Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 6
 Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitir fyrsta eintaki nýrrar Biblíuþýð- ingar viðtöku við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, afhendir forsetanum fyrsta eintakið af hálfu Hins íslenska Biblíufélags og JPV útgáfu. „Það þarf að þýða Biblíuna nokkuð reglulega,“ segir Jón Páls- son, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. „Síðasta heildarþýðing kom út árið 1912 en er í grunninn frá árinu 1908. Á þeim tíma hefur íslensk tunga breyst og sumir hlutar Biblíunnar orðnir torlæsir. Á þessu tímabili hefur líka bæst við mikil þekking á texta Biblíunnar, menn orðnir klárari á samhenginu. Þetta er því betri þýðing en sú gamla.“ Guðrún Kvaran er formaður þýðingarnefndarinnar en vinna við þýðinguna hófst fyrir meira en hálfum öðrum áratug og fjöldi sér- fræðinga hefur lagt hönd á plóg. Þýtt var úr frummálunum, hebr- esku og grísku, tillit tekið til stíls frumtextans, íslenskrar biblíu- málshefðar, þarfa hins almenna lesanda og notkunar í helgihaldi kirkju og safnaða. Þetta er sjötta heildarútgáfan sem kemur út hér á landi frá upphafi. Fyrsta upplagið er tuttugu þúsund eintök en fleiri gerðir Biblíunnar eru væntanlegar í bókabúðir fljótlega. Að mati Jóns hafa margir glatað tengslunum við Biblíuna, sem hann segir miður því hún eigi enn fullt erindi við fólk í dag. „Margir virðast ekki átta sig á að boðskap- ur Biblíunnar er ein af rótunum sem við byggjum á, hvort sem er í bókmenntum, sögu eða listum. Ef maður þekkir ekki þessa kjarna- sögur í Biblíunni er maður ólæs á menningu sína. Við vonum að með þessari útgáfu verði vitundar- vakning í þessum efnum.“ Útgáfu nýrrar Biblíu verður fylgt eftir með málþingi sem hefst á morgun, auk fjölda annarra við- burða. „Þarnæsta sunnudag ætla æskulýðsfélög þjóðkirkjunnar að skiptast á að lesa Biblíuna í heild sinni,“ segir Jón. „Þá verður heimasíðan biblian.is opnuð 1. nóvember þar sem má finna alls kyns fróðleik um bókina.“ Hægt verður að kaupa nýju Biblíuþýð- inguna í bókabúðum frá og með í dag. Betri þýðing en sú gamla Ný þýðing Biblíunnar kemur út í dag. Unnið hefur verið að þýðingunni í yfir hálfan annan áratug. Fram- kvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags segir nýju þýðinguna betri en fyrri útgáfur. Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum í prjónahóp. Markmið verkefnisins er að prjóna fatnað fyrir skjól- stæðinga Rauða krossins í skemmtilegum félagsskap og láta gott af sér leiða. Sjálfboðaliðar ráða sjálfir vinnuframlagi en vinnan getur bæði farið fram í prjónahópi og í heimahúsum. Rauði krossinn sér um að útvega garn til vinnunnar. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 og á raudikrossinn.is er styrktaraðili átaksins Finnst þér laun Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra of há? Vilt þú að sala á bjór og léttvíni verði gefin frjáls? Smábátasjómenn á Vestfjörðum gagnrýna harðlega að togarinn Örfirisey RE 4 skuli draga botntroll inn á Ísafjarðardjúpi í tengslum við rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunar í veiði- tækni. Elding, félag smábátaeig- enda, harmar í ályktun að stóru tog- skipi skuli vera heimilað að draga þung veiðarfæri inn á grunnsævi sem líklegt sé til að eyðileggja mik- ilvæga veiðislóð smærri báta. Þeir segja fullvíst að rannsóknin hafi þegar valdið varanlegum skaða. Rannsóknaverkefnið hófst í Ísa- fjarðardjúpi til að gera nauðsyn- legar breytingar á botnvörpunni við góð skilyrði. Skipið var við veiðar í þrjá sólarhringa en er nú komið á hefðbundna togaraslóð þar sem rannsóknirnar halda áfram út vik- una. Verið er að gera tilraunir með að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni hvor í sínum vörpupokanum, en þekkt er að tegundirnar sýna mismunandi atferli gagnvart botnvörpu. Á 23. