Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 72
Lee Hazlewood lést 4. ágúst sl. eftir nokkurra ára baráttu við nýrna- krabbamein. Það fór ekki mikið fyrir honum síðustu árin, en hann á að baki mikinn fjölda úrvals popplaga sem munu lifa um ókomna tíð. Stjarna hans reis hæst á sjöunda áratugnum þegar hann samdi sín þekkt- ustu lög, gaf út sólóplötur sem vöktu mikla athygli og gerði stjörnu úr Nancy Sinatra sem hafði verið á samning hjá Reprise fyrirtækinu í fjögur ár án árangurs þegar Lee fór að vinna með henni. Saman fluttu þau lög eins og Some Velvet Morning, Sugar Town, Lightning‘s Girl og Sand, en Lee samdi líka lagið sem skaut henni upp á stjörnuhimin- inn; These Boots Are Made for Walking. Þó að það hafi ekki borið mikið á Lee Hazlewood í seinni tíð átti hann alltaf harðan kjarna aðdáenda. Það vakti t.d. mikla athygli þegar Rowland S. Howard og Lydia Lunch gerðu sína útgáfu af Some Velvet Morning árið 1982 og það sama var uppi á teningnum þegar Kate Moss söng lagið með Primal Scream rúmum tuttugu árum síðar. Á meðal yfirlýstra Hazlewood- aðdáenda má nefna Steve Shelley trommu- leikara Sonic Youth, Belle & Sebastian, Nick Cave og Jarvis Cocker. Í kvöld verður Lee heiðraður á tónleikum á Organ. Þar koma fram m. a. Singapore Sling, Unun, Ske og Ellen Kristjánsdóttir. Þar munu líka syngja dúetta Megas og Ágústa Eva Erlendsdóttir, Óttarr Proppé og Ólöf Arnalds og Magga Stína og Páll Óskar. Og þar kemur fram hljómsveitin Der Sturm, en hún er hugarfóstur einnar af aðalsprautum slóvensku hljómsveitarinnar Laibach, Baron Karl Ludwig Freiherr von Reichen- bach eins og hann kýs að kalla sig í dag. Kvöldinu verður svo slúttað með því að frumflutt verður upptaka af síðasta laginu sem Lee hljóðritaði áður en hann fór yfir móðuna miklu, en það lag tók hann upp með íslensku hljómsveitinni Amiinu. Lítill heimur, stór listamaður … Í minningu Lee Hazlewood Kanadabúinn Spencer Krug er einn virkasti og mest skapandi tónlistarmaður dagsins í dag. Ein af hljóm- sveitum hans, Sunset Rub- down, er að senda frá sér merkilega plötu og Steinþór Helgi Arnsteinsson fór af því tilefni á stúfana. Tónlistarsenan í Kanada hefur verið umtöluð í nokkurn tíma. Þykir hún uppfull af grósku og sköpunargleði en áður hefur verið ritað um þessa senu hér í Frétta- blaðinu. Þykir Montréal-senan sérstaklega spennandi þar sem sú regla virðist ríkja að ef maður er á annað borð í hljómsveit þarf að vera í þremur slíkum. Hinn dag- farsprúði Spencer Krug er líkleg- ast besta sönnun þeirrar stað- reyndar. Krug hefur verið viðriðinn fjórar frábærar hljóm- sveitir: Frog Eyes, Wolf Parade, Swan Lake og Sunset Rubdown. Síðastnefnda hljómsveitin sendir bráðlega frá sér nýja plötu, Random Spirit Lover að nafni, og hefur gripnum verið hampað af ýmsum tónlistarmiðlum. Sunset Rubdown er fjögurra manna hljómsveit en auk Krugs má einn- ig nefna að í sveitinni er Camilla Wynn Ingr úr stúlknasveitinni Pony Up! sem sendi frá sér frá- bæra skífu, Make Love to the Jud- ges with Your Eyes, á síðasta ári. Sunset Rubdown hefur ekki verið til í langan tíma og hófst sem sólóverkefni Krugs. Hann hóf leikinn