Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 23
Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 357 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjór- um milljörðum íslenskra, á þriðja ársfjórðungi sam- anborið við 320,6 milljónir norskra króna á sama tíma í fyrra. Afkoman var á pari við meðalspá greinenda sem gerðu ráð fyrir 360 milljóna króna hagnaði á tímabil- inu. Reyndar munaði nokkru í spám greinenda Reuters fyrir tímabilið en þær hlupu á 315 til 413 milljónum norskra króna. Líftryggingahlutinn skilaði 307 milljónum í hús samanborið við 250 milljónir í fyrra en það er tals- vert yfir væntingum. Fjárfestingahlutinn varð hins vegar fyrir miklum skakkaföllum en hagnaður hans féll úr 38 milljónum króna í fyrra í sex milljónir nú. Í tilkynningu sem Storebrand sendi frá sér ásamt afkomutölunum kemur fram að niðurstaðan einkenn- ist af óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand með tuttugu prósent hlutafjár en Exista á í kringum fimm prósent og fara félögin því saman með fjórðung hlutafjár í tryggingafélaginu norska. Fjórir milljarðar í hagnað 5 0 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Suzuki Grand Vitara sjálfsk. Susuki 1.850.000 1.350.000 Tilboð Ásett verð 5 0 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Suzuki Grand Vitara 1.750.000 1.250.000 Tilboð Ásett verð 6 1 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Suzuki Grand Vitara XL7 2.300.000 1.690.000 Tilboð Ásett verð 4 0 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Kia Sorento Dísel 2.750.000 2.350.000 Tilboð Ásett verð 4 4 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Toyota Landcruiser LX 4.290.000 3.850.000 Tilboð Ásett verð 7 0 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Nissan Altima 2.100.000 1.400.000 Tilboð Ásett verð 2 0 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Opel Corsa 690.000 490.000 Tilboð Ásett verð 3 6 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Ford Focus sjálfsk. 1.600.000 1.240.000 Tilboð Ásett verð 2 1 0 .0 0 0 A F S L Á T T U R Subaru Legacy sjálfsk. 2.100.000 1.890.000 Tilboð Ásett verð OPIÐ: FIMMTUDAG TIL 21.00 - FÖSTUDAG 10-18LAUGARDAG 10-16 - SUNNUDAG 12-16 P IP A R • S ÍA • 7 1 9 7 1 KK FRÁ VE 100% BÍLALÁN 100% BÍLALÁN www.nyja.is Sæ var shö fði Br ei ðh öf ði Bíldshöfði Vesturlandsvegur Dvergshöfði Bíldshöfði Stórhöfði Eirhöfði Eldshöfði Nýja Bílahöllin Gengi hlutabréfa í finnska far- símaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hluta- bréfamörkuðum í gær eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung í gær. Fyrirtækið, sem er umsvifa- mesti farsímaframleiðandi í heimi, skilaði 1,56 milljarða evra hagnaði á tímabilinu. Það jafn- gildir heilum 134 milljörðum íslenskra króna samanborið við jafnvirði 72,5 milljarða króna í fyrra. Þetta er 85 prósenta aukn- ing á milli ára sem er talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Nokia seldi 112 milljónir far- síma á þriðja fjórðungi og hefur Bloomberg eftir greinanda hjá Glitni í Finnlandi að sala á til- tölulega ódýrum farsímum undir merkjum Nokia á tímabilinu hafi verið með eindæmum góð þrátt fyrir að almennt hafi verð á far- símum lækkað um tæp níu pró- sent á milli ára. Miklu munar um að nýir farsímar frá Nokia slógu í gegn víða um heim og tók fyrir- tækið markaðshlutdeild af helstu keppinautum sínum, ekki síst Motorola. Nokia seldi 112 milljónir farsíma Hlutabréf tískukeðjunnar Mosaic Fashion verða afskráð af aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun viðskipta á mánudaginn. Afskrán- ingin kemur í kjölfar yfirtökutil- boðs Tessera Holding ehf. í samstæðuna í vor. Tessera og tengdir aðilar fara með 99,9 prósent af hlutafé í félaginu. Innan Tessera eru Baugur, í gegnum dótturfélagið F- Capital, Kaupþing, Kevin Stanford, fjárfestingarfélagið Gnúpur, Karen Millen Don M. Limited og nokkrir af helstu stjórnendum Mosaic Fashions. Eftir yfirtökuna uppfyllti Mosaic ekki skilyrði kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár. Mosaic af markaði Velta í dagvöruverslun dróst saman um 9,4 prósent á milli ágúst og september. Þetta sýnir smásöluvísitala Rannsóknar- seturs verslunarinnar fyrir septembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl að ekki verður vöxtur í veltu dagvöru- verslunar á milli mánaða. Mestur varð samdrátturinn í sölu áfengis. Hún minnkaði um 26 prósent milli mánaðanna á breytilegu verðlagi. Skýrist það meðal ann- ars af því að óvenjumikil aukning varð í áfengissölu í sumar. Samdráttur varð einnig í öðrum tegundum smásöluversl- unar. Velta í húsgagnaverslun minnkaði um 11,9 prósent milli ágúst og september, velta í fataverslun minnkaði um 6,6 prósent og velta í skóverslun um 9 prósent. Samanlögð velta í þeim flokkum smásöluverslunar sem mælingar Rannsóknaseturs verslunarinnar ná til minnkaði um 11,5 prósent á milli ágúst og september á breytilegu verðlagi. Áfengisala minnkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.