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær kom fram hörð gagnrýni á að rannsókninni skyldi vera valinn staður á við- kvæmu svæði sem smábátasjó- menn reiða sig á til veiða við viss skilyrði. Gunnlaugur Finnbogason, smábátasjómaður á Ísafirði, steig í pontu á fundinum og sagði að eftir að Örfirisey var þar við tilrauna- veiðar hefði línuveiði í Ísafjarðar- djúpi hrunið. Rannsókn sögð valda skaða Nærri hálfri milljón Óslóarbúa hefur verið ráðlagt af yfirvöldum að sjóða allt neysluvatn í minnst þrjár mínútur eftir að giardia-sníkjudýr greindist í vatns- sýnum úr höfuðvatnsbóli borgar- búa. Þeir hafa nú hamstrað drykkjar- vatn á flöskum svo að það er orðið uppselt í verslunum. Það sem af er þessu ári hafa 53 Óslóarbúar greinst með giardia-sýk- ingu, að því er Aftenposten greinir frá, en í flestum tilvikum var smitið að rekja til dvalar erlendis. Sníkju- dýrið umrædda líkist lús, séð í smá- sjá, og getur valdið alvarlegri sýk- ingu ef það berst í meltingarfæri manna. Það berst í vatn úr saur. Sigurlaug Guðmundsdóttir býr sjálf í úthverfi Óslóar sem fær vatn úr hreinu vatnsbóli. Hún vinnur hins vegar á sjúkrahúsi í miðborg- inni þar sem nú þarf að sjóða allt vatn. „Þetta er heilmikið mál,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekki einu sinni hægt að nota kaffivélarnar því þær sjóða vatnið ekki nógu lengi,“ segir hún. Hún hafi því gert vinnufélögum sínum og sjúklingum þann greiða í gær- morgun að koma með heimalagað kaffi á brúsum í vinnuna. Óslóarbúar hamstra vatn á flöskum Ef maður þekkir ekki þessar kjarnasögur í Biblí- unni er maður ólæs á menningu sína. Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir fyrrverandi starfsmanni Íslenskrar erfða- greiningar fyrir ólöglega afritun á gögnum í eigu fyrirtækisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur fjölgaði mánuðun- um í sex. Manninum var gefið að sök að hafa afritað tuttugu og níu skrár í leyfisleysi af netþjónum Íslenskr- ar erfðagreiningar. Forsvars- menn fyrirtækisins sögðu skrárnar geyma mikið safn upplýsinga sem væru afrakstur verulegra fjárfestinga. Afritaði gögn ÍE í leyfisleysi „Enginn maður í flokknum er svo merkilegur að flokkurinn sé ekki miklu merki- legri,“ sagði Geir H. Haarde í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld eftir fund Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, með borgarfulltrúum. Á fundinum voru málefni borgarstjórnarflokksins krufin og fjallað um ástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn missti stjórnartaumana í borginni. Geir útskýrði orð sín ekki nánar en undanfarið hafa verið vanga- veltur um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Geir hvatti til samstöðu flokksmanna og stuðnings við Vilhjálm. Stappaði stál- inu í sína menn Tíu punda seðlar, sem eru auðir öðrum megin, seljast fyrir margfalt virði sitt á uppboðsvefnum eBay. Sá dýrasti var keyptur á sem nemur 32 þúsund íslenskum krónum. Samkvæmt breska blaðinu Daily Mirror kom seðlabanki Bretlands um fjörutíu gölluðum seðlum í umferð fyrir mistök. Þrátt fyrir gallann eru seðlarnir löglegir sem gjaldmiðill, og hægt að nota þá í verslunum. Gáfu- legra væri þó að selja þá á netinu sem safngripi fyrir mun meira fé en tíu pund. Selja auða tíu punda seðla á uppboðsvef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.