Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 24
greinar@frettabladid.is B arnafólk í Grafarvogi er brjálað. Það kaus Sjálfstæð- isflokkinn í hrönnum í síðustu kosningum, bæði til þings og borgarstjórnar, er trútt sínu liði, en er ekki til í að sleppa degi og degi úr vinnu lengur þótt leik- skólar séu illa mannaðir þessi dægrin. Þar vantar hálft annað hundrað starfsmanna. Sú hætta blasir við að einhverjir í hópi foreldra missi vinnu – fyrir fullt og allt – vegna þessa ástands sem hefur lagst misþungt á hverfin í Reykjavík, enda er gæsla barna hjá leikskólum Reykjavíkurborgar hugsjónastarf. Sá fjöldi kvenna og karla sem gengur til þess fórnfúsa starfs dag eftir dag gerir það ekki vegna launa, heldur vegna ástar á starfinu, ástar á börnum. Það er hugsjónafólk og samfélagið á því stóra skuld að gjalda. Ekki bara fyrir að ala börnin upp í skikk og góðum siðum, ekki bara fyrir það fyrirbyggjandi starf sem unnið er í leikskól- unum til hjálpar þeim börnum sem eru frá heimilum sem eru illa stödd af ýmsum ástæðum, heldur ekki síst fyrir að halda atvinnu- lífinu gangandi. Foreldrarnir í Grafarvoginum hafa enn gengið fram fyrir skjöldu og heimtað lausn á vandamáli sem stýrist mest af launa- kjörum þeirra sem á leikskólum starfa. Allir foreldrar sem haldið hafa börn á dagheimilum vita að þaðan er látlaus straumur af fólki sem leitar sér betri launa af því það þarf þess. Og nú er komið að skilum skvaldurs og efnda, orða og gerða sem allar pólitískar fylkingar verða að feisa þegar í valdastóla er komið. Hvað ætla fulltrúar sjálfstæðismanna að gera í málinu? Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, er líklega kná kona. Hún nefnir þá lausn eina í umræðu síðustu daga að skoða verði ný rekstrarform, einkarekstur kunni fleiri ráð til að halda úti barnaheimilum en sá opinberi sem reyndar er sprottinn upp af sjálfboðaliðastarfi Sumargjafar fyrir margt löngu. Nú verður gaman að sjá hvar Þorbjörg finnur þær matarholur í rekstrar- reikningum Leikskóla Reykjavíkur sem ættu að lokka einkaaðila að þannig rekstri. Enginn ætti að vita betur en Þorbjörg hvaða fitu er þar að finna. Eru nokkrar líkur á að einkaaðilar gætu lagt sig eftir slíkum rekstri (og látum þá stofnkostnað liggja milli hluta) upp á þau býtti sem þjónustusamningar við Reykjavíkurborg gæti veitt? Ekki er það líklegt. Það er nánast óhugsandi nema fyrirtæki fari að reka heimili fyrir börn starfsmanna. Er það skynsamlegt? Ónei. Frúnni verður að virða það til vorkunnar að raunveruleikinn er oft annað en kosningabríminn. Nú er bara að standa sig og horfast í augu við umbjóðendur sína, fólkið í borginni, læra að oft verða menn að kyngja vel innrættum hugarórum um einkarekstur þar sem hann hreinlega á ekki við. Til þess þarf þor. Og það munu kjós- endur flokksins í Grafarvoginum kunna að meta – á endanum. Grunnþjónusta yngstu borgaranna á að vera sú að þeir búi við öryggi hjá vel menntuðu starfsfólki þannig að foreldrar geti geng- ið áhyggjulausir til starfa í atvinnulífinu. Þetta er svo einfalt að ekki á að þurfa að margtyggja það ofan í fólk í pólitík. Þetta kost- ar, en hagsmunirnir eru svo miklu meiri sem verið er að tryggja en hitt, að láta allt dankast í ábyrgðarleysi frjálshyggjunnar. Þor- björg verður að finna sér nýjan stoðhóp í flokknum. Foreldrar í Grafarvogi eru örugglega til í að stofna hann. Leikskólavanda- málið enn og aftur Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? orti franska skáldið François Villon: Mais où sont neiges d’antan? Snjórinn kemur og fer, hann er í senn árviss og hverfull. Hið sama er að segja um fullyrðingarnar, sem Stefán Ólafsson prófessor skellir fram fyrir hverjar kosningar. Þær eru snjókúlur, sem bráðna. Hér skal ég nefna eitt dæmi til viðbótar öllum þeim, sem ég hef áður bent á. Stefán hélt því fram á fjölmennum baráttufundi í Öskju 3. maí 2006, nokkrum dögum fyrir byggðakosningar, að á Íslandi væri hagur aldraðs fólks lakari en í flestum grannríkjum. Að sögn hans var eitt dæmi þess, eins og Morgunblaðið greindi frá daginn eftir, að samkvæmt nýlegri skýrslu Efnahags- og samvinnu- stofnunarinnar í París, OECD, um lífeyrismál gæti íslenskur launþegi vænst þess að fá 66% af atvinnutekjum sínum í lífeyri, en meðaltalið í löndum OECD væri 69%. „Þetta sýnir því að lífskjör Íslendinga verða samkvæmt þessu undir meðallagi,“ sagði Stefán. Þetta er í meira lagi hæpið. Í fyrsta lagi var talan, sem Stefán nefndi, villandi. Í skýrslu OECD höfðu væntanlegar lífeyristekjur hvarvetna verið reiknaðar út fyrir þrjá hópa, lágtekjumenn, meðal- tekjumenn og hátekjumenn. Tala Stefáns, 66% af atvinnutekjum, átti aðeins við um meðaltekju- menn. Lágtekjumenn gátu samkvæmt skýrslunni vænst þess að fá 96% af atvinnutekjum sínum. Þetta var hæsta hlutfall á Norðurlöndum og