Í kærunni var sett út á framkvæmd útboðsins, þar hafi ekki verið farið eftir lögum um opinber innkaup. Meðal annars hafi Síminn átt lægra tilboð en Vodafone, og því hefði Síminn átt að verða fyrir valinu. Einnig hafi stigagjöfinni fyrir liðinn „virðis- aukandi þjónustur“ verið ábóta- vant. Kærunefnd útboðsmála hafnaði kærunni á þeim forsendum að ekki væru taldar líkur á því að brotið hefði verið gegn ákvæðum laga um opinber innkaup. Reka stærsta víðnet landsins Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugur – litlar og liprar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.