Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 10
Fyrsti áþreifanlegi árangurinn í fjóra mánuði náðist í stjórnarmyndunarviðræðum í Belgíu í gær þegar meirihluta- flokkarnir, kristilegir demókratar og frjálslyndir, komu sér saman um harðari stefnu varðandi hælisleitendur og efnahagslegar takmarkanir. 120 dagar eru frá kosningum og hefur viðvarandi pattstaða milli hollenskumælandi Flæmingja og frönskumælandi Vallóna valdið ótta um að til klofnings Belgíu gæti komið. Enn á þó eftir að greiða úr helsta deilumálinu sem snýr að aukinni sjálfstjórn málasvæðanna. Árangur í við- ræðum í Belgíu Víðtækar umhverf- isbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófugla- byggðum fækkað og margir stofn- ar eiga erfitt með að koma ungum á legg. Ótvíræðar en flóknar breyt- ingar á vistkerfi sjávar kalla á að þáttum sem hafa áhrif á sjófugla verði stjórnað betur. Á það jafnt við um fiskveiðar í atvinnuskyni, olíu- og eiturefnamengun og nytj- ar á sjófuglum. Þetta er meginniðurstaða hóps sérfræðinga frá Íslandi, Græn- landi, Færeyjum, Danmörku, Sví- þjóð og Noregi í vistfræði sjófugla, haffræði og auðlindum sjávar. Sérfræðingahópurinn kom saman í Þórshöfn í lok september. Sérstökum áhyggjum var lýst yfir nýlegum breytingum sem hafa átt sér stað á sunnanverðu svæðinu, frá Íslandi til Norðursjávar. Loft- lagsbreytingar hafa snert lykilteg- undir í vistkerfi sjávar og er smá- vaxna krabbadýrið rauðáta ein slíkra lykiltegunda í hafinu. Rauð- átuna er nú að finna norðar en hingað til en hún er nær horfin úr syðri hlutum NA-Atlantshafs þar sem sjófuglar eru í vanda en við- varandi ástand getur valdið hruni í stofnum þegar til lengri tíma er litið. Sérfræðingarnir telja breyt- ingarnar af völdum ýmissa sam- verkandi þátta, bæði náttúrulegra sveiflna í loftslagi og fyrir áhrif frá manninum. Skortur veldur afkomubresti „Við erum í kapp- hlaupi við tímann enda stutt þar til fer að snjóa á þessu svæði,“ segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, doktor í fornleifafræði, sem nú grefur af kappi upp fornminjar á jörðinni Tröð við Bolungarvík þar sem snjóflóðavarnargarður á að rísa innan skamms. Ekki verður hægt að byrja á byggingu garðsins, sem áætlað er að verði rúmlega 700 metra lang- ur og allt að 22 metra hár, fyrr en fornleifafræðingar hafa lokið verki sínu. Áætluð verklok þeirra eru um miðjan október. Við fornleifaskráningu 1996 voru skráðir 13 minjastaðir á því svæði sem fyrirhugaður varnar- garður á að standa. Flestir þessir minjastaðir munu annaðhvort eyðileggjast eða verða raskað við framkvæmdirnar. Fyrst átti að grafa á svæðinu árið 2003 en rann- sóknir töfðust, rétt eins og gerð varnargarðsins. Ragnar Edvardsson, fornleifa- fræðingur og minjavörður Vest- fjarða, segir að heimildir bendi til að á Tröð hafi verið byggð allt frá því um 1100 eða jafnvel fyrr. „Hins vegar var búið þarna fram á 20. öld þannig að enn sem komið er erum við ekki komnir í gegnum yngstu minjarnar en þær eru allt frá 1850 en nú erum við að fjar- lægja lítið hús frá þeim tíma, þá förum við að komast í eldri minj- ar. Því eldra því betra,“ segir Ragnar kankvís. Vilhjálmur segir þó að á Íslandi sé málum þannig háttað að gripir sem eru hundrað ára eða eldri telj- ist til fornminja. „Á þessari stundu höfum við verið að grafa upp gam- alt útieldhús, og höfum fundið ker- amikgripi þar, auk hluta af flösku sem annaðhvort hefur verið notuð undir brennivín eða meðul,“ segir Vilhjálmur. Hann útskýrir því næst að fólk á Íslandi hafi oft á tíðum eldað og matast utandyra áður fyrr, þá sérstaklega yfir sum- artímann. „Maturinn hefur verið soðinn að mestu en annars má segja að þessu hafi ef til vill svip- að til grillmenningarinnar nú á tímum, enda engin ástæða til að borða inni ef veður leyfir annað,“ segir Vilhjálmur áður en hann til- kynnir að hann verði að fara aftur að grafa þar sem það sé að stytta upp og hver mínúta mikilvæg á þessum tíma. Fornleifafræðingar í kappi við tímann Minjavörður Vestfjarða mæðist í mörgu um þessar mundir. Mikið liggur á að grafa upp fornminjar við Bolungarvík þar sem vetur er að halda innreið sína á Vestfjörðum auk þess sem þar á að fara að byggja snjóflóðavarnargarða. Frábært tilboð 75 sm breiðir Liebherr kæliskápar AFSLÁTTUR 30% „Þraut- seigja mín borgaði sig,“ segir Fata Orlovic, 67 ára gömul ekkja í Kon- jevic Polje, litlu þorpi skammt frá Sarajevo í Bosníu. Bosníustjórn hefur samþykkt að stór kirkja sem stendur á lóð hennar verði flutt fyrir árslok. Orlovic er múslimi. Hún var hrakin að heiman ásamt fjölskyldu sinni í Bosníustríðinu á árunum 1992 til 1995, rétt eins og aðrir múslimar í þorpinu. Hús þeirra voru ýmist rifin eða Serbar settust að í þeim. Moskurnar tvær, sem áður stóðu í Konjevic Polje, voru rifnar niður. Þegar Orlovic sneri heim aftur árið 1999 tók hún eftir því að stór serbnesk kirkja hafði verið reist á lóðinni fyrir framan húsið hennar. Síðan þá hefur hún átt í linnu- lausri baráttu við stjórnvöld. Hún krafðist þess að kirkjan yrði rifin eða flutt. „Þetta er mitt land, þetta er mitt hús og þetta er serbnesk kirkja mitt á lóðinni minni,“ útskýrði hún þar sem hún stóð á svölum húss- ins, sem nýverið hefur verið gert upp. „Ég vil bara lóðina mína og garðinn fyrir framan húsið eins og hann var fyrir stríðið.“ Nú hefur ríkisstjórn Bosníu loks tekið þá ákvörðun að kirkjan verði flutt fyrir áramótin. „Ég vona bara að af því verði,“ segir Orlovic. Kirkjan verður flutt af lóðinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.