Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 34

Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 34
Hugrún Ívarsdóttir, listakona á Akureyri, á nokkra skart- gripi sem henni þykir mikið til koma. „Ég á í vandræðum með að velja og segi því eins og sagt er í þekktri auglýsingu: „Það er bæði best,“ nema hvað hjá mér er um þrennt að velja,“ segir Hugrún hlæjandi þegar hún er beðin að sýna eftir- lætis skartgripinn sinn og segja sögu hans. Hún á einn sem henni þykir vænst um og annan sem hún ber oftast en sá sem kom óvæntast upp í hendur hennar verður fyrir valinu. „Ég var fyrir nokkrum árum búsett í Norður-Noregi og fór þar á útskurðarnámskeið hjá norska heimilisiðnaðarfélaginu. Ég bjó afskekkt á litlum stað og var lang- yngst í hópnum sem einkum samanstóð af herramönnum um áttrætt. Ég kallaði þá guttana mína. Á fyrsta afmælisdeginum eftir að ég flutti heim birtist pakki og í honum var hringur frá guttunum. Þeir höfðu efnt til samskota í félag- inu því þeir vildu endilega að ég ætti eitthvað til minningar um þá. Pakkinn kom virkilega á óvart og mér þykir mjög vænt um hringinn fyrir vikið. Hann er líka táknrænn fyrir svæðið sem ég var á því á honum er svokallaður Norrlands- bátur.“ Norrlandsbátur frá norsku guttunum Ro m an iD an ce St ud io Uppl. í síma :844-6716 e-mail:rositsa@simnet.is TRIBAL MAGADANS Vill bjóða ykkur í heim framandi tónlistar,lita og dans...... Stúlkur á öllum aldri hjartanlega velkomnar til að kynnast nýjum stíl í magadansi sem einnig er frábær leið til líkamsræktar og til að laða fram kvenlegt eðli. Nýtt Dansnámskeið byrjar 15 Oktober 2007 .Reykjavík-Magadanshús Skeifan 3 .Hafnarfirði-Hress Heilsurækt Dalshrauni 11 www.magadans.is s.568-0973

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.