Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 26
Verkamannabústaðir, eða öðru nafni félagslegar íbúðir, leystu á árum áður úr húsnæðisvanda mikils fjölda fólks og tryggðu mörgum láglaunafjölskyldum við- unandi húsnæði. Félagslega hús- næðiskerfið, eins og það var oft kallað, var að mörgu leyti gott en ríki og sveitarfélög hefðu mátt leggja í það meira fjármagn en þau gerðu. Á hverju ári voru tugir og hundruð fjölskyldna sem ekki fengu neina lausn á húsnæðisvanda sínum. Nú er löngu búið að leggja þetta kerfi niður og annað fyrir- komulag tekið upp. Að sögn þáver- andi stjórnvalda átti þetta nýja kerfi að leysa allan húsnæðisvanda láglaunafólks. Því miður sýnir reynslan allt aðra niðurstöðu því húsnæðisvandinn eykst með hverju árinu sem líður. Þá, eins og nú, voru dagvinnu- laun verkafólks það vesældarleg að þau dugðu varla fyrir eðlilegri framfærslu einstaklings og von- laust að reyna að framfleyta fjöl- skyldu á svo lágum launum, nema viðkomandi hefði ódýra íbúð til að búa í. Frá lokum seinni heimsstyrjald- ar og fram undir síðustu aldamót var það skortur á íbúðarhúsnæði, sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu, sem hækkaði leiguverð upp úr öllu valdi. Það var því varla á færi láglaunafólks að leigja sér almennilega íbúð, enda bjuggu fjöl- margar barnafjölskyldur í hálf- ónýtum bröggum frá stríðsárunum. Á þessu er engin breyting. Að vísu eru braggahverfin horfin en sami húsnæðisvandinn ríkir enn þá meðal láglaunafólks. En nú er orsök hans ekki húsnæðisskortur heldur græðgi fjármagnseigenda, bygg- ingafyrirtækja og leigusala, sem halda sölu- og leiguverði íbúða í hæstu hæðum. Þetta okur kemur í veg fyrir að þús- undir fjölskyldna geti lifað eðlilegu lífi en talið er að á höfuðborgarsvæð- inu vanti hátt í 3.000 ódýrar félagslegar íbúðir til að fullnægja eðlilegri eftirspurn láglaunafólks eftir húsnæði. Því miður eru launataxtar stétt- arfélaga innan Starfsgreinasam- bands Íslands almennt svo lágir að það er varla fræðilegur möguleiki fyrir fólk í þeim félögum að eignast eigin íbúð nema með því að bæði hjónin vinni úti í fullu starfi, jafnt á virkum dögum sem helgum. Sama gildir um leigumarkaðinn, þar er húsaleiga svo há að lágmarks dag- vinnulaun, sem eru kr. 125.000 á mánuði, duga ekki einu sinni fyrir leigu á þriggja til fjögurra her- bergja íbúð. Þetta verður að laga og til þess þurfa lágmarkslaun að hækka verulega. Og einnig þurfa skattleysismörk að hækka. Hefðu þau fylgt launaþróun í landinu frá 1989 væru þau í dag hátt í kr. 140.000 á mánuði. Þó er brýnast af öllu að ríki og sveitarfélög niður- greiði húsaleigu fyrir láglaunafólk og/eða stórauki byggingar á ódýru félagslegu húsnæði. Það er ekki nóg að vera með fögur orð fyrir kosningar, það þarf líka að standa við þau að kosning- um loknum. Hálaunafólkið í land- inu hefur fengið sínar kauphækk- anir ásamt skattalækkunum, nú er komið að fólkinu sem er í fram- leiðslu- og þjónustustörfunum sem gert er að lifa á launatöxtum sem eru langt undir því að geta talist líf- vænlegir. Höfundur er fyrrverandi formað- ur verkalýðsfélagsins Hlífar. Húsnæðisekla Ekki alls fyrir löngu hafði ungt par samband við mig og bað mig að gefa sig saman í hjónaband. Athöfnin átti að fara fram í Fríkirkjunni en ég var beðinn að sleppa guðsorðinu þar þau töldu sig ekki trúuð að hætti kirkjunnar. Ég var vissulega viljugur til en þar sem ég var á leið burt þá vísaði ég á Jóhann Björnsson hjá Siðmennt. Félagið er málsvari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar. En í kjölfar þessarar athafnar hef ég heyrt af óánægjuröddum meðal þeirra kristnu sem telja sig hafa höndlað hina réttu trú. Þeir virðast telja að siðrænn húmanismi sé helsti óvinur Krists í okkar samfélagi. Ógnin virðist felast í því að siðrænn húmanismi býður upp á heildræna sýn á lífið og tilveruna en er þó guðlaus. Hinum rétttrúuðu finnst að kirkjubyggingin hafi verið vanhelguð. Þeim finnst húmanistar vera ósamkvæm- ir sjálfum sér þó svo að parið hafi valið staðinn en ekki siðmenntarmenn. Manngildi, réttlæti og frelsi eru einmitt grunn- gildin í boðskap siðræns húmanisma. Þeir hafa víða verið