talsvert hærra en meðaltal í löndum OECD, sem var 91%. Hátekjumenn gátu vænst þess að fá 81% af atvinnu- tekjum sínum í lífeyristekjur, en meðaltalið í löndum OECD var 79%. Af þremur tölum í skýrslunni tók Stefán aðeins þá, sem honum hentaði. Í öðru lagi munu lífeyris- sjóðir í mörgum grannríkja okkar fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir skuldbindingum sínum ólíkt íslensku lífeyrissjóðunum. Um er að ræða loforð, sem ekki verða efnd. Í þriðja lagi eru lífslíkur Íslendinga hærri en flestra annarra þjóða, svo að samanburð- ur getur verið torveldur (til dæmis ef lífslíkur annarra þjóða hækka til jafns við okkar, svo að minna verður þar til skiptanna). Í fjórða lagi var í skýrslu OECD ekki reiknað með lífeyrissparnaði í séreignarsjóðum, sem er verulegur á Íslandi. Þetta var vorið 2006. Nú er komin út ný skýrsla OECD um lífeyris- mál, en Stefán Ólafsson þegir þunnu hljóði, enda engar kosning- ar í bráð. Samkvæmt skýrslunni getur íslenskur lágtekjumaður vænst þess að fá í lífeyristekjur 111% af atvinnutekjum sínum. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 84%. Launþegi með meðaltekjur getur á Íslandi vænst þess að fá 84% af atvinnutekjum sínum í lífeyris- tekjur, og á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 70%. Íslenskur hátekju- maður getur vænst þess að fá í lífeyristekjur 80% af atvinnutekj- um sínum, og er það hlutfall hið hæsta á Norðurlöndum, en meðaltalið í löndum OECD er 61%. Það er því fjarri lagi, sem Stefán Ólafsson fullyrti 2006, að lífskjör íslenskra lífeyrisþega yrðu undir meðallagi innan OECD Tölurnar í hinni nýju skýrslu eiga við um árið 2004, og má ætla, að ástandið hafi enn batnað. Auk þess ber sem fyrr að hafa í huga, að lífeyrissjóð- ir okkar standa betur undir sér en í flestum grannríkjum og að lífeyrissparnaður í séreignarsjóð- ur er hér verulegur. Ég hef áður vakið athygli á þeirri niðurstöðu norrænu tölfræði- nefndarinnar Nososko, að á Norðurlöndum séu lífeyristekjur að meðaltali hæstar á Íslandi. Fyrir þingkosningarnar 2007 reyndi Stefán Ólafsson árangurs- laust að gera þá niðurstöðu tortryggilega. Síðan má minna á, hvílík kjarabót niðurfelling eignarskatts var fyrir lífeyris- þega, sem margir búa í stórum húsum, enda var sá skattur stundum kallaður ekknaskattur. Auðvitað búa einhverjir lífeyris- þegar við þröngan hag, en það breytir því ekki, að kjör þessa hóps eru almennt betri hér en víðast annars staðar og eiga eftir að batna. Hvar skal nú mjöllin? Landssöfnun Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra fer fram dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún hald- in í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðis- daginn 10. október. Í ár fer hluti af söfn- unarfénu til samtaka átröskunarsjúklinga, Forma. Samtökin Forma voru stofnuð vorið 2005 með það að leiðarljósi að gefa átröskunarsjúklingum rödd og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Átröskun hefur orðið sífellt meira áberandi undanfarin ár, bæði í fjölmiðlum og á götum borgarinnar. Umfjöll- un hefur einkennst af alvöru sjúkdómsins, greinar birtar með myndum af stúlkum sem eru nær dauða en lífi, reynslusögur þeirra sem hafa lifað í víti sjúkdómsins og áróður gegn þeim staðalímyndum sem ýta undir þetta ýkta útlit. Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að börnin okkar falli í sömu gryfju? Forma hefur að undanförnu viljað leggja meiri áherslu á fræðslu fyrir öll skólastig, þ.e. leikskóla, grunnskóla, gagnfræðaskóla og framhaldsskóla. Við teljum að með því að efla með börnum jákvæða líkams- og sjálfsmynd alveg frá upphafi, getum við komið í veg fyrir sjálfseyðandi lífsstíl í framtíðinni. Ef við kennum börnum okkar að bera virðingu fyrir sínum eigin líkama og tilfinningum, sem og annarra, kennum þeim umburðarlyndi fyrir fjöl- breytileika mannsins, mismunandi hæð, þyngd, háralit o.s.frv. þá sköpum við samfélag sem tekur vel á móti öllum, sama af hvaða kynstofni þeir eru og hver hæð þeirra og þyngd er. Samtökin vilja meðal annars nýta styrkinn frá Kiwanis-hreyfingunni til að koma á fót skipulegri fræðslu í 8. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla. Börn í 8. bekk og 1. bekk framhalds- skóla eru yngstu nemendur á sínu skólastigi og í nýju umhverfi þeirra eru ýmsir þættir sem geta haft slæm áhrif. Því sterkari sjálfsmynd sem barn hefur þeim mun betur getur það staðist hópþrýsting, áhrif óheilbrigðra staðalímynda o.þ.h. Eflum með börnum okkar jákvæða sjálfsmynd og um leið eflum við jákvætt samfélag. Við hjá Forma þökkum Kiwanis-hreyfingunni kærlega fyrir stuðninginn og hvetjum alla til að kaupa K-lykilinn. Höfundur er formaður Forma, samtaka átröskunarsjúklinga. Heilbrigð líkams- og sjálfs- mynd barna besta forvörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.