Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 64
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Ester J. Bjarnadóttir Sogavegi 112, lést á heimili sínu mánudaginn 1. október sl. Jarðsungið verður frá Aðventkirkjunni, Reykjavík, miðvikudaginn 10. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag (s. 5875566). Hjálmar Markússon Magnea Guðný Hjálmarsdóttir Gunnlaugur Marinósson Jóna Björk Hjálmarsdóttir Guðbjartur Kristjánsson Hildur Ýr Hjálmarsdóttir Pétur Thors Hjálmar Þór barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Fjóla Sigurðardóttir Lækjarhvammi 7, Búðardal, verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju í Dölum, mánudaginn 8. október, kl. 14.00. Hannes Gunnlaugsson Sigurður Gunnlaugsson Gunnlaugur Már Sigurðsson Halla Steinsdóttir Jökul Logi Gunnlaugsson Sandra Rún Sigurðardóttir Runólfur Gunnlaugsson Sigríður Ásta Lárusdóttir Elva Björk Runólfsdóttir Ásta María Runólfsdóttir Sunna Ösp Runólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir og afi, Haukur Þorvaldsson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. október. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Jóhannsdóttir. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu og barnabarns, Eddu Sigrúnar Jónsdóttur Álftamýri 8, Rvk. Sérstakar þakkir til starfsfólks og fyrrum samnemenda í Kvennaskólanum í Reykjavík, einnig til starfsfólks leikskólans Hofs fyrir ómetanlega aðstoð sem vart á sér hliðstæðu. Anna Reynisdóttir Jón Baldvin Sveinsson Halldór Jónsson Helena H. Júlíusdóttir Guðbjörg R. Jónsdóttir Brynjar Ingason Sigurður R. Jónsson Svala Hilmarsdóttir Kristinn S. Jónsson Hólmfríður E. Gunnarsdóttir Kjartan V. Jónsson Olga B. Bjarnadóttir Svandís E. Jónsdóttir Ólafur Þráinsson Hrefna V. Jónsdóttir Tómas Rúnarsson Anna Sigurjónsdóttir Kristján Ólafsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur G. Halldórsson frá Kvíslarhóli á Tjörnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, miðvikudaginn 3. október. Jarðarförin auglýst síðar. Steinþóra Guðmundsdóttir Þórarinn Gunnlaugsson Marý Anna Guðmundsdóttir Halldór Sigurðsson Aðalsteinn Guðmundsson Jófríður Hallsdóttir Stefán Brimdal Guðmundsson Lára Ósk Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Björn Jónsson fv. prófastur á Akranesi, verður 80 ára 7. október nk. Ennfremur eiga þau hjónin, Sjöfn og Björn 50 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús og heitt á könnunni í Safnaðarheimilinu Vinaminni, sunnudaginn 7. október á milli kl. 16-19. Blóm og g jafir eru vinsamlegast afþökkuð en þess í stað minna þau á félagið Þroskahjálp. Gullbrúðkaup Ragnheiður Jónsdóttir og Páll Halldórsson fagna 50 ára brúðkaupsafmæli föstu- daginn 5. október. Tekið verður á móti ætting jum og vinum að Sléttuvegi 17 í Reykjavík milli kl. 17 og 19. „Það er frumsýning hjá mér í kvöld á söguveislu sem ég kalla Ævin- týri í Iðnó. Þar verður fagnað 110 ára afmæli Iðnó auk þess sem ég held upp á að fimmtíu ár eru frá því að ég steig mín fyrstu spor á leik- sviði. Passaðu bara að hafa það ekki öfugt,“ segir Guðrún Ásmundsdótt- ir leikkona hlæjandi og bætir síðan við: „Ég fékk tækifæri til að halda upp á þessi tímamót í einu vegna þess að Margrét Rósa, framkvæmda- stjóri Iðnó, hafði samband við mig í sumar og bað mig að skrifa leikrænt prógramm í tilefni þess að 110 ár eru síðan iðnaðarmenn reistu þetta ágæta hús á Tjarnarbakkanum.“ Oft er talað um að erfitt sé fyrir eldri leikkonur að fá góð hlutverk en Guðrún kveðst ekki geta kvart- að undan því. „Mér datt aldrei í hug að það yrði svona skemmtilegt að eldast,“ segir hún glaðlega. „Þó að spor mín hafi ekki verið ýkja djúp í sögu íslenskrar leiklistar hef ég að minnsta kosti tollað á fjölunum í fimmtíu ár og það er afrek út af fyrir sig. Svo hefur allt hjálpast að til að ég fengi tækifæri til að hafa veislu í þessu gamla, góða leikhúsi þar sem ég var á fjölunum í þrjátíu ár. Ég byrjaði samt ekki þar heldur í Þjóð- leikhúsinu en fór 1958 til Leikfélags Reykjavíkur og hef verið þar alla tíð síðan. Mér skilst að hlutverkin mín séu eitthvað yfir níutíu enda er þetta orðinn langur tími.“ Fyrsta verkið sem Guðrún lék í segir hún vera Deigluna eftir Art- hur Miller en þegar hún er beðin að rifja upp minnisstæðasta hlutverkið kemur smá hik. Svo segir hún eftir smá umhugsun. „Hlutverk frú Hei- berg í verkinu Úr lífi ánamaðkanna er eitt af þeim sem mér þykir vænt um og ég hef oft hugsað til. Frú Hei- berg var ein mesta prímadonna Dana á nítjándu öldinni og meðan á æfing- um verksins stóð las ég æviminning- ar hennar í þremur bindum. Var því algerlega orðin sokkin í gullöld Dan- anna og hafði líka geysilega góðan leikstjóra, Hauk Gunnarsson sem nú er fluttur til Finnlands. Hlutverk- ið gaf mikla möguleika í túlkun og Þegar ég lít til baka er mér það eft- irminnilegt og vinnan kringum það. Nafn verksins er skrítið en maður skilur það þegar maður les ævisög- una. Frú Heiberg kom úr lægstu stig- um þjóðfélagsins og hélt því fram að ef moldin væri þvegin af ánamaðki þá dæi hann. Þannig fylgdi partur af upprunanum manni til æviloka.“ „Ég vil miklu frekar vera þekkt sem hin þrýstna Kate heldur en horuð mjóna.“ Dalai Lama hlýtur friðarverðlaun Nóbels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.