brautryðjendur á sviði mannréttinda. Í boðskap þeirra um frelsi er átt við frelsi mannsand- ans undan ýmsum þeim höftum og fjötrum sem meðal annars trúarbrögð hafa skapað. Þar má nefna kenninguna um erfðasynd og syndugt eðli mannsins. Gagnrýni húmanista á synda- og sektarboðskap kirkjunnar á fullan rétt á sér. Kirkjustofnunin hefur lengi verið sek um að brjóta sjálfsmynd mannsins niður með slíkri boðun og þannig leitast við að gera almenning sér undir- gefinn og auðsveipan. Jesús Kristur boðar hið gagnstæða. Hann reisir upp þá niðurbeygðu og gerir heila og mynduga þá sem á vegi hans verða. Hinir rétttrúuðu finna húmanistum einnig það til foráttu að þeir byggja ekki lífsskoðun sína á bókstafslegri tilvísun í yfirnáttúruleg furðuverk, skáldskap og myndlíkingar, sem finna má í ævaforn- um trúarritum. Í stað þess reyna húmanistar að nálgast okkur út frá upplýstri heimsmynd nútímans og reyna að efla okkar eigin sjálfsmynd. En viti menn, þetta er nákvæmlega það sem Jesús Kristur leitaðist við að gera! Kristur setti einmitt manngildið ofar trúarlögmál- inu. Jesús leitaðist við að losa sitt samtíma- fólk undan þeim fjötrum sem þröngsýni og trúarstofnanir hans tíma heftu menn í. Vanhelgast kirkjubygging við það að mannúðarsamtök hafa not af henni? Nei, það er fáránleg og í raun ókristileg hugsun. Hér hafa húmanistar sýnt meiri víðsýni og þroska en gagnrýnendur þeirra. Mannúðarfullir húmanistar eru velkomnir í Fríkirkjuna með athafnir sínar. Og það er ekki til þess að við getum þá reynt að snúa þeim til guðstrú- ar – heldur vegna mennsku þeirra og fagurra hugsjóna. Ég tel að Siðmennt eigi fullan rétt á að vera skráð sem lífsskoðunarfélag og fái að njóta sömu réttinda og trúfélög hér á landi. Helsti óvinur Krists er alls ekki mannúðar- og frelsisboðun húmanista. Helsti óvinur Krists í dag er bölið, grimmdin, ranglætið, ójöfnuðurinn, kúgunin og trúarofstækið í heiminum. Það felst í því kaldhæðni að ríkislaunaðir prestar þjóðkirkjunnar skuli agnúast út í það að mannúðar- samtök hafi afnot af Fríkirkjunni. Prestar þjóð/ ríkiskirkjunnar eru ríkisstarfsmenn þótt þeir eigi erfitt með að viðurkenna það. Þannig eru launamenn hins veraldlega valds leiðandi í helgidómi Guðs sem á ekki að lúta neinu veraldlegu valdi. Í hugum flestra kristinna manna er hér um hrópandi mótsögn að ræða. Spennan milli veraldlega valdsins og kirkjulega valdsins gengur í gegnum alla kirkjusög- una. Samruni þessara tveggja andstæðna hefur yfirleitt valdið miklum skaða, böli og vanhelgun. Þegar kirkjunnar menn í sjálfsupphafningu og vandlætingu draga aðra í dilka og útiloka. Þegar kirkjunnar menn reisa múra aðgreiningar í nafni trúarstofnunarinnar einmitt þar sem sjálfur Kristur vill skapa friðareiningu. Kristur leitast við að sameina alla í kærleika. Hann er hafinn yfir alla flokkadrætti kirkjustofnana, lífsskoðana eða trúarbragða. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Eru húmanistar óvinir Krists? Þingkosningar fóru fram í Úkra-ínu 30. september sl. Ég tók þar þátt í alþjóðlegu kosningaeftirliti sem fulltrúi Íslandsdeildar NATO- þingsins, nokkrum dögum áður en NATO-þingið sem nú stendur yfir var sett í Reykjavík. Nefnd NATO- þingsins um borgaralegt öryggi stóð fyrir þátttöku þingmanna NATO-ríkjanna í kosningaeftirlit- inu og er það liður í stuðningi NATO-þingsins við lýðræðisupp- byggingu í ríkjum Austur-Evrópu. Lýðræði á sér ekki langa sögu í Úkraínu. Margir minnast appels- ínugulu byltingarinnar í lok árs 2004, en í kjölfar hennar voru fyrstu lýðræðislegu þingkosning- arnar haldnar þar í landi, 26. mars 2006. Úkraína hefur gengið í gegn- um miklar stjórnmálalegar og efnahagslegar þrengingar síðan landið hlaut sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Kveikjan að appels- ínugulu byltingunni var mótmæli gegn óheiðarlegum forsetakosn- ingum í landinu árið 2004. Mót- mælin gerðu það að verkum að for- setakosningarnar voru endurteknar 26. desember sama ár, og hetja appelsínugulu byltingarinnar, Vikt- or Jústsjenkó, var kjörinn forseti. Frá því að Jústsjenkó tók við völdum hefur verið unnið að end- urbótum á stjórnarskrá landsins og voru þingkosningar