Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 63
Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undir- skriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandan- um, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisum- sóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsókn- ina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneyt- ið fer þá yfir ákvörðun Útlendinga- stofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um and- mælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og per- sónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlend- ingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fell- ur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórn- völd flýta sér að framkvæma brott- vísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niður- stöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórn- valda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur. Höfundur er prestur innflytj- enda. Veitum þeim vernd Ég hafði eitt sinn trú á því að hér á landi ríkti tiltölulega mikið jafnrétti og félagslegt réttlæti. Mis- munun væri lítil sem engin og allir landsmenn væru tiltölulega jafnir. Reyndin er líka sú að þetta halda margir enn um okkar litlu eyju norður í Atlantshafi. En síð- ustu árin hef ég hins vegar orðið vör við ógnvænlega þróun í íslensku samfélagi. Á sama tíma og við lesum fréttir af stjórnar- mönnum og stjórnendum með ofurlaun sem eiga einkaþotur og byggja 850 fermetra sumarhallir úti í sveit eru sagðar fréttir af heimilislausu fólki sem á hvergi höfði sínu að halla. Efnamenn eiga orðið hálft landið og þar af leið- andi verður lítið úr hinni „frjálsu samkeppni“ sem margir predika líkt og trúarbrögð. Íslenska velferðarkerfið er að mörgu leyti vanþróaðra en hjá öðrum Norðurlöndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Félagsleg mismunun við- gengst hér í stórum stíl. Á meðan ofurforstjórarnir kaupa einkaþotu númer tvö verður fátækt sívax- andi vandamál hér á landi. Fátækt breiðist út meðal atvinnulausra, aldraðra og öryrkja en einnig meðal láglaunafólks. Síaukin gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu, hækkun á húsnæðisverði og minnkandi félagslegur stuðningur verður þess valdandi að margir almennir launþegar lifa nú við fátækt á Íslandi. Einkavæðing og „frjáls sam- keppni“ hefur lengi verið nefnd sem lausn allra vandamála. En hvernig getur það verið lausn á því vandamáli sem fátækt er þegar skattkerfi Íslendinga skatt- leggur tekjulágt fólk of mikið og hinir tekjuháu borga litla sem enga skatta, sem gerir það að verkum að þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari? Niður- staðan er sú að hér á landi er ekki lengur eitt samfélag fyrir alla heldur tvö. Ísland hinna ríku og Ísland hinna fátæku. Ég hef ekki áhuga á að ala dóttir mína upp í samfélagi sem byggir á misskipt- ingu og mismunum. Hver vill slíkt fyrir börnin sín? Því spyr ég; vilj- um við eitt samfélag fyrir alla? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík. Eitt samfé- lag fyrir alla Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.