Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 12
Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði verður haldinn þann 8. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16.00. Dagskrá og fundarboð verða send stofnfjáreigendum í samræmi við samþykktir sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórn. Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði JÓLAHLAÐBORÐ 2007 Mun að venju bjóða upp á glæsilegt hlaðborð,sett saman af matreiðslumeisturum hússins, þar sem allir geta fundið ljúfmeti við sitt hæfi. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir matargesti. Tilvalið fyrir starfsmannahópa, vinahópa eða einstaklinga. Upplýsingar og borðapantanir: Básinn / Ingólfsskáli Efstalandi Ölfusi Sími: 483 4160 Fax: 483 4099 E-mail: basinn@islandia.is Heimasíða: www.basinn.is Með kveðju. Básinn / Ingólfsskáli IngólfsfjallBásinn / Ingólfsskáli Hveragerði Selfoss BÁSINN INGÓLFSSKÁLI Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra benti á að tæp tíu prósent landsmanna hefðu verið undir fátæktar- mörkum árið 2004 og óskaði eftir samráði við verkalýðshreyfing- una og sveitarfélögin um leiðir til þess að sporna við fátækt. Þetta kom fram á ársfundi ASÍ á Hilton hótel í gær. „Það verður ekki lengur undan því vikist að auka hlutdeild þeirra fátæku í þjóðarauðnum,“ sagði Jóhanna og benti á að tæp tíu pró- sent hefðu verið undir fátæktar- mörkum árið 2004. Ráðherra krafðist þess að framtíðarupp- bygging almannatryggingakerfis- ins, lífeyrissjóðakerfisins, heil- brigðisþjónustunnar og þjónustu í þágu aldraðra yrði skoðuð og taldi margt í tillögum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, SA, auka lífsgæði fólks. Skoða þyrfti hvort rétt væri að ábyrgð á örorkumati og eftirliti með þjónustunni yrði í höndum aðila vinnumarkaðarins. „Við hljótum að ígrunda vel kosti þess og galla ef grunnþjón- usta og framfærslukerfi fólks með skerta starfsgetu verði á ábyrgð annarra en opinberra aðila,“ sagði hún. „Hér þarf að tryggja samspil margra þátta og það getur verið erfitt og skapað ójafnræði að þróa þessi kerfi óháð hvert öðru.“ Jóhanna benti á að 2.750 ein- staklingar væru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Af þeim hefðu rúm 70 prósent heildartekjur undir 150 þúsund krónum á mán- uði. Leiga sé óviðráðanleg enda algengt að greiða 110-130 þúsund krónur á mánuði. „Fólk í sárustu neyð býr nú hjá ættingjum eða vinum og getur ekki haldið eigið heimili. Hér er um alvarlegt samfélagslegt vanda- mál að ræða sem ríki og sveitar- félög verða að sameinast um að leysa,“ sagði hún. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, fjallaði um undirbúning og gerð kjarasamninga. Fyrir utan kröfu um hækkun kaupmáttar væri eindreginn vilji til að hækka lægstu laun, einnig að færa taxta að greiddu kaupi og gerð yrði hörð atlaga að launamun kynjanna. Grétar sagði verkalýðshreyfing- una gera kröfu um að sett yrðu lög um fullorðinsfræðslu þar sem réttindi og möguleikar fólks með litla formlega menntun verði tryggð og að viðurkenndur yrði réttur allra til að sækja endur- og símenntun. Þá sé lögð áhersla á samstarf um gagnkvæma viður- kenningu starfsréttinda milli landa. Fátækir fái meira af þjóðarauðnum Ekki verður lengur vikist undan því að auka hlutdeild þeirra fátæku í þjóðar- auðnum, að mati félagsmálaráðherra, sem óskar eftir samráði um leiðir til að sporna við fátækt. Verkalýðshreyfingin krefst laga um fullorðinsfræðslu. Auglýsingasími – Mest lesið Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, skal víkja sæti í meðferð stofnunar- innar á máli þriggja mjólkurfyrir- tækja. Hann lýsti andúð sinni á lögmanni fyrirtækjanna og fyrir- tækjunum sjálfum þegar hann sveiaði þeim á lokuðum fundi í desember í fyrra, segir í niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Húsleit var gerð hjá fyrirtækj- unum sem um ræðir, Mjólkursam- sölunni, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunni, í byrjun júní á þessu ári. Á sama tíma hófst stjórnsýslu- mál hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um brot fyrirtækj- anna á samkeppnislögum. Mjólkurfyrirtækin kröfðust þess að Páli yrði gert að víkja sæti við meðferð málsins vegna þeirra ummæla sem hann hafði látið falla um þau, meðal annars á málþingi, á fundi og í fjölmiðlum. Ummælin sem héraðsdómur lét Pál víkja sæti fyrir féllu á lokuð- um fundi hans með lögfræðingi mjólkurfyrirtækjanna og tveimur starfsmönnum stofnunarinnar. Í lok fundarins sagði Páll við lög- fræðinginn: „Ég ætla bara að segja eitt við þig, svei ykkur“. Í dómnum segir að draga megi í efa óhlutdrægni Páls, enda hafi hann látið í ljósi neikvæð viðhorf til mjólkurfyrirtækjanna. Ekki náðist í Pál Gunnar Páls- son við vinnslu fréttarinnar. Útlendingastofnun hefur ákveðið að Miriam Rose, breskum umhverfisfræðingi í sam- tökunum Saving Iceland, verði ekki vísað úr landi. Hún er stödd í Banda- ríkjunum, þar sem hún beið eftir úrskurði Útlendingastofnunar, og má búast við að hún snúi aftur til Íslands innan tíðar. Lögregla handtók Miriam Rose þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stóriðju á Reyðarfirði á síð- asta ári og einnig vegna mótmæla við álverið í Straumsvík síðastliðið sumar. Lögregla fór fram á það við Útlendingastofnun að henni yrði vísað úr landi fyrir að ógna grund- vallargildum samfélagsins. Liðs- menn Saving Iceland mótmæltu harðlega beiðni lögreglu og töldu að brotið væri á mannréttindum Miriam Rose. Útlendingastofnun úrskurðaði gegn beiðni lögreglu. Ekki er til skil- greining á ógn við grundvallar- gildi sam- félagins, en hugtakið er tekið úr útlend- ingalögum og felst í því mat á því hversu hættulegur ein- staklingur er samfélaginu. Í greinar- gerð Miriam Rose til Útlendinga- stofnunar heitir hún því að taka aldrei aftur þátt í aðgerðum sem gætu flokkast undir borgaralega óhlýðni. Útlendingastofnun tók þó ekki mið af bréfinu í úrskurði sínum heldur lagði hún til grundvallar þau sjónarmið er koma fram í greinar- gerðinni og tengslum hennar við landið. Ekki vísað úr landi Landvernd fer þess á leit við Kristján L. Möller samgönguráðherra að hann láti fresta útboði Gjábakkavegar. Vegagerðin birtir veginn á skrá yfir fyrirhuguð útboð, þrátt fyrir að UNESCO fjalli um málefni þjóðgarðsins og áhrif vegarins á umhverfið. Í bréfi frá Landvernd er rætt um ósætti vegna vegstæðisins og minnt á að allir helstu vatnalíf- fræðingar landsins hafi varað við hættunni sem köfnunarefnis- mengun geti valdið lífríki Þingvallavatns. Ríkir umhverfis- og náttúru- verndarhagsmunir séu í húfi. Skorað á sam- gönguráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.