Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 75
Börn leika fyrir börn og ömmur og afa í gamla Austurbæjarbíói. Öskubuska er sem fyrr ákaflega aum lítil stúlka sem neyðist til þess að skrúbba og skúra frá morgni til kvölds meðan óþolandi stjúps- ystur fetta sig og gretta og þurfa ekkert að gera annað en klaga þá stuttu. Í þessari útgáfu er pabbinn allt í einu sýnilegur þó hann sjálfur sjái nú harla lítið, honum er nefnilega haldið sofandi á lyfjum í hjólastól og það er hin útsmogna stjúpa sem sér til þess. Öskubuska, sem vill pabba sínum allt hið besta, er svo látin dæla lyfjunum í hann án þess að vita sjálf að hún er að gera hann að sjúklingi. Ballið er á sínum stað eins og í gömlu sögunni. Prinsinn er á sínum stað eins og í hinni hefð- bundnu sögu en hann á aftur á móti litla kærustu sem er, eins og Ofelía í Hamlet, ekki þessum prinsi samboðin þannig að þess vegna verður að blása til dansleiks þar sem kynna á kvenkostinn í ríkinu. Þar er stúlkutetrum raðað upp og þær kynntar ekki ósvipað og gert er í hinum for- heimskandi fegurðarsamkeppnum samtímans. Stjúpan heggur hælinn af annarri dótturinni og tána af hinni en engu að síður er það hin aumk- unarverða Öskubuska sem passar í skóinn alveg eins og við þekkjum úr ævintýrinu gamla. Lítil álfkona með sólgleraugu hafði hjálpað henni til að komast af stað og auðvitað dansaði hún við prinsinn og missti af sér skóinn eins og lög gera ráð fyrir. Nú hefst hin mikla leit um allt ríkið að þeirri stúlku sem passar í skóinn og þegar Öskubuska er komin aftur í skóinn fær prinsinn leyfi til þess að giftast Bjönku æskukærustunni sinni þannig að þegar brúðkaup er haldið og allir hlæja og hoppa og leikritið er búið er Öskubuska alveg eins umkomulaus og hún var þegar hún var útundan heima hjá stjúpunni. Það er ekkert sem segir að Öskubuska geti ekki orðið hamingjusöm án þess að giftast prins- inum. Kannski hafa höfundar hér hugsað með sér að þetta væri rosalega sneddí því þá gæti hún bara farið í háskóla og orðið hjúkrunarfræð- ingur eða kvenprestur, en því miður hugsa ekki krakkar þannig. Einhverja umbun átti Ösku- buska að fá og til hvers var verið að leita að stúlku sem passaði í skóinn? Hver var markhópur sýningarinnar? Áhorf- endahópurinn er oftast á fyrstu árum grunn- skóla fyrir utan afana og ömmurnar og lausnir af þessu tagi eru ekki alveg í smekk og anda þessara áhorfenda. Agnar Jón Egilsson er bjartsýnismaður og einkar hugmyndaríkur og á mikið hrós skilið fyrir að koma saman sýningu af þessari stærð- argráðu með svo svakalega ólíkum listamönn- um. Aldur leikaranna teygist frá 9 til 15 ára og það er kannski það sem er erfiðast, að þroskam- unur listamannanna er svo mikill. Mér eru sérstaklega minnisstæðir tveir yndis- legir þjónar sem báru glasabakka í höllu kon- ungs, einkar ábúðarfullir, tóku starf sitt alvar- lega og voru svo sannarlega með hugann við það sem þeir voru að gera. Kallari konungs var skýrmæltur mjög og fór Malen Rún Eiríksdóttir með það hlutverk. Öskubuska sjálf var einnig ein af þeim sem bæði töluðu skýrt og skildu hvað þau voru að segja. Bryndís Tatjana Dimitrisdóttir verður sennilega oftar á fjölunum. Það er erfitt að fara að telja upp alla leikarana en það er ekki hægt að tala um þessa hátíð án þess að minnast á álfkon- una litlu sem varð uppáhald áhorfenda, Snædís Arnardóttir heitir stúlkan sú og kunni vel þá list að stela senunni. Þessi sýning er um margt mjög góð en lýsingin var draugsleg og á köflum eins og ekki nægjanlega til hennar vandað. Það sem er virðingarvert er að vera með svona marg- breytilegan leikhóp og takast að láta alla njóta sín því sumir fengu að stökkva inn í mörg hlut- verk. Afi, stattu upp úr sófanum og farðu með barnabörnin að horfa á frábæra leikara syngja og leika og bjóddu þeim svo á leiklistarnámskeið á eftir! Til hamingju, krakkar! Öskubuska fékk ekki prinsinn Tríó Vadims Fedorovs Tónleikar miðvikudaginn 17. október kl. 21 Frönsk sveifla í bland við heims- og jazztónlist! Margrét Valdimarsdóttir leiðir tónleikagesti um sýninguna Handverkshefð í hönnun kl. 20 Handverkshefð í hönnun Sýnd eru verk 34 hönnuða, lista- og handverksfólks Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14. Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum. Listakonan tekur á móti gestum um helgina. Vissir þú... að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur. Bókanir: gerduberg@reykjavik.is • sími 575 7700 Sýningar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.