Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 4
 Leggja á 769 milljónir næstu fjórtán mánuði í aðgerðir vegna manneklu á þjónustu- stofnunum Reykjavíkurborgar og í aðgerðir til þess að gera Reykjavík að eftirsóknarverðari vinnustað. „Við leggjum þessar aðgerðir til í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem er uppi. Við gerum okkur grein fyrir því að mannekla leys- ist ekki á einum degi, en viljum senda starfs- fólki okkar sem er í framlínunni skýr skilaboð um að við áttum okkur á því gríðarlega álagi sem það er undir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Með þessu viljum við tryggja betri trúnað og betri anda kjaraviðræðum á næsta ári.“ Meðal þess sem kemur fram í tillögunni er að hlunnindi starfsmanna verði samræmd, að 200 milljónum verði úthlutað til stjórnenda leikskóla til þess að umbuna starfsmönnum. Þá fær foreldri forgang fyrir barn sitt á leikskóla eða frístundaheimili meðan það vinnur þar og leikskólakennarar og starfsmenn hjúkrunar- heimila fá greidda yfirvinnu fyrir matartíma, sem þeim er skylt að eiga með þjónustuaðilum sínum. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir frestun á afgreiðslu málsins og vildu fá tækifæri til þess að kynna sér það betur. Málið verður afgreitt á aukafundi borgarráðs í dag. „Mér líst ágætlega á margt sem kemur fram í þessum tillögum og ég sá nokkrar nýjar hug- myndir. Að leysa manneklu hefur alltaf kostað fjármuni svo ef þetta leysir vandann eru þetta ekki miklir fjármunir þó síður sé,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sem setti fund borgarráðs í gærmorgun áður en kosinn var nýr formaður. Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmur mættu hvorugur vegna veikinda. Tryggður betri andi í kjaraviðræðum „Þar sem grunur leikur á að um saknæmt athæfi sé að ræða er skylda bæjaryfir- valda að sjá til þess að málið verði upplýst og farið með það fyrir dómstóla ef þörf krefur,“ segir minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis, sem telur maðk kunna að vera í mysunni varðandi veðsetningar á svokallaðri Tívolílóð í bænum. Hveragerðisbær seldi byggingarréttinn á Tívolílóðinni til feðganna Guðmundar Sigurðssonar og Sigurðs Fannars Guðmundssonar fyrir 50 milljónir króna. Þriðja febrúar 2006 fengu feðgarnir heimild bæjarstjóra til að veðsetja byggingar- réttinn. Félag um lóðina og tvær aðrar samliggjandi lóðir gengu síðan kaupum og sölum. Ekki var staðið í skilum og kröfðust feðgarnir uppboðs. Þegar til þess kom á föstudaginn í síðustu viku varð ljóst að þeir höfðu breytt skjölum þannig að ekki hvíldu aðeins veð á byggingarréttinum heldur lóðinni sjálfri sem átti þó að vera í eigu Hvergerðisbæjar. Feðgarnir felldu þá niður kröfu um uppboðið og afléttu fjórum samtals 400 milljóna króna veðum á lóðinni. Eftir stóð þó að feðgarnir voru þinglýstir eigendur lóðarinnar. Einnig hefur komið á daginn að feðgarnir breyttu í ársbyrjun 2006 skjali um framsal á byggingarrétti lóðarinnar milli tveggja félaga í sinni eigu þannig að svo virtist sem um lóðin sjálf væri undir í viðskipt- unum en ekki aðeins byggingarrétturinn. Öll skjölin voru undirrituð af þáverandi bæjar- stjóra, Orra Hlöðverssyni, sem segir „algerlega pottþétt“ að engar af áðurnefndum viðbótaráritun- um hafi verið á skjölunum þegar hann lét þau frá sér. Við þetta kvikni grunur um skjalafals. „Í mínum huga er klárlega næsta vers að bærinn láti lögmann sinn rannsaka málið og fá allar staðreyndir upp á borðið. Ég verð ekki sáttur fyrr en málið er hreinsað út,“ segir Orri. Sigurður Fannar Guðmundsson svarar því til faðir hans hafi talið tæknilega nauðsyn að færa land- númer Tívolílóðarinnar inn á áðurnefnt framsal. Það hafi verið mannleg mistök sem embætti sýslumanns hefði átt að koma auga á. Þess í stað hafi verið gefið út afsal fyrir lóðinni til feðganna. Seinna þegar farið hafi verið með veðskjöl til þingfestingar hafi embætti sýslumannsins óskað eftir því að samskon- ar áritun yrði einnig bætt á þau skjöl. Feðgarnir hafi nú óskað eftir því að þetta verði leiðrétt svo að Hveragerðisbær verði skráður eigandi lóðarinnar. „Þetta er stormur í vatnsglasi. Uppruni málsins byggir á misskilningi sem búið er að leysa í sátt við alla,“ segir Sigurður Fannar Guðmundsson. Rannsóknar krafist á breyttum veðskjölum Fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði vill að rannsakað verði hvers vegna veð- skjölum sem hann undirritaði hafi verið breytt á leið til sýslumanns. Mannleg mistök og málið er úr sögunni segir sá sem breytti skjölunum. Ég verð ekki sáttur fyrr en málið er hreinsað út. Löng röð viðskiptavina mætti starfsmönnum leikfanga- verslunarinnar Toys “R“ Us í gær- morgun þegar verslunin var opnuð í fyrsta sinn. Margir vildu nýta sér tilboð sem voru í boði í tilefni dagsins. Verslunin er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi en hún er í eigu danska fyrirtækisins Top- Hoy. Félagið rekur einnig Toys “R“ Us í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi. Bandaríski leikfangarisinn Toys “R“ Us rekur yfir 1.500 versl- anir í 22 löndum, þar af 31 á Norðurlöndum. Biðu í röðum eftir leikföngum Dómsmálaráðherra Tyrklands segir að Tyrkir hafi fullan rétt á því að ráðast á upp- reisnarsveitir kúrda handan landa- mæra Íraks. Á miðvikudaginn samþykkti tyrkneska þingið að veita ríkisstjórn landsins heimild til að senda herlið inn í Írak. „Þeir sem gagnrýna okkur út af þessari ákvörðun þingsins ættu að útskýra hvað þeir eru að gera í Afganistan,“ sagði Mehmet Ali Sahin dómsmálaráðherra, og vís- aði þar til ummæla George W. Bush Bandaríkjaforseta sem hvetur Tyrki til að halda aftur af sér í þessu máli. Svara gagnrýni fullum hálsi Fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur liggur beiðni frá Högum um að dómkvaddir verði matsmenn til að fara yfir tiltekna þætti í vinnubrögðum Alþýðusambands Íslands, ASÍ, og skili mats- gerð. Beiðnin er til komin vegna óánægju Haga með vinnubrögð ASÍ við verðkönn- un í vor. Einar Þór Sverrisson hér- aðsdómslögmaður segist eiga von á því að matsmennirnir verði dómkvaddir í dag eða eftir viku. Hann segir að Hagar muni óska eftir því að þeir hraði vinnu sinni eins og hægt er en beiðnin hefur legið fyrir héraðsdómi frá því í lok júlí. Skýrist brátt með matsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.