Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Styrkir, stelpur og nefndarstarf Hjónin Kári Guðbjörnsson og Anna María Langer leigðu vínekru í Mósel- dalnum í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Í kjölfarið hófu þau framleiðslu á eigin hvítvíni, sem þau nefna Blindflug, og er afrakstur- inn væntanlegur í vínbúðir hér á landi innan skamms. Kári og Anna María hafa búið í bænum Herforst í Eifelhéraði, skammt frá borginni Trier í vestur- hluta Þýskalands undanfarin átta ár. Anna María er sálfræðingur en Kári er flugmaður. Upphaf vínframleiðslunnar má rekja til þess þegar þau hjón voru í leit að gömlum bóndabæ til að gera upp fyrir tveimur árum. „Að lokum fundum við snoturt bóndahús, eins og þau eru kölluð hér, sem við keyptum,“ segir Kári. „Það var þeim kostum búið að þar var þessi fíni vínkjallari, sem við vildum endilega nýta okkur ein- hvern veginn. Við fengum því annað par til liðs við okkur og leigðum litla ekru í Móseldaln- um og ákváðum að hefja fram- leiðslu á okkar eigin hvítvíni.“ Uppskeran fyrsta árið skil- aði um 650 flöskum en upp- skeran í ár var ríflega helm- ingi meiri og skilaði um 1.300 flöskur. „Við vorum nú aðallega að selja þetta til vina og kunn- ingja en þar sem uppskeran var svona drjúg í fyrra ákváðum við að leita hófanna með að koma víninu á mark- að á Íslandi. Það hefur tekið dálítinn tíma en nú er allt útlit fyrir að það verði byrj- að selja það í vínbúðum ÁTVR 26. október.“ Um 600 flöskur verði fluttar til Íslands en restin fer til Aser- baídsjan, sem er einn af viðkomu- stöðum Kára í fluginu. Ákveðið var að kalla vínið Blind- flug en á miða flöskunnar má sjá mynd af gömlum flugstjórnarklefa. „Áður en við völdum ekruna vorum við að spá í hvað við ættum að kalla vínið og ég sagði að mér vitanlega væri aðeins eitt orð eins á þýsku og íslensku: Blindflug. Okkur fannst því kjörið að skreyta flöskuna svona, þetta er sjálfsagt eina vín- flaskan í heiminum með mynd af flugstjórnarklefa á.“ Vínyrkjan er fyrst og fremst frí- stundaiðja Kára og Önnu Maríu. Kári segir að um það bil átta sinn- um á ári þurfi að taka rispur en mest er að gera á vorin og á haustin. „Á vorin þarf að klippa þrúgur af vínviðnum fyrir sumarið, það er bara svo og svo mikið af næringu í brekkunni og því má ekki vera of margar þrúgur. Um miðjan október er svo uppskeran og það er bara eins og heyskapurinn uppi í sveit í gamla daga. Það er bara hóað í alla sem vettlingi geta valdið og byrjað að tína.“ Auk hvítvínsins eru vínbænd- urnir íslensku byrjaðir að þróa snafs sem verður líklega tilbú- inn á næsta ári. „Við höfðu uppi á síðasta tunnumeistaranum í Móseldalnum, keyptum af honum eikartunnu og erum smám saman að þróa lit og bragð af snafsinum.“ Kári segir að ef Blindflugi verður vel tekið á Íslandi komi vel til greina að auka framleiðsluna. „Þetta er ekki stór ekra sem við erum með. En ef vínið selst vel á Íslandi kemur vel til greina að bæta við ekru.“ Blindflug í Móseldalnum Einmitt það Ávallt viðbúinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.