Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 24
greinar@frettabladid.is Daginn áður en tilkynnt var, að Norðmenn hefðu sæmt Al Gore friðarverðlaunum Nóbels, felldi breski háyfir- dómarinn Sir Michael Burton úrskurð um það í Lundúnaborg, að heimildarmynd Gores, Óþægilegur sannleikur (Incon- venient Truth), væri of hlutdræg og villandi til þess, að sýna mætti hana í breskum skólum án sérstakra viðvarana. Höfðu foreldrar barns í einum skólan- um höfðað mál. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að Gore hefði vissulega lagt fram gögn um það, að jörðin væri að hlýna og að hlýnunin væri að ein- hverju leyti af mannavöldum, en nokkuð væri um ýkjur og órökstuddar hrakspár í mynd- inni. Þetta væri áróðurs- frekar en fræðslumynd. Dómarinn taldi bert, að níu atriði í mynd Gores stæðust ekki. • Gore héldi því fram án þess að geta lagt fram um það gögn, að í næstu framtíð myndi yfirborð sjávar hækka um 6-7 metra (20 fet). Þetta gæti aðeins gerst á árþúsundum. • Það væri ekki rétt, sem fram kæmi í mynd Gores, að ýmsar eyjar í Kyrrahafi væru orðnar óbyggilegar vegna hlýnunar jarðar. • Línurit, sem Gore sýndi um samband koltvísýrings í andrúmslofti og hitastigs síðustu 650 þúsund ár, væri ekki nógu nákvæmt til að sýna það, sem hann teldi það gera. • Gore segði fyrir um, að Golfstraumurinn hætti að leita til norðurs vegna loftslagsbreyt- inga, en í skýrslu sérfræðinga- nefndar Sameinuðu þjóðanna um þetta væri það talið afar ólíklegt. • Gore fullyrti, að Chad-vatn í Afríku væri að þorna upp vegna hlýnunar jarðar. Vísindamenn teldu aðrar skýringar líklegri, til dæmis fólksfjölgun og ofbeit, enda hefur vatnið minnkað áður. • Gore staðhæfði, að snjór væri að hverfa af Kilimanjaro- fjalli í Afríku. Ekki hefðu verið lögð fram nægileg gögn um, að það væri vegna hlýnunar jarðar, og raunar hóf snjór að hopa af fjallinu á nítjándu öld. • Gore kunngerði, að felli- bylurinn Katrina, sem gekk yfir New Orleans í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, ætti upptök sín í hlýnun jarðar. Ekki hefðu verið lögð fram nægileg gögn því til stuðnings. Fellibylurinn var síst harðari en ýmsir aðrir, sem áður hafa gengið, en olli meira tjóni, þar eð flóðavarnir höfðu verið vanræktar í Louisiana. • Gore segði, að vegna hlýnunar jarðar drukknuðu ísbirnir í örvæntingarfullri leit að ísi lögðum svæðum. Ekki væru til nein gögn um það, nema hvað vitað væri, að fjórir ísbirnir hefðu eitt sinn drukknað að undangengnum miklum stormi. (Raunar er ísbjörnum að fjölga á norðurslóðum fremur en hitt samkvæmt nýjustu skýrslum.) • Gore tilkynnti, að kóralrif væru að hvítna vegna hlýnunar jarðar. Erfitt væri í því dæmi að greina hlýnun og önnur umhverfisáhrif. Hinn breski dómari hafði starfað í Verkamannaflokknum og samtökum jafnaðarmanna í Bretlandi, áður en hann tók við embætti. Hann tekur í úrskurði sínum einkum mið af sérfræð- ingaskýrslu Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, en bendir samt á þessa níu galla á heimildarmynd Gores. Fróðlegt er að bera heimildar- mynd Gores saman við aðra, sem sýnd var í bresku sjónvarpi og íslensku undir heitinu „Blekkingin mikla um hlýnun jarðar“. Sú mynd var tvímæla- laust áróðurs- frekar en fræðslumynd, þótt í henni kæmu fram margir virtir vísindamenn, sem efuðust um, að yfir okkur vofði vá vegna hugsanlegrar hlýnunar jarðar. Á vef Veður- stofu Íslands er bent á nokkra galla á þeirri heimildarmynd. Þeir eru þó ekki eins margir og alvarlegir og á mynd Gores, sem auk þess hefur haft miklu meiri áhrif. Úthlutun friðarverðlauna Nób- els til Als Gore orkar tvímælis. Venjan er síðan sú, að val viðtakenda er trúnaðarmál. En Gore aflýsti fyrir skömmu öllu því, sem var á dagskrá hans dag- inn, sem tilkynnt var um verðlaunin, og frestaði fyrirhug- aðri Indlandsferð, sem ber upp á sama dag og verðlaunin verða afhent í desember. Norðmönnum er lítill sómi að. Óþægileg sannindi Gore segði fyrir um, að Golf- straumurinn hætti að leita til norðurs vegna loftslagsbreyt- inga, en í skýrslu sérfræðinga- nefndar Sameinuðu þjóðanna um þetta væri það talið afar ólíklegt. H ver er þýðing Biblíunnar á okkar dögum? Við vitum að hér er hún fárra. Þrátt fyrir stöðu kristinnar kirkju í íslensku samfélagi og vissu flestra að þeir játi kristna trú er hin helga bók ekki lifandi orð. Fáir ganga til verka eftir andakt þó að bænin sé flestum tæk og á hátíðarstund fari menn skart- búnir til kirkju. Við erum blendin í trúnni og hafandi á rúmu árþúsundi lifað fleiri