Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 18
Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Ragnar Kristjánsson sem dæmdir voru til refsingar í hinu umdeilda Hafskips- máli árið 1991 hafa nú á sínum snærum hóp sagn- fræðinga og lögfræðinga sem ætlað er að velta við hverjum steini í leit að sannleikanum varðandi alla atburðarrásina í málinu. Þeir vilja fá uppreisn æru. Rekstur Hafskips gekk bæði vel og illa í 27 ára sögu félagsins sem hófst 1958. Árið 1977 höfðu skuldir Hafskips við Útvegsbankann hrannast upp. Í árslok 1977 var Björgólfur Guð- mundsson ráðinn forstjóri Haf- skips og meðal hans fyrstu verka var að fá Ragnar Kjartansson sér við hlið. Þeir breyttu meðal annars vörumeðferð og endurýjuðu skipa- stól félagsins auk þess að opna skrifstofur í Bandaríkjunum og í Evrópu. Aðgerðir Björgólfs og Ragnars voru kostnaðarsamar og tekjurn- ar létu á sér standa. Ekki bætti úr skák að samkeppnin harðnaði með endurskipulagningu Eim- skipafélagsins og Hafskip missti flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Útslagið gerði lækkað verð skipa sem dró úr verðmæti veða sem Útvegs- bankinn hafði fyrir lánum sínum til Hafskips. Þegar leið á árið 1985 þraut þol- inmæði Útvegsbankans. Hafskip var veitt greiðslustöðvun og fyr- irtækið tekið til gjaldþrotaskipta stuttu síðar. Allar götur síðan hefur verið deilt um hvort Haf- skip hafi í raun verið gjaldþrota enda fékkst greitt fyrir um 65 til 70 prósent af kröfunum þegar skiptum lauk átta árum eftir að fyrirtækið fór í þrot. Stjórnendur og helstu eigendur Hafskips voru flestir nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Andstæð- ingar flokksins fjölluðu mikið um málið og menn innan Sjálf- stæðisflokksins sem voru and- snúnir flokksbróður sínum Albert Guðmundssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni Hafskips, nýttu sér málið til að koma höggi á hann. Eimskipsmenn lögðu sitt af mörkum til að koma Hafskipi á kné. Albert sagði síðar af sér ráðherraembætti þegar upp komst að hann hafði ekki talið greiðslur frá Hafskipi fram til skatts. „Er Hafskip að sökkva?“ var fyrirsögn forsíðugreinar Helgar- póstsins, fimmtudaginn 6. júní 1985. Halldór Halldórsson rit- stjóri skrifaði greinina þar sem skuldastaða Hafskips var sögð mun verri en forsvarsmenn fyrir- tækisins hefðu gefið til kynna. Margar greinar um Hafskip fylgdu í kjölfarið og upphófst umræða á Alþingi um málefni fyrirtækisins. Fóru þar mikinn alþingismennirnir Jón Baldvin Hannibalsson úr Alþýðuflokkn- um og Ólafur Ragnar Grímsson úr Alþýðubandalaginu. Nýr kafli Hafskipsmálsins hófst þegar skiptaráðandi sneri sér til rannsóknarlögreglustjóra. Umfangsmikil lögreglurannsókn hófst og voru fréttir fluttar af handtökum og gæsluvarðhalds- úrskurðum yfir fimm stjórnend- um Hafskips og endurskoðanda félagsins. Þetta var í maí 1986. Í nóvember 1988 voru síðan gefnar út ákærur á hendur sautján mönn- um meðal annars fyrir skjalafals, fjársvik, fjárdrátt, hylmingu og bókhaldsóreglu. Hæstiréttur felldi dóm sinn 5. júní 1991 og sakfelldi Björgólf Guðmundsson forstjóra, Ragnar Kjartansson stjórnarformann, Pál Braga Kristjónsson fram- kvæmdastjóra og Helga Magnús- son, endurskoðanda Hafskips. fréttir og fróðleikur Aðkomu einka- aðila fagnað Hafskip enn komið á flot Strípaður stjórnarskrársáttmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.