Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 29
Blackbird – Svartur fugl – er býsna þétt samið leikrit þótt það sé í raun- inni bara tveggja manna tal. Efnið er áleitið, sumpart ógeðfellt, en hér eru rifin hrúður af sárum sem eru illa gróin hjá tveimur einstakl- ingum, fórnarlambi misnotkunar og geranda, karli og konu, sem mörgum árum eftir athæfið, smán- artíma, dóma og fangelsi, hittast. Hún leitar hann uppi. Þetta er hefndardrama með óvæntum snún- ingi í fléttu eftir látlitla orrahríð þar sem rakin er öll sagan með sínum ljótu og fögru hliðum. Höf- undurinn sest ekki í dómarahlut- verk heldur veltir við ýmsum stein- um á vegferð þeirra beggja. Lánleysi gerandans sem er á hrak- hólum þegar hann festist í girnd sinni á stúlkubarni sem er rétt eins og hann hornreka í fjölskyldu og samfélagi. Leikskáldið er býsna fundvíst á endalausa umsnúninga í uppgjör- inu og kemur áhorfanda stöðugt á óvart. Ekki veitir af: á einni og hálfri klukkustund í tveggja manna tali þarf að halda áhorfanda við efnið, halda spennu; tilbreytingin í hugsun atlögu, sóknar eins gegn öðrum, verður að vera rík svo athyglin haldist og spennan. Það kann David Harrower. Þetta er ugglaust erfitt verk í þýðingu og heimtar skilning ekki bara þýðanda heldur líka leikstjóra á tungumálinu sem snúið er á. Gra- eme Maley hefur engin þau tök á íslensku að hann geti ráðið í þýð- ingu Hávars Sigurjónssonar, hann verður að treysta henni. Hún var á tíðum bókleg og fjarri hversdags- legu talmáli. Af flutningnum að dæma er hún líka eintóna. Það er megingallinn á sýningunni: leik- stjóri og leikarar hafa illa greint lotur í slagnum og ekki fundið lotu- byggingunni í verkinu mismunandi tóna, sem kemur niður á leiknum og dregur úr slagkrafti sýningar- innar. Sólveig Guðmundsdóttir leikur Unu sem situr yfir rústum lífs síns og veit ekki hvað hún vill – þótt hún komist að því í enda leiksins. Afstaða hennar þá er raunar tví- bent. Hlutverk Unu er stórhættu- legt og eldfimt efni. Hún geymir margar hliðar, læst oft en missir sig í bræði, segir eitthvað sér þvert um geð. Hlutverkið útheimtir mikið þrek og tækni á afar víðu sviði sem safnast aðeins hjá leik- konu með fjölbreyttri reynslu. Hana hefur Sólveig Guðmunds- dóttir ekki hlotið og reyndar fáar leikkonur á hennar aldri – um þrí- tugt. Svo er komið í íslensku leik- húsi. Hér fá jafnvel bestu kraftar ekki samfelld tækifæri til þroska. Það er vissulega mikið áræði hjá Sólveigu að ráðast á þennan garð og árangur hennar er mikilsverð- ur. Hún gengur frá verkinu með fullan sóma og reynslunni ríkari. Pálmi Gestsson er prýðiskast í þessa rullu þótt eftir á komi reynd- ar ýmsir frekar í hugann – segjum bara Hilmar Jónsson svo gripið sé til fastamanna hjá Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Pálmi er rusti frekar en lánleysingi. En hann hefur víð- tæka sviðsreynslu þótt hann hafi um langa hríð einbeitt sér að trúðs- hlutverki og sé orðinn skemmdur sem dramatískur leikari fyrir bragðið. Hann nær ekki fullum tökum á hlutverkinu, líka vegna þess að upphafið er of uppspennt, asi of mikill of snemma. Hann er leiksoppur og verður að hafa stöð- ugan vara á, hvað hann segir og hvernig hann lætur. Túlkun Pálma er einföld í roðinu. Þrátt fyrir þessa annmarka í sviðsetningu verksins er þetta spennandi kvöldstund og fantavel skrifað leikrit. Það er reyndar eig- inleiki sem ekki er gefið mikið fyrir nú um stundir. En raunin er samt sú að þannig verk vilja leik- húsgestir sjá og það geta þeir næstu vikurnar í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Tónleikar á vegum Tónlistarfé- lags Borgarfjarðar verða haldnir á fimmtudaginn í Logalandi í Reykholtsdal. Harpa Harðardótt- ir söngkona og Kristinn Örn Kristins- son píanó- leikari munu flytja sönglagaperl- ur úr söngleikjum eftir George Gershwin og spjalla um höfundinn og tónlistina. Þá mun Aðalheiður Halldórsdótt- ir, sem er dóttir Hörpu og dansari við Íslenska dansflokkinn, flétta dansatriðum við nokkur laganna. Gömlum ljósmyndum af tón- skáldinu verður varpað á vegg í bakgrunni. Á efnisskránni verða mörg þekktustu laga Gershwins á borð við Summertime, The Man I Love, Someone to Watch over Me og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Allir eru velkomnir og að vanda er aðgangseyrir 1.500 krónur fyrir aðra en börn og meðlimi Tónlistarfélags Borgar- fjarðar. Gershwin í Reykholtsdal Tveggja manna tal á laun Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is LEG Yfir 9.000 áhorfendur! Trylltar viðtökur og 12 Grímutilnefningar Hálsfesti Helenu söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís Hjónabands- glæpir Áleitið verk um ástina Uppselt á allar sýningar í vor! Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason tilnefnd til Grímuverðlauna Hvað er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs? Síðasta sýning sunnudagskvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flytur erindi að lokinni sýningu. eftir Eric-Emmanuel Schmitt eftir Carole Fréchette Þau eru komin aftur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.