Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 8
Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, segist ætla að einbeita sér að því næsta árið að semja um frið við Palestínumenn. Hann segist sannfærður um að Pal- estínustjórn hafi einlægan áhuga á því að ná samningum, og tók fram að sjálfur ætli hann ekki að leita að afsökunum til að tefja samninga- ferlið. „Andrúmsloft hefur skapast þar sem persónulegt traust ríkir,“ sagði Olmert. „Mér finnst að um eitthvað sé að ræða, og það er okkur í hag að eiga í viðræðum.“ Síðan bætti hann við: „Ég vil taka það fram hér, með eins ákveðnum hætti og hægt er, að ég hef ekki í hyggju að leita að afsökunum til þess að koma í veg fyrir framgang viðræðna.“ Þetta sagði Olmert á ísraelska þinginu á mánudag. Hann hefur sætt gagnrýni í Ísrael undan- farið fyrir að ætla að fara of geyst í samningaviðræður við Palestínu- stjórn. Fyrr um daginn sagði Haim Ramon, náinn samstarfsmaður Olmerts, að Ísraelsstjórn væri til- búin til að semja um skiptingu Jer- úsalemborgar, sem er eitt við- kvæmasta málið í deilum Ísraela og Palestínumanna. Á mánudag hittust ísraelskir og palestínskir samningamenn til að setja saman sameiginlega yfirlýs- ingu, sem þeir ætla að leggja fyrir friðarráðstefnu sem Bandaríkja- stjórn stendur að í næsta mánuði. Ætlar sér að semja um frið Ekki stendur til að einka- væða Orkuveitu Reykjavíkur og auðlindirnar sjálfar eiga ekki endilega að verða einkavæddar, sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra á Alþingi í gær. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, vakti máls á stöðu mála varðandi sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geys- ir Green Energy, í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær og sagði blik- ur á lofti í orkumálum. Hann sagði hætt við að nú væri hafin vegferð sem gæti endað með því að þjóðin missti stjórnina yfir orkulindunum. Sú vegferð hefði hafist með sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, og nú keppt- ust einkaaðilar við að sölsa undir sig háhitasvæðum. Geir H. Haarde svaraði fyrir- spurninni og sagði að ekki stæði til að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur, það hefði margoft komið fram hjá borgarstjóra, og stefnan hefði verið mörkuð í þá átt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á síðasta vori. Geir benti enn fremur á að iðn- aðarráðherra væri með lagabreyt- ingar í smíðum sem vonandi yrði hægt að ná breiðri samstöðu um á Alþingi. „Ég get tekið undir eitt og eitt sjónarmið hjá háttvirtum þing- manni [Ögmundi Jónassyni] hvað þetta varðar. Auðlindirnar sjálfar, sem eru í almannaeigu í dag, eiga ekki endilega að vera andlag einkavæðingar,“ sagði Geir. Ögmundur misheyrði ummæli Geirs, og taldi hann hafa sagt að auðlindirnar ættu ekki allar að vera einkavæddar. Geir leiðrétti misheyrnina og ítrekaði ummæl- in um að auðlindirnar ættu ekki endilega að vera andlag einka- væðingar. Ögmundur sagði að á þessum ummælum sæist vel hvernig reynt væri að drepa umræðunni á dreif. Nánast væri útilokað að skilja hvert Geir væri að fara með þessum ummælum. Sinn skilningur væri sá að með þessu væri Geir í raun að segja að ekki stæði endilega til að einka- væða allar orkulindir lands- manna. Þetta væru alvarlegar hótanir úr stjórnarráðinu um að ráðist yrði í umfangsmikla einka- væðingu í orkugeiranum. „Staðreyndin er þessi, undir verndarskjóli ríkisstjórnarinnar er verið að einkavæða orkulindir landsmanna,“ sagði Ögmundur. Verið væri að véla með dýrmætar eignir með færslum sem ekki þyldu dagsljósið. Auðlindirnar ekki endilega einkavæddar Forsætisráðherra segir auðlindirnar ekki endilega eiga að vera „andlag einkavæðingar“. Alvarlegar hótanir um að ráðist verði í umfangsmikla einka- væðingu í orkugeiranum segir þingmaður VG. Hvað heitir framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins sem sótti Ísland heim á dögunum? Hvað heitir listakonan sem hannaði friðarsúlu til minning- ar um John Lennon? Myndband hvaða hljóm- sveitar var nýlega kosið besta tónlistarmyndband sögunnar? Staðreyndin er þessi, undir verndarskjóli ríkis- stjórnarinnar er verið að einka- væða orkulindir landsmanna.“ Ritt Bjerregaard, borgarstjóri Kaupmannahafnar, segir vel hugsanlegt að ung- mennum í Kaupmannahöfn verði boðið nýtt æskulýðsheimili til afnota, í staðinn fyrir húsið á Norðurbrú sem rifið var í vor. Bjerregaard boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem hún skýrði frá þeim skilyrðum, sem slíkt hús þyrfti að lúta. Frá þessu var skýrt í dönskum fjölmiðlum í gær. Borgarstjórinn ætlar á morgun að hitta fulltrúa ung- mennanna, sem krafist hafa þess að fá nýtt æskulýðsheimili. Nýtt Ungdoms- hus mögulegt Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.