Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 44

Fréttablaðið - 13.10.2007, Side 44
hús&heimili Í Rangárselinu í Reykjavík er vinnustofa leirkerasmiðsins Helgu Unnarsdóttur. Um þessar mundir ber þar mest á munum sem gerðir eru með hinni japönsku aðferð ragú. „Hlutirnir verða til í mínum eigin höndum og eru hannaðir af sjálfri mér. Þannig er allt unnið frá grunni,“ segir Helga þegar hún er heimsótt. „Ég sérhæfi mig ekki í neinu sérstöku en nú er ég dálítið heilluð af ragú-brennslunni eins og sjá má,“ bætir hún við og bendir á hluti í kringum sig. Hún kveðst hafa lært ragú-aðferðina í Myndlista-og handíðaskólanum og einnig í Ungverjalandi. Reyndar hafi hún unnið lokaverkefni sitt með þeirri tækni árið 1999. „Þó svo aðferðin sé aldagömul í Japan þá var hún nokkuð nýtilkomin hér á Íslandi þá,“ segir hún og lýsir aðferðinni lauslega. „Fyrst er gripurinn brenndur í 900 gráðu heitum ofni og síðan með kósangasi þannig að sprungur myndist. Þá er honum hent í sag sem verð- ur að sóti í sprungunum.“ Hún kveðst vera með aðstöðu til ragú- brennslunnar austur á Eyrarbakka en frekari meðhöndlun munanna eigi sér stað á vinnustofunni í Rangárselinu. Þangað komi fólk oft og fylgist með því sem hún sé að gera. -gun Japönsk og íslensk áhrif Leirkerasmiðurinn Helga Unnarsdóttir er um þessar mundir heilluð af hinni japönsku ragú-brennslu sem hún notar til að móta fallega muni á vinnustofu sinni í Breiðholti. Þangað kemur einnig fólk og fylgist með því sem hún er að gera hverju sinni. Helga Kristín hefur alltaf nóg við að vera á vinnustofunni og þangað fær hún líka gesti í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI á veggi EPLABAKA Belgíska fyrirtækið Applepie design útbýr hina margvíslegustu stensla og þar er að finna ótrúlegt safn af fallegum og skemmtilegum formum. Stenslar sem henta bæði í svefnherbergi, stofur, baðherbergi og í her- bergi barnanna. www.applepiedesign.be Brestur heitir þetta listaverk. Egg frerans eru flott. Frerar er nafnið sem Helga gefur þessum fuglum. Skálin ber heitið Snjór. GLER OG VIÐUR Ungi sænski hönnuðurinn Karl Oskar Karlsson sameinar gler og við í fallegum verk- um sínum. Þessi undurfallegi vasi er eitt af sköpunarverkum hans. Meira á vefsíðu hönnuðarins www. karloskar.net 13. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.