Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 25
Margar heilbrigðisstofnanir, ekki hvað síst Landspítalinn, hafa glímt við rekstrarvanda und- anfarin misseri og ár. Ein þeirra skýringa sem gefnar eru fyrir rekstrarvandanum er aukinn hlutur yfirvinnugreiðslna í launakostnaði. Þörfin fyrir yfirvinnu skapast ekki hvað síst af því að þær stöður sem þörf er fyrir eru ekki mannað- ar sem skyldi. Ítrekað er bent á skort á hjúkrunarfræðingum í þessu sambandi. Nú vantar um 90 hjúkrunarfræðinga á Landspítal- ann og alls yfir 600 hjúkrunarfræð- inga á heilbrigðistofnanir landsins. Slíkt ástand leiðir til þess að þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í starfi ráða sig margir í hlutastarf og taka síðan aukavaktir, bæði til að hækka launin og til að geta haft meira um vinnutíma sinn að segja. Aðrir neyðast til að taka aukavaktir vegna siðferðilegrar ábyrgðar og velferðar fyrir sjúklingunum. Öllum ætti að vera ljóst að þennan vítahring manneklu og launa verð- ur að rjúfa. Fyrir rúmlega 20 árum tóku stjórn- endur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) þá einhliða ákvörð- un að greiða þeim hjúkr- unarfræðingum sem réðu sig eða hækkuðu starfs- prósentu sína í 100% starf, viðbótargreiðslu sem nam kr. 15.000 á mánuði. Mikill skortur var á hjúkrunar- fræðingum á FSA á þess- um tíma, hlutur yfirvinnu í heildarlaunagreiðslum stofnunarinnar var hár og erfitt var að skipuleggja deildastarfið. Þótt 15 þúsund krón- ur á mánuði sé ekki há upphæð í dag var þetta veruleg viðbót á sínum tíma. Ákvörðun um greiðsl- urnar var tekin í apríl 1986. Samkvæmt kjarasamningi Hjúkr- unarfélags Íslands og fjármála- ráðuneytisins frá 24. mars 1987 voru byrjunarlaun hjúkrunarfræð- ings þá 39.903 krónur. Við- bótargreiðslurnar námu því 37,6% af byrjunarlaunum. Þetta jafngildir því að nýút- skrifaður hjúkrunarfræð- ingur með 215 þúsund krón- ur í grunnlaun í dag, fengi kr. 80.840 í viðbótargreiðsl- ur á mánuði fyrir að ráða sig í 100% starf. Það væri sannarlega for- vitnilegt að sjá hvaða áhrif slíkar viðbótargreiðslur til hjúkr- unarfræðinga í 100% starfi hefðu á Landspítalanum. Um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa þar. Meðal starfshlutfall hjúkrunar- fræðinga er nú um 77% og því þyrftu um 400 hjúkrunarfræðingar að hækka starfshlutfall sitt úr umræddu meðaltali í fullt starf, til að manna allar stöður hjúkrunar- fræðinga á spítalanum. Fullyrða má að ef stjórnendur Landspítala myndu grípa til þessara ráða sam- hliða því sem kjarasamningsbund- in laun hjúkrunarfræðinga hækk- uðu verulega, myndi skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala heyra sögunni til. Eins og áður sagði var ákvörðunin um þessar viðbótargreiðslur tekin einhliða af yfirstjórn FSA, með þeim rökum að hagkvæmara væri að greiða slíkar viðbótargreiðslur en þá miklu yfirvinnu sem greidd var. Einnig að með þessu yrði skipu- lag hjúkrunarþjónustunnar mark- vissara. Rétt er að hafa í huga að kjarasamningar voru ekki lausir þegar þetta var og forstöðumenn stofnana höfðu mun minni völd en nú er. Stjórnendur Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana þar sem skortur er á hjúkrunarfræð- ingum, ættu því að setjast yfir framangreint reikningsdæmi í þeim tilgangi að bæta þjónustu og rekstur stofnananna. Fullyrða má að það sé allra hagur að stöður hjúkrunarfræðinga séu mannaðar fastráðnum hjúkrunar- fræðingum. Yfirvinnugreiðslur yrðu í lágmarki, skipulag þjónust- unnar yrði mun markvissara, álag á hjúkrunarfræðinga yrði minna, og síðast en ekki síst myndu sjúk- lingarnir fá mun betri þjónustu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Rjúfum vítahring manneklu og launa Fyrir nokkru var Íslendingur kosinn í gott embætti hjá Sam- einuðu þjóðunum (Hjálmar W. Hannesson sendiherra var kjörinn einn af varaforsetum 62. allsherj- arþingsins). Sagt var frá því í blöð- unum hér á landi, en það var ekki vegna þess að þessi tíðindi snertu Íslendinga á nokkurn hátt. Í raun kemur þetta kjör venjulegu fólki ekki við, fyrir utan nánustu fjöl- skyldu Hjálmars, vegna kauphækk- unar sem hún kann að njóta góðs af, og sjálf- sagt einhverja embættismenn í utanríkisráðu- neytinu sem fá kannski að verða aðstoðarmenn. Það sama má segja um hugsan- legt kjör „Íslands“ í öryggisráðið. Gjarnan er talað um að landið, Ísland, verði kosið en að sjálfsögðu eru það aðeins nokkrir embættis- og stjórnmálamenn sem sitja í öryggisráðinu. Og það að einhverj- ir íslenskir embættismenn fái góðar stöður í New York kemur lífi venjulegra Íslendinga ekki nokk- urn skapaðan hlut við. Ekki á það frekar við þó að þeir stjórnmála- menn sem koma nálægt þessum málum, með utanríkisráðherrann í broddi fylkingar, geti haft gaman af að hafa á tilfinningunni að þeir taki þátt í stjórn heimsmálanna. En við þessar aðstæður undrar það ekki að þessir tveir hópar, starfsmenn utanríkisráðuneytisins og stjórnmálamenn, þrýsti mjög á að „Ísland“ nái kjöri. Til þess eyða þeir ómældu fé – að minnsta kosti milljarði – sem not gæti verið fyrir annars staðar, eins og að stytta bið- lista. Og einnig hefja þeir upp raust með málflutningi sem er ýmist fáránlegur (eins og ég hef fjallað um í fyrri grein) eða lætur vand- ræðahroll hríslast niður eftir bak- inu. Það er þegar staðhæft að nú skuli Ísland hætta að vera örríki og fara að vera smáríki með rödd; en músin verður ekki að ljóni við að öskra. Höfundur er doktor í stjórnmálafræði. Gaman í öryggis- ráðinu Opnunartími: VIÐ ERUM HÉR, Á EFRI HÆÐ HARÐVIÐARVALSHÚSSINS! MAMMA BIRTÍNGUR VÍNBÚÐIN HEIÐRÚN PRENTMET HARÐVIÐA RVAL KÍKTU VIÐ OG REYNSLUAKTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.