Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 79
Courtney Love, ekkja rokkarans Kurt Cobain úr Nirvana, segir að Cobain hafi hatað Dave Grohl, fyrrum félaga sinn í Nirvana. Love hefur átt í hörðum deilum við Grohl síðan Nirvana-safnbox- ið With the Lights Out kom út árið 2004. Talið er að Grohl hafi samið lagið Let It Die sem er á nýjustu plötu Foo Fighters, um samband Love og Cobain. Love sagði á MySpace-síðu sinni að Grohl hefði reynt margoft við sig og hún væri orðin þreytt á því að heyra lög eftir hann sem fjölluðu um það hversu mikið hann hataði hana. „Kurt fyrirleit hann meira en nokkurn annan (fyrir utan einn blaðamann). Í erfðaskrá sinni gerði hann viðauka um að Grohl yrði ekki lengur meðlimur Nirvana. Ég læt bara sem hann sé ekki til og mun halda því áfram,“ sagði hún. „Dave veit þetta og hann lætur reiði sína bitna á mér.“ Kurt hataði Dave Grohl Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir það mjög frelsandi að þurfa ekki að gefa út nýjustu plötu sveitarinnar hjá útgáfufyrirtæki. Fékk hann innblástur að því að gefa plötuna út á þennan hátt frá tónlistarmanninum Tom Waits. Gaf hann út eina bestu plötu sína til þessa, Sword- fishtrombones, án þess að vera á útgáfusamn- ingi. „Ég held að hann hafi verið að leita að sínum eigin stað í til- verunni og um leið koma sér undan því sem hann þoldi ekki við staðinn þar sem hann var áður. Ég held að við séum að ganga í gegnum svipaða hluti núna,“ sagði Yorke. Platan In Rainbows kemur út á heimasíðu Radiohead hinn 10. október og mega aðdáendur ráða því hvað þeir borga fyrir hana. Innblástur frá Waits Hornfirska skemmtifélagið frum- sýnir söngleikinn Eitís í leikstjórn Kristínar G. Gestsdóttur í Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði um helgina. „Þetta er alveg splunkunýr söngleikur eftir Felix Bergs- son. Þetta er sápuópera, má segja,“ sagði Kristín og hló við. Hornfirska skemmtifélagið hefur sett upp söngvasýn- ingar í sex ár, en ákvað nú að róa á ný mið og leita til Felix, að sögn Krist- ínar. „Við fengum hann til að skrifa fyrir okkur sápuóperu sem eitís- lögum er blandað inn í. Það kemur þarna ást, hatur og skilnaður; það er allt inni í þessu sem prýð- ir sápuóperu,“ sagði hún. Á meðal laga í sýningunni eru Final Countdown, Draumaprinsinn og Pamela í Dall- as, en tónlistar- stjóri er Heiðar Sigurðsson. Sýningar munu standa yfir fram í nóvember. Sápuópera á Höfn Tónlistarmennirnir Óskar Guðna- son og Ingólfur Steinsson, sem hafa átt kántrílög á fjórum safn- plötum vestanhafs, hafa gefið út plötuna Happiness is Heavy. Á plötunni eru níu lög eftir þá félaga sem voru tekin upp í Nashville af hljómsveitinni The Uncle´s Family. „Þetta eru amer- ískir „session“-menn í toppgæða- flokki. Ég held að þetta gerist ekki mikið betra,“ segir Óskar, sem er aðallagahöfundurinn en Ingólfur semur alla texta. „Þegar ég hlusta á þá líður mér eins og ég sé frændi Willie Nelson eða James Taylor sé að syngja lögin mín.“ Óskar og Ingólfur eru með dreifingarsamning hjá Paramount Group í Bandaríkjunum, sem fjór- um sinnum á ári hefur gefið út safnplötur með lögum úr söng- lagakeppnum á þeirra vegum. Fyrir hverja plötu eru valdir um sautján höfundar af 1.000 til 1.500 höfundum sem senda inn lögin sín og því er árangur þeirra félaga einkar góður. „Það kom mér skemmtilega á óvart að þetta skyldi gera sig svona,“ segir Óskar. „Ég var búinn að taka þátt í annarri svona keppni og kom lögum þar í undanúrslit en fann síðan út að það var erfitt að kom- ast inn nema að vera Ameríkani. Þá fann ég þessa keppni og sendi lög í hana og þeim leist svona vel á þetta,“ segir hann. Óskar hefur gefið út eigin tón- list frá árinu 1991 þegar snældan Gamall draumur kom út en þar söng Bubbi Morthens titillagið. Ingólfur, sem hefur undanfarin ár starfað við útgáfumál, var áður í hljómsveitinni Þokkabót. Með samning við Paramount
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.