á því að gefa út fimm stutt- skífur en úrvali laga þeirra skífna var safnað á eina breiðskífu, Snake‘s Got a Leg, sem kom út árið 2005. Í fyrra kom síðan út önnur breiðskífa, Shut Up I am Dreaming, og í ár er komið að enn einni breiðskífunni. Þrjár breið- skífur á þremur árum, ekki ama- legt það. Sérstaklega þegar maður er eins upptekinn og Krug virðist vera. Eins og áður segir er Krug einnig meðlimur í Wolf Parade, sem spil- aði á Airwaves í fyrra og sendi frá sér frábæran plötu árið 2005. Von er á nýrri plötu frá sveitinni snemma á næsta ári. Krug er enn fremur í Swan Lake, sem sendi frá sér umtalaða skífu í fyrra, og Krug er einnig einn af stofnmeðlimum Frog Eyes þótt hann teljist vart formlegur meðlimur í dag. Aðal- maður Frog Eyes, Carey Mercer, vann hins vegar með Krug í Swan Lake ásamt Dan Bejar sem er þekktastur úr hljómsveit sinni Destroyer en er einnig á fullu með The New Pornographers. Sú sveit þykir mikil ofurgrúppa og sendi nýlega frá sér sína fjórðu breið- skífu. Svona tengingar á milli hljómsveita væri hægt að nefna endalaust og ná þær yfir Kanada þvert og endilangt. Ef líkja ætti Montréal-senunni við einhverja aðra senu kemur Ísland fljótt upp í huga. Dan Boeckner, samherji Krug úr Wolf Parade, lýsti því einmitt í viðtali við Frétta- blaðið í fyrra að í myrkri, köldu veðri og hálfgerðri innilokun væri lítið annað hægt að gera en að semja tónlist. Einhvers staðar hefur nú sú klisja heyrst áður. Um helgina fer einnig fram Air- waves-hátíð Montréal-búa sem nefnist Pop Montréal. Þar munu Krug og félagar hans í Sunset Rubdown einmitt koma fram ásamt til dæmis Montréal-sveit- unum Chromeo og Plants and Animals og drengjunum í Reykja- vík! en þessar þrjár sveitir spila allar á Airwaves-hátíðinni eftir um tvær vikur. Kanada og Íslend- ingar eiga greinilega meira sam- eiginlegt en Gimli og Stephan G. Sykurmolarnir eru í átj- ánda sæti yfir þær tuttugu hljómsveitir sem tónlistar- síðan Gigwise.com vill að hefji aftur störf. Í efsta sætinu er breska hljóm- sveitin The Smiths og á eftir henni kemur Led Zepp- elin, sem heldur reyndar eina endurkomutónleika þann 26. nóvember næst- komandi. Á meðal fleiri hljóm- sveita sem komast á listann eru The Libertines, Velvet Underground, Pink Floyd, Beach Boys, NWA, The Kinks og Suede. „Flest af sólóferli Bjarkar er reyndar betra en það sem Sykurmolarnir gerðu en við telj- um það samt þess virði að þau eigi að minnsta kosti stutta endurkomu,“ sagði á heimasíðunni. Sykurmolarnir komu reyndar aftur saman í Laug- ardalshöll í nóvember á síð- asta ári til að fagna því að tuttugu ár voru liðin síðan fyrsta smáskífulagið Amm- æli var gefið út. Heppnuð- ust þeir tónleikar mjög vel en blaðamenn Gigwise vilja greinilega heyra meira í sveitinni í framtíðinni. Á listanum eru ekki hljómsveitir á borð við Bítlana, Queen og Joy Division sem hafa allar misst stóra meðlimi í gegnum árin. Ekki eru heldur á listanum hljómsveitir sem hafa undanfarið ákveðið að koma aftur saman. Má þar nefna The Who, The Verve, Blur, Van Halen og The Police. Vilja Sykurmola aftur saman ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.