Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 38
BLS. 8 | sirkus | 19. OKTÓBER 2007 B ára Hólmgeirsdóttir er löngu orðin þekkt stærð í menningar- og listalífi Reykjavíkurborgar. Hún hefur sett svip sinn á bæinn síðan hún fluttist á mölina 16 ára gömul en þá hafði hún stóra drauma um að verða hárgreiðslukona. Nú heldur Bára til við Laugaveginn þar sem höfuðstöðv- ar Aftur eru til húsa. Þar hannar hún föt og sinnir stílistaverkefnum og öðrum hugðarefnum. „Við vorum svo heppnar að fá að vera í þessu fallega gamla húsi hérna í miðbænum. Okkur finnst erfitt að kalla þetta búð því þetta er miklu meiri vinnustofa. Í okkar huga er þetta opin vinnustofa,“ segir Bára. Þegar hún talar um „okkur“ þá á hún við samstarf sitt við Hrafn- hildi systur sína sem er hinn helming- urinn af Aftur. Systir hennar kemur þó minna að rekstri búðarinnar því hún sinnir meira stílistaverkefnum þessa stundina. Opna vinnustofan er til húsa að Laugavegi 23 og til þess að líta „verslunina“ augum þarf að labba upp nokkrar tröppur. „Fólk þarf að hafa svolítið fyrir því að koma hingað. Við höfum yfirleitt opið frá 12-18, en það getur verið breytilegt. Við segjum „yfirleitt“ svo fólk gefi okkur smá svig- rúm á viðveruna.“ Fyrirtæki þeirra systra er stórt „concept“ sem sérhæfir sig í að endur- vinna eingöngu, það er að segja hann- ar öll föt upp úr gömlum fötum. Bára vinnur ekki eins og hefðbundinn fata- hönnuður því hjá Aftur koma hvorki sumar-né vetrarlínur. „Það má eiginlega segja að við gerum föt allan ársins hring af hjart- ans list. Við viljum að fólk vandi valið þegar það kaupir sér föt, velji gæði frekar en magn. Það er Aftur. Við setj- um ekki út stefnur eða strauma um hvað sé í tísku í það og það skiptið heldur hönnum það sem okkur líður vel með. Við eigum tryggan fasta- kúnnahóp og hönnunin mótast út frá því.“ Þegar Bára er spurð út í kúnna- hópinn segir hún að hann saman- standi af stórglæsilegum konum og fólki sem hefur áhuga á hönnun. „Kúnnahópurinn er fyrst og fremst vinir og vandamenn og vinir vina okkar og sjálfstætt þenkjandi fólk með stórt hjarta. Það eru líka margir sem versla við okkur af því við endur- vinnum. Aftur hefur alla burði til að kalla sig Fair Trade-merki. Við vinn- um undir þeim formerkjum og stund- um heiðarleg viðskipti.“ Miðbærinn er heilagur Þegar málefni miðbæjarins ber á góma hefur Bára ákveðnar skoðanir. Hún elskar gömul hús og vill að það sá sál í miðbænum. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvernig megi efla miðbæinn og hjálpa ungum hönnuðum að koma undir sig fótun- um. „Með því að rífa öll gömlu húsin í borginni hverfur svo margt. Útsjónar- samt fólk hefur séð möguleika í þess- um gömlu og skrítnu húsum