Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 32

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 32
Nærtæk leið til að draga verulega úr mengun frá bílaumferð er að knýja bíla með lífrænu etanóli í stað bensíns eða díselolíu. Ford C-Max Flexifuel er þannig bíll. Innan nokkurra áratuga verða olíulindir heimsins þurr- ausnar. Jafnframt er reiknað með því að bílaeign mann- kynsins muni meira en tvöfaldast fram til ársins 2030 – úr um 925 milljónum nú yfir í tvo milljarða. Ef allur þessi bílafloti á að ganga fyrir olíu og bensíni mun ganga enn hraðar á olíubirgðirnar og olíuverð hækka í samræmi við það. Að sama skapi yrði mannkyninu lítt ágengt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ef ekki verður stórlega dregið úr notkun jarðefnaelds- neytis í samgöngum. Það er því ekki að undra að bílaframleiðendur eru byrjaðir að bjóða upp á bíla sem ganga fyrir öðrum og umhverfisvænni orkugjöfum en olíu og bensíni. Á meðan beðið er eftir því að rafhlöðutæknin nær því stigi að mengunarlausir rafmagnsbílar verða sam- keppnisfærir – eða vetnisbílar – eru í boði bílar með hefðbundnum sprengihreyflum sem ganga fyrir elds- neyti sem mengar miklu minna en bensín. Um nokkurt skeið hafa bílar sem ganga fyrir jarð- eða metangasi verið í umferð, meðal annars hér á landi, en aðalgallinn við þá er að stór gaskútur tekur mikið af farangurs- rýminu og áfyllingarstöðvar eru mjög fáar (aðeins ein hér á landi). Fljótandi lífeldsneyti hefur marga kosti fram yfir lífrænt gas, séð frá sjónarhóli neytandans. Það er af þessari ástæðu sem líf-etanól – unnið úr lífmassa sem til fellur í landbúnaði – hefur náð afgerandi forystu á markaðnum fyrir umhverfisvæna bíla. Í Brasilíu hafa þeir um árabil verið markaðsráðandi. Í Svíþjóð sækja etanólbílar hratt á og eru nú komnir um 80.000 slíkir bílar á göturnar þar í landi. Um þessar mundir er verið að opna eitt þúsundustu E85-eldsneytisstöðina í Sví- þjóð, en E85 er alþjóðlega heitið á lífetanóli sem bland- að er bensíni, 85 prósent etanól en 15 prósent bensín. Brimborg, umboðsaðili Ford, Volvo og Citroën, og Olís hafa nú hafið innflutning E85-eldsneytis og bíla sem ganga á því. Fréttablaðið reynsluók Ford C-Max Flexifuel, öðrum tveggja bensín/etanól-tvíorkubíla sem Brimborg hefur nú flutt inn til að kynna þessa tækni hér á landi. Aðalkosturinn við að knýja bíl með E85 í stað bensíns er að koltvísýringsútblástur telst vera allt að því 80 prósent minni. Þar sem etanólið hefur minna orkugildi á hvern lítra eldsneytis en bensín eyðir Flexifuel-vélin meiru þegar hún gengur á E85 og munar þar sam- kvæmt mælingum í reynsluakstri erlendis allt að 30 prósentum. Hvort etanólbílar verða samkeppnisfærir á markaðnum hérlendis veltur því að mestu á því hvernig stjórnvöld ákveða að haga skattheimtu af lífetanól-eldsneytinu. Í Svíþjóð kostar lítrinn af E85 sem svarar um 80 krónum en bensín 110-120 krónum, sem gerir að verkum að þótt nærri þriðjungi meira þurfi af E85 en bensíni til að knýja bílinn þá er það samt ódýrara. Og ekki síst: samviskan er hreinni. Í C-Max Flexifuel-bílnum er hin vel þekkta 1,8 lítra Duratec-bensínvél frá Ford. Í Flexifuel-útgáfunni er bíllinn útbúinn eldsneytisgeymi, leiðslum og inn- spýtingu sem betur þolir tæringu, þar sem meira vatns- innihald er í etanólinu en bensíni. Í tvíorku-útgáfunni er einnig öflugri vélartölva, sem nemur sjálfkrafa hvers konar eldsneyti kemur inn á vélina og stillir eldsneytisdælinguna og innspýtinguna í samræmi við það. Ökumaður verður ekki var við neinn mun. Í notkun finnst sem sagt enginn munur á Flexifuel-útgáfunni og venjulegum bensínbíl. C-Maxinn, sem er svokölluð „rýmisbíls“-útgáfa af Ford Focus (en er nú ekki lengur kenndur við Focus- fjölskylduna), er lipur og notadrjúgur fjölskyldubíll. Undirritaður kann að vísu ekki að meta eitt helsta hönnunareinkenni rýmisbílanna, sem er mjög áber- andi á C-Maxinum, en það er að A-póstarnir eru teygðir út á mitt húdd svo að framrúðan er mjög langt frá öku- manni og póstarnir skyggja á útsýni hans. Og jafnvel þótt setið sé hátt í bílnum, rúður stórar og útsýni þar með almennt gott, sér ökumaður ekki fram á húdd- brún, sem spillir skynjuninni fyrir ytri mörkum bílsins sem er ókostur til dæmis þegar lagt er í stæði. Um C-Maxinn gildir annars það sama og um Focus- inn, þar fer lipur bíll sem sýnir skemmtilega aksturs- eiginleika í borgarumferð og á þjóðvegum. Ódýrt verk- andi plast í mælaborði og innanrými dregur nokkuð niður tilfinninguna fyrir gæðum, en hönnun og frá- gangur er annars hinn ágætasti. Aðalsmerki C-Max er auðveld umgengni, fjölhæfni og notagildi. Meðal stað- albúnaðar er nú ESP-stöðugleikakerfi og 6 loftpúðar. Þar sem stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hvort etanólbílar skuli njóta afsláttar af aðflutnings- gjöldum eins og aðrir umhverfisvænir bílar liggur ekki fyrir að svo stöddu hvað Ford C-Max Flexifuel mun kosta. Ef enginn afsláttur skyldi fást af aðflutn- ingsgjöldunum yrði hann samkvæmt upplýsingum frá Brimborg á bilinu 60-80.000 krónum dýrari en bensín- útgáfan af bílnum með sömu vél, 1,8 Duratec. Lista- verð á honum er 2.380.000 kr. Umhverfissamviska í akstri Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.