en ein siðaskipti höldum við marga siði: forneskjuheiðni, náttúrudýrkun, trú á öfl handan lífs og dauða – annað líf eins og það er kallað, vísindahyggju upplýsingar- innar og loks þá trú sem frekust er – á fjármagnið. Líklegast er allt þetta okkur inngróið frá fornu fari. Rétt eins og kynfylgja okkar reynist komin til okkar langt aftur úr dimmu liðinna alda er trúin okkar margra stofna og andlegt líf mótsagnakennt. Við eigum enda lítið andlegt samneyti við trú. Íslendingar kunna fæstir helstu sálma sem hér hafa lifað um langt skeið. Þeir eru ólæsir orðnir á táknheim kirkjulegra athafna og hafa glutrað niður flestum siðum sem kirkjuna tók aldir að innræta þjóðinni, eins og krossmarkið fyrir kirkju- dyrum. Blessar sig nokkur lengur að morgni dags? Lútersk-evangelíska kirkjan sem samkvæmt lögum er þjóðkirkja var enda valdatæki til að komast yfir eignir og áhrifavald og síðan um langan tíma siðferðilegur refsivöndur í stöðnuðu samfélagi. Hún leið illa aðrar hugmyndir, þótt þær vikju í fáu frá línunni. Aðrir trúarhópar voru litnir hornauga, jafnvel móðurkirkjan kaþólska. Þó er umburðarlyndið einn hornsteinn kristinnar trúar. Breytni okkar brýtur enda í bága við mörg mikilvægustu kennileitin í kristinni trú. Trúleysingjar hafa farið mikinn víða um lönd og hafa fullan rétt til þess. Við hljótum að virða þann rétt að menn eigi trú fyrir sig. Því verðum við að sýna fulla virðingu öðrum trúar- skoðunum. Það hefur raunar oft komið til álita að losa bönd ríkis og kirkju og viðurkenna trúfrelsið sem grundvallaratriði lýðréttinda. Þá væri lúterska kirkjudeildin komin upp á náð þeirra sem trúa í alvöru og fullri vissu. En til þess treystir þjóðkirkjan sér ekki. Hún hefur ekki til þess máttinn. Með útgáfunni gefst kristnum tækifæri til að endurnæra trú sína. Kirkjudeildum gefst tækifæri til vakningar. Og öll getum við í endurnýjuðum kynnum af Drottins orði eins og það er kallað litið á breytni okkar og bætt. Biblían er sá sið- ferðilegi grunnur sem líf okkar grundvallast á – hvort sem okkur líkar betur eða verr. Dagurinn er engum helgaður og fer best á því að á slíkum degi föstunnar til forna verði okkur bókin góða afhent. „Hversu lengi, Guð, fær andstæðingur- inn að hæða þig?“ Það hefur raunar oft komið til álita að losa bönd ríkis og kirkju og viðurkenna trúfrelsið sem grundvallar- atriði lýðréttinda. Fáránleg spurning, svara flestir. Það hefði mér fundist líka en ég fékk það samt árið 2001, rétt rúmlega fimmtugur. Áleit það einhverja líffræðilega vitleysu. Heilaslag hlyti bara fólk yfir sjötugt og helst áttrætt. Þegar ég byrjaði í endur- hæfingu á Grensásdeildinni innskrifaðist á sama tíma kona. Hún var aðeins átján ára. Það fannst mér ótrúlegt. Það tók ekki langan tíma að uppgötva að fólk á öllum aldri getur fengið heilaslag. Stundum vegna óheppilegs lífernis, stundum vegna erfðaeiginleika eða ættarsögu. Við þá þætti ræður enginn. En menn geta ráðið líferni sínu; fæðu, reykingum, áfengisnotkun og hreyfingu. Allt skiptir þetta máli. Heilaslag er ekki einkamál fárra. Á Íslandi fá um 700 manns heilaslag á ári – 2 á dag. Einn af hverjum sjö fá heilaslag á lífsleiðinni og tveir af eittþúsund fá slag árlega. Það er því alls ekki tölfræðileg fjarstæða að þú gætir orðið í þeim hópi sem færð heilaslag. Hlæðu eins og ég gerði áður en ég vaknaði helftarlamaður á sjúkrahúsi. Ég var að vísu heppnari en margir. Kollurinn var í lagi og mér hefur tekist að vinna mig vel upp með aðstoð góðs hjúkrunarfólks. Margir af vinum mínum sem ég kynntist á Grensás eru illa fatlaðir fyrir lífstíð, sumir hafa glatað vinnu og fjölskyldu. Margir eru látnir. Viltu vita hvar þú stendur? Hvort það sé líklegt að þú sért í áhættu að fá heilaslag eða ekki? Heila- heill, samtök heilaslagsjúklinga og aðstandenda þeirra býður fólki að taka þátt í sérstöku, SLAGDEGI. Slagdagur- inn er á morgun, laugardaginn 20. október, og verður haldinn í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og við Glerártorg á Akureyri milli kl. 13.00 og 16.00. Í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind verða læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar er meðhöndla sjúklinga og veita upplýsingar og gera m.a. ókeypis áhættumat á gestum og gangandi. Ég hvet alla sem vilja vita betur stöðu sína í þessum málum að líta við og heyra álit sérfræð- inga í þessum málum án endurgjalds. Höfundur er rithöfundur og fræðslufulltrúi Heilaheilla. Færð þú heilaslag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.