Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 19

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 19
Guðríður Arnardótt-ir, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, þarf að leita um það bil ár aftur í tímann að til- efni til að þyrla upp moldryki í þeim tilgangi að ná fram hefndum fyrir flokksbróður sinn eftir að ég vakti athygli á að hann hefði verið vanhæfur í skólanefnd þegar frændi hans var ráðinn aðstoðarskólameistari hér í bæ. Hefndin byggist hins vegar á röngum forsendum. Guðmundur G. Gunnarsson, sem var ráðinn árið 2006 í tímabundna verkefnis- stjórn hjá skipulagsdeild Kópa- vogsbæjar, gegnir ekki sömu störfum og fyrrverandi ritari skipulagsstjóra enda störfuðu þeir samhliða fyrst um sinn. Guðmundur tók m.a. við verkefn- um annars manns sem annaðist þau í útseldri vinnu með tilheyr- andi kostnaði. Þar sem samanburðurinn við starf ritara er rangur fellur öll röksemdafærsla Guðríðar eins og spilaborg um að Kópavogsbær brjóti jafnréttislög og verkefnis- stjórinn sé á ofurlaun- um. Skipulagsdeild Kópavogsbæjar getur hrósað happi yfir því að hafa fengið jafn hæfan verkefnisstjóra og fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi til að sinna mörgum brýnum verkefnum sem menn réðu illa við áður sökum manneklu. Þeir sem þekkja störf Guðmundar og kynna sér launatölurnar af sanngirni hljóta að furða sig á hneykslun Guðríð- ar. Það var heldur ekki seinna vænna fyrir hana að fetta fingur út í ráðningu hans því henni lýkur eftir örfáar vikur. Í næstum heilt ár stóð Guðríði á sama um það sem hún nú kallar spillingu. Henni var sama alveg þangað til flokksbróðir hennar var nappað- ur. Kópavogsbær leggur sig fram um að ráða gott fólk í kröfuhörð störf óháð stjórnmálaskoðunum þess. Það á jafnt við um samherja mína og Guðríðar. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Hefnd Guðríðar TH E E DG E OF H EAVEN KVIKMYND E F T IR F A T IH AK IN BESTA HANDRITIÐ CANNES 2007 TILNEFND TIL GULLPÁLMANS CANNES 2007 „Dramatísk, falleg og bjartsýn þrátt fyrir grimma atburðarás...einkar ánægjulegt að sjá Schygullu, drottnandi líkt og á tímum Fassbinders ...ein athyglis- verðasta mynd hátíðarinnar.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM HIN HLIÐIN | AUF DER ANDEREN SEITE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.