Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 50
BLS. 10 | sirkus | 5. OKTÓBER 2007 ÍSLENSKAR FYRIRSÆTUR HJÁ ICE MODELS MÓDELSKRIFSTOFUNNI STARFA VÍÐS VEGAR UM HEIMINN. SIRKUS FORVITNAÐIST UM SEX FLOTTAR FYRIRSÆTUR SEM EIGA ÁN EFA EFTIR AÐ NÁ LANGT Í BRANSANUM. Á LEIÐINNI ÚT Í HEIM Ylva Dís Knútsdóttir sigraði í Fordkeppninni í fyrra en þar var hún yngst allra kepp- enda, aðeins 14 ára gömul. Vegna aldurs hefur Ylva Dís ekki farið utan ennþá en samkvæmt Ásdísi Rán hjá Ice models fylgjast margar erlendar skrifstofur með henni. Ylva Dís er ung og efnileg og stefnir út í hinn stóra tískuheim eftir að hafa klárað skólann. Aldur: 15 ára Hæð: 177 cm Skór: Nr. 39 Augu: Brún Móeiður Skúladóttir lenti í þriðja sæti í Hawaiian Tropic keppninni. Hún er rétt að byrja feril sinn sem fyrirsæta en hefur þegar náð töluverðum vinsæld- um hérlendis og meðal annars setið fyrir í bæklingum Hagkaups. Móeiður mun keppa í Miss Bikini International í Kína í nóvember og mun örugglega gera góða hluti í framtíðinni en hún þykir glæsileg og með svokallað „commercial look“. Aldur:19 ára Hæð: 168 cm Skór: Nr. 39 Augu: Blá Alexandra Sveinsdóttir er að taka sín fyrstu skref sem fyrirsæta. Hún tók þátt í Fordkeppninni í fyrra og hefur ákveðið að skella sér til Grikklands eða Indlands eftir áramót til að freista gæfunn- ar. Samkvæmt Ásdísi Rán hjá Icemodels hafa stórar erlendar skrifstofur þegar lýst yfir áhuga sínum svo það verður spennandi að fylgjast með Alexöndru í framtíðinni. Aldur: 18 ára Hæð: 176 cm Skór: Nr. 38 Augnlitur: Brúnn Að hefja framann „Commercial look“ Ein sú flottasta Suðræn og seiðandi „Þó að sjómennskan sé vissulega ekki lengur í tísku hjá ungu fólki þá á hún afar vel við mig og ég get ekki séð mig fyrir í öðrum bransa,“ segir hinn 22 ára gamli Ingimar Finnbjörnsson, sem er eftir því sem Sirkus best veit, yngsti skipstjóri landsins, þar sem hann stendur við stýrið á línubátnum Kristrúnu RE. Ingimar, sem á ættir að rekja til Hnífsdals, útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum síðasta vor með þriðja stigs stýrimanns- réttindi og hefur síðan þá verið á Kristrúnu þar sem hann hefur gegnt stýrimannsstöðu auk þess að leysa skipstjórann af þegar á þarf að halda. „Þetta hefur bara gengið mjög vel enda kom ég ekki alveg óvanur á bátinn. Ég hef verið úti á sjó síðan ég var 15 ára gamall, stýrt trillum og fengið að grípa í stýri með náminu,“ segir Ingimar borubtattur. Stuð þegar vel fiskast Í áhöfn Kristrúnar eru fjórtán manns og er Ingimar langyngst- ur um borð. Það er því ekki óeðlilegt að spyrja hann hvernig honum gangi að fá sér miklu eldri menn til að hlýða þegar hann sitji í skipstjórastólnum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál, þeir vita líka að það þýðir ekkert annað en hlýða mér, lífið hér á sjónum gengur allt út á samvinnu.“ Þessa dagana er Kristrún að moka upp þorski og ýsu á Aust- fjarðarmiðum og er fiskurinn slægður og ísaður um borð. „Það er mikið stuð hér á bátnum þegar vel fiskast, þá eru allir kátir og hressir,“ segir Ingimar, sem hefur þó áhyggjur af kvótaskerðing- unni, sem vissulega komi illa við buddu sjómanna. „Annars er alls ekki eins vel borgað að vera á sjó og margir halda. Laun sjó- manna hafa staðið óbreytt í tíu ár og bilið á milli þeirra og ann- ara stétta sem hafa verið að hækka í launum er alltaf að minnka. Ég er bara engin skrifstofublók í mér, þannig að ég held mig við þennan bransa, hvað sem kvótaskerðingunni líður.“ - snæ SÆTUR SKIPSTJÓRI Hinn hefðbundni skipstjóri er fullorðinn og feitur en Ingimar passar ekki beint inn í þá mynd. YNGSTI SKIPSTJÓRI LANDSINS! INGIMAR FINNBJÖRNSSON ER ALVÖRU SJÓMAÐUR Snæfríður Sól Snorradóttir var valin Miss Hawaiian Tropic í ár. Snæfríður Sól þykir ekki hafa þetta dæmigerða íslenska útlit en hefur gengið vel úti og er komin með samning við stærstu skrifstofuna á Indlandi og heldur þangað eftir áramót. Aldur: 18 ára Hæð: 173 Skór: Nr. 39 Augu: Grænblá Tinna vakti fyrst athygli í keppninni Ungfrú Ísland árið 2004 en þar lenti hún í öðru sæti. Í kjölfarið keppti hún í Queen of the world og sat eitthvað fyrir. Tinna hefur vakið mikla athygli enda glæsileg stelpa. Eftir stutta pásu er hún aftur komin út í módel bransann Tinna hefur nælt sér í samning hjá stærstu módelskrifstofu Indlands og heldur þangað eftir helgi. Það verður spenn- andi fylgjast með Tinnu í framtíðinni en hún á án efa framtíðina fyrir sér í bransanum. Aldur: 21 árs Hæð: 172 cm Skór: Nr. 38 Augu: Dökkbrún Með flottan samning Tinna Rós Sigurðardóttir keppti í Fordkeppninni í fyrra. Hún er frekar lágvaxin en hefur ekki látið það stoppa sig og hefur neglt mörg stór verkefni. Tinna Rós fór til Grikklands í vor en er núna á Indlandi en þaðan heldur hún til Kína. Tinna er bókuð langt fram á næsta ár og þykir meðal þeirra allra flottustu á Íslandi. Aldur: 19 ára Hæð: 174 cm Skór: Nr. 38 Augu: Brún Ung og efnileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.