vorið 2006 í samræmi við endurbætur á henni sem tóku gildi í janúar 2006. Með breytingum á stjórnarskránni hefur forsetaræði vikið fyrir auknu þingræði þannig að þing og ríkis- stjórn eru mun minna háð forseta- valdinu en áður. Eftir sem áður hefur mikil samkeppni ríkt milli forseta og þings annars vegar og forseta og ríkisstjórnar hins vegar. Núverandi forseti lands- ins, Viktor Jústsjenkó, og fyrrver- andi forseti og fráfarandi forsætisráð- herra, Viktor Janúkóvítsj, hafa þar helst bitist um völdin. Eftir harðar deilur, vegna túlkunar á stjórnarskrárákvæðum um starfshætti þingsins, leysti for- setinn upp þingið 2. apríl sl. og boð- aði til kosninga sem fram fóru á sunnudaginn var. Önnur vandamál hafa einnig endurspeglað stjórnarkreppuna í landinu, svo sem hótanir um að leysa upp yfirkjörstjórn, takmark- að fé til að halda kosningarnar, um að forsetakosningar verði knúnar fram, stjórnlagadómstóllinn gerð- ur óstarfhæfur, o.s.frv. Jafnvel nú eftir þingkosningarnar eru uppi efasemdir í landinu um lögmæti þeirra, og svo gæti farið að fyrr- nefndur stjórnlagadómstóll úrskurði um lögmæti kosninganna áður en langt um líður. Einnig óttast menn að úrslitin í kosningunum muni valda óróa þar sem flokkar forsetans Viktors Jústsjenkós og Júlíu Tímósjenkó hafa sameiginlega naumt forskot á flokk Viktors Janúkóvítsj, en báðar fylkingarnar hafa lýst yfir sigri. Stjórnmálakerfið í Úkraínu er plagað af óskýrum leikreglum, spillingu og óheiðarleika, og óvæg- inni, persónulegri samkeppni um völd og hagsmuni. Því er sérstak- lega mikilvægt að huga að leikregl- um lýðræðisins þegar þingkosn- ingar eru haldnar. Með því getur ný ríkisstjórn fengið hreint borð. Með góðri þátttöku í kosningunum nú má segja að almenningur í Úkr- aínu hafi sent þau skilaboð til úkra- ínskra stjórnmálamanna að þeir fari eftir reglunum í stað þess að fara með reglurnar að eigin henti- semi. Einn af hornsteinum lýðræðis er að kosningar fari fram með sann- gjörnum og eðlilegum hætti. Ef borgararnir geta ekki treyst gangi kosninga og niðurstöðum þeirra er lýðræðið fótum troðið. Þrettán þingmenn voru í eftirlitsnefndinni frá NATO-þinginu, enn fleiri frá ÖSE-þinginu og fjölmargir eftir- litsaðilar frá Evrópuráðinu og öðrum alþjóðastofnunum. Alls voru yfir 700 erlendir kosningaeftirlits- menn við störf í kosningunum sl. sunnudag. Fyrir kosningarnar í Úkraínu var haldinn fundur með fulltrúum stjórnvalda og stjórnarandstöðu, með fulltrúum fjölmiðla og mann- réttindasamtaka. Var meðal ann- ars farið fram á skýringar á athugasemdum um vinnubrögð stjórnvalda í aðdraganda kosning- anna. Við framkvæmd kosning- anna kom í ljós allnokkur óná- kvæmni í kjörskrám og ýmsar aðrar misfellur, en að öðru leyti var Úkraínumönnum hælt fyrir uppbyggilega og faglega fram- kvæmd þingkosninganna. Kosningar voru þær fyrstu þar sem Íslandsdeild NATO-þingsins tekur þátt í að sinna kosningaeftir- liti. Er þetta liður í auknu framlagi þess til uppbyggingar- og friðar- starfs. Einnig er þetta ein margra vísbendinga um mikilvægi þess að Alþingi leggi sitt af mörkum þegar kemur að lýðræðisþróun og virð- ingu fyrir mannréttindum í ein- stökum ríkjum Austur-Evrópu. Höfundur er alþingismaður og á sæti í nefnd NATO-þingsins um borgaralegt öryggi. Stuðningur við lýðræðis- uppbyggingu Austur-Evrópu www.vitusbering.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á biluni 5. - 13. október 2007. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen, með því að hringja beint í Johan í síma í 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 CVU@VITUSBERING.DK Vitus Bering Danmark verður VIA University College. Í janúar 2008 tekur til starfa nýr háskóli VIA University College á Jótlandi í Danmörku. VIA University College verður til við sameiningu Jysk Center for Videregående Uddannelse, cvu vita, Vitus Bering Danmark, CVU Midt-Vest og CVU alpha en þessi menn- tun er skilgreind í danska menntakerfinu sem ”de mellemlange videregående uddannelser”. Markmið sameiningar er að geta boðið betri menntun en áður. Nánari upplýsingar má lesa á www.viauc.dk V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.