Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 2
Hólmar, hvað gerir þú eigin- lega á fimmtugsafmælinu þínu? Faðir fjögurra ára barns hefur verið dæmdur til þess að greiða fjórfalt meðlag með því, uns það verður átján ára. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Að því er fram kemur í dómn- um var móðirin tekjulág, en fað- irinn hafði 125 milljónir króna í fjármagnstekjur í hittifyrra. Dómarinn vísaði í barnalög, þar sem segir að fjárhagsstaða for- eldra og aflahæfi skuli ráða með- lagi, þannig að þessi mismunur á tekjum réð úrslitum í málinu. Dómur um fjórfalda meðlags- greiðslu mun vera einsdæmi hér á landi. Gert að greiða fjórfalt meðlag Lögreglan í Álaborg á Norður-Sjálandi leitar nú vísbendinga um uppruna ung- barns, sem líkið fannst af í malargryfju utan við borgina. Líkið fannst með þeim hætti að fólk sem hafði fengið möl til að fylla upp í lóðina hjá sér uppgötv- aði hluta úr barnslíki í mölinni. Góða staðháttakunnáttu þarf til að vita af malargryfjunni og telur lögreglan að sá sem kom líkinu fyrir sé búsettur í borginni. Allar nýbakaðar mæður stúlkubarna í umdæminu verða heimsóttar, en þær eru um 100 talsins. Lögregla leitar uppi mæður Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Frosin læsing? Náðu þér í lása„sprey“ með afmæliskorti Olís Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna (BHM), segir sömu rök og lágu að baki hækkun launa hjá yfirstjórnendum hjá RÚV ohf. eiga að gilda fyrir óbreytta starfs- menn. „Það er alltaf fagnaðarefni ef það er hægt að borga mönnum góð laun. Þegar verið er að hækka laun yfirstjórnenda hjá fyrirtækj- um í eigu hins opinbera um tugi prósenta ættu sömu rök að geta stutt hækkun launa óbreyttra starfsmanna.“ Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á miðvikudag hækkuðu mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra úr 800 þúsund krón- um á mánuði í 1,5 milljónir þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opin- bert hlutafélag. Ársvelta RÚV ohf. er um 3,8 milljarðar króna. Ómar Benediktsson, stjórnar- formaður RÚV ohf., segir launa- hækkunina skýrast af skipulags- breytingum en yfirmönnum var fækkað úr átta í fimm og við það varð starf yfirmannanna fimm umfangsmeira en það hafði verið. Laun Páls eru umtalsvert hærri en hjá forstjórum annarra hluta- félaga í eigu ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands- pósts, er með rúmlega 1,1 milljón á mánuði en velta þess félags er um 5,6 milljarðar. Laun forstjóra ríkisfyrirtækja, sem ekki eru hlutafélög, eru þó nokkuð lægri en hjá stofnunum og fyrirtækjum. Forstjóri langsam- lega stærsta fyrirtækisins í opin- berri eigu, Friðrik Sophusson, er með sömu mánaðarlaun og Páll. Velta þess félags er hins vegar um 21 milljarður á ári og heildarverð- mæti þess er um 60 milljarðar króna, samkvæmt óháðu mati Par X viðskiptaráðgjafar. Stjórn Starfsmannasamtaka RÚV ohf. ætlar sér að taka málið til skoðunar á fundi á næstunni. Baldvin Þór Bergsson, formaður stjórnarinnar, sagði hækkunina hafa komið nokkuð á óvart en sagði það jafnframt „fagnaðar- efni“ ef miðað yrði við þessar hækkanir við endurskoðun næstu kjarasamninga. Grunnlaun fréttamanna með háskólamenntun hjá Ríkis- útvarpinu eru 205 þúsund krónur á mánuði. Ofan á þau bætist vakta- álag og yfirvinna. Stefán segir laun fréttamanna vera nálægt því að „skrapa botn- inn“ í launaskalanum hjá BHM. „Grunnlaun fréttamanna eru mjög lág og með þeim allra lægstu innan okkar vébanda. Að meðaltali eru fréttamenn með 260 til 270 þúsund í mánaðarlaun og það eru ekki margar stéttir innan BHM sem eru með svo lág laun. Vonandi hækka þau sem allra mest við endurskoðun kjarasamninga.“ Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Undirmenn hækki eins og yfirmenn Framkvæmdastjóri BHM segir eðlilegt að óbreyttir starfsmenn hækki í launum til jafns við yfirmenn. Stjórn Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins fundar um málið á næstunni. Grunnlaun fréttamanna eru 205 þúsund krónur á mánuði. Samskipti sambandssinnaðra mót- mælenda og lýðveldissinnaðra kaþólikka á Norður- Írlandi versnuðu í vikunni, er fulltrúar sambands- sinna á norður-írska þinginu komu í veg fyrir að samþykkt yrðu lög sem höfðu að markmiði að auka veg gelísku á Norður-Írlandi. Lýðveldissinnar eru mjög áfram um að hið forna mál Íra hljómi meira á eynni grænu, þar sem enska er annars allsráðandi. Í írska lýðveldinu nýtur gelískan stjórnarskrárverndar og í Skotlandi eru í gildi bresk lög sem stuðla að viðgangi hennar. En Edwin Poots, ráðherra menningarmála í norður-írsku heimastjórninni, sem sjálfur er mótmælandi, tjáði þinginu í Belfast að hin áformuðu lög um viðgang írskrar tungu yrðu of dýr í fram- kvæmd og myndu að auki stuðla að auknum klofningi trúarhópa. Í sameiginlegum friðartillögum forsætisráðherra Írlands og Bretlands frá því í fyrra, sem leiddu til endurreisnar samstjórnar hinna áður stríðandi fylkinga á Norður-Írlandi, var kveðið á um að stutt skyldi við viðgang gelískunnar. Enda sökuðu leiðtogar kaþólikka sambandssinna um að ganga á bak því sem samið hefði verið um og hótuðu að leita íhlutunar af hálfu bresku stjórnarinnar, sem heldur eftir sem áður æðsta stjórnvaldi á Norður-Írlandi. Poots sagði það hlálegt ef lýðveldissinnar sem lengi hefðu barist gegn yfirráðum Breta skyldu nú leita á þeirra náðir vegna þessa máls. Saka sambandssinna um svik Rafiðnaðarsam- band Íslands hefur sent Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem bent er á ósamræmi í málflutningi hans í launamálum. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, segir að Páll vilji miða við lægstu taxta fyrir starfsfólkið en meðallaun forstjóra þegar um hann sjálfan er að ræða. „Ef hann væri samkvæmur sjálfum sér ætti hann að greiða starfsmönnum sínum þau meðallaun sem eru á almennum markaði,“ segir Guðmundur og gerir kröfu um að laun rafiðnað- armanna verði strax hækkuð. Sendi útvarps- stjóra bréf „Árið 2008 verður annar maður í Kreml,“ sagði Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti í sjónvarpi í gær. Hann tók sér þrjá tíma í að svara spurningum frá almenningi, en það er í sjötta sinn á forsetaferlinum sem hann gerir slíkt. Hann ræddi meðal annars um stríð Bandaríkjanna í Írak og deilur um kjarnorkuáætlun Írans. „Það er hægt að þurrka einstaka einræðisríki út af kortinu, en það er gjörsamlega tilgangslaust að standa í stríði við heila þjóð,“ sagði Pútín meðal annars. Sagði fátt um fyrirætlan sína Björn Ingi Hrafnsson borgar- fulltrúi er hættur í stjórn Reykja- vik Energy Invest og sömuleið- is Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Nýtt fólk í stjórninni kemur úr fimm manna framkvæmdastjórn Orkjuveitunnar; Anna Skúladótt- ir, sem er framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, og Páll Erland, framkvæmdastjóri veitna. Varamaður er Hólmsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri ytri tengsla og umsýslu. Þau þrjú voru öll á upphaflegum lista yfir „lykilmenn“ sem áttu að fá að kaupa hluti í REI. Björn Ingi og Haukur hættir Að meðaltali eru frétta- menn með 260 til 270 þúsund í mánaðarlaun og það eru ekki margar stéttir innan BHM sem eru með svo lág laun. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í gær til að greiða þrettán ára dreng rúmlega 26 milljónir auk vaxta og dráttar- vaxta ískaðabæturvegnasúrefnis- skorts sem hann varð fyrir við fæðingu. Pilturinn er alvarlega fatlaður, með þroskahömlun og hegðunar- erfiðleika. Í niðurstöðum dómsins segir að móðir hans hafi verið lögð á sjúkrahús árið 1994 þegar hún var á 41. viku meðgöngunnar. Hún hafi verið með háan blóðþrýsting, nær ekkert legvatn og fóstrið hafi sýnt smávægileg vaxtarfrávik. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði morguninn eftir. Í aðdraganda fæðingarinnar varð hann fyrir súrefnisskorti. Bóta- krafan var byggð á því að fötlun piltsins stafaði af mistökum starfsmanna sjúkrahússins. Verj- andi starfsmannanna hélt því fram að fötlun hans hefði orðið þegar á meðgöngu. Læknaráð taldi svo að fötlun drengsins mætti rekja til samverkunar þessa þátta, afar ólíklegt væri þó að súrefnisskort- ur væri eina orsök veikindanna. Karl Axelsson, lögmaður drengsins, segir bæturnar óvenju- lega háar enda hafi hann orðið fyrir miklum skaða. Dómurinn sé sérstakur að því leyti að þó að matsmenn og læknaráð hafi talið að fleiri atriði en súrefnisskortur kynnu að hafa valdið fötlun pilt- sins hefði verið krafist sönnunar á því að svo hefði farið þótt engin mistök hefðu verið gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.