Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 33
Í dag verður í fyrsta sinn hægt að sækja nýjustu plötu Radiohead, In Rainbows, af heimasíðu sveitar- innar, Radiohead.com. Fjölmargir aðdáendur hljómsveitarinnar hafa þegar pantað plötuna en fólk má ráða hvað það borgar fyrir hana. Söngvarinn Ian Brown og John- ny Marr, fyrrum gítarleikari The Smiths, sem báðir tóku á móti Q- verðlaununum fyrir skömmu, eru mjög ánægðir með að aðdáendurn- ir fái að ráða verðinu á plötunni. „Þetta er frábær hugmynd. Ég er fylgjandi öllu sem getur hrist upp í tónlistariðnaðinum,“ sagði Brown. Marr fagnaði því hversu mikið hljómsveitin treystir á mannlegt eðli. „Við eigum eftir að sjá hvort þeir fá traustið endurgoldið. Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp,“ sagði hann. Stórsveit Samúels J. Samúelsson- ar er á leiðinni í fimm daga tón- leikaferð um landið til að kynna sína nýjustu plötu, Fnyk. „Þetta verður ævintýri. Það er mjög góð stemning hjá okkur og menn eru spenntir. Það er alltaf gaman að koma út á land og ég vona að það verði stemning þar,“ segir Samú- el. Fyrstu tónleikarnir verða á Domo í kvöld og eftir það ferðast sveitin til Grundarfjarðar, Akur- eyrar, Seyðisfjarðar og Eyrar- bakka. Alls munu 22 manns ferð- ast í rútu um landið, þar á meðal tökumaður sem ætlar að gera heimildarmynd um ferðalagið. Hinn 19. október spilar Stórsveit- in síðan á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í Iðnó. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fékk platan Fnyk- ur mikla umfjöllun í hinu virta tímariti Vaxpoetics. „Þetta er eiginlega uppáhaldstímaritið mitt í þessari senu. Ég sendi inn plötuna til þeirra og hugsaði með mér að það væri gaman ef þeir myndu skrifa eitthvað um hana. Síðan fékk ég tölvupóst frá einum blaðamanninum sem var að „fíla“ plötuna svona vel og hann skrif- aði heilsíðu um mig og Ísland,“ segir Samúel, sem útilokar ekki að fara með Stórsveitinni út fyrir landsteinana á næsta ári. Stórsveitin ferðast um landið Tónlistarmaðurinn Pétur Ben hélt þrenna tónleika í Danmörku á dög- unum sem heppnuðust ákaflega vel. Komu Péturs til Danmerkur hafði verið beðið með mikilli eftir- væntingu eftir vel heppnaða tón- leika hans á Loppen og SPOT- hátíðinni í Danmörku þar sem hann var einn með kassagítarinn. Í þetta skiptið var hann aftur á móti með tvo aðstoðarmenn með sér. „Þetta gekk ósköp vel. Við fórum þrír saman, ég, Óttar Sæmunds- son og Sigtryggur Baldursson. Við keyrðum sjálfir um Danmörku og sungum voða mikið á leiðinni,“ segir Pétur, sem spilaði í Kaup- mannahöfn, Árósum og Álaborg. „Það var mikið af Íslendingum að horfa á og svo Danir í bland. Við- tökurnar voru æðislega fínar.“ Eftir að Pétur verður búinn að hlaða batteríin eftir ferðalagið hefst undirbúningur fyrir Iceland Airwaves-hátíðina þar sem hann bæði spilar sjálfur og með vini sínum Mugison. Æðislegar viðtökur Platan fáanleg í dag Kúbverski gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld klukkan 20. Hann hefur áður komið fram á Íslandi, fyrst á Lista- hátíð Hafnarfjarðar árið 1993 og síðar með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1999. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld má finna sónötu eftir Bach, Tango- Études eftir Piazzolla auk verka eftir Turina og Albeniz. Útgáfufyrirtækið Tonar, sem stendur að tónleikum Barruecos, gefur einnig út geisladiskinn Solo Piazzolla, þar sem hann leikur tón- list Astors Piazzolla. Það er fyrsti diskurinn sem gefinn er út í Manu- el Barrueco Collection, sem er safn af upptökum sem gerðar voru undir listrænni leiðsögn Barruec- os sjálfs. Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á vef Salarins, salurinn.is. Barrueco í Salnum Spennandi starf í boði! Í Nóatúni vinnur mikið af hæfileikaríku fólki sem myndar samheldinn hóp og leggur sig fram við að veita viðskiptavinum Nóatúns fyrsta flokks þjónustu. Nú er laus til umsóknar staða kjötstjóra í verslun Nóatúns. Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið í pósti á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 10 Reykjavík, b.t. starfsmannastjóra Nóatúns. Velkomin í hópinn! P IP A R • S ÍA • 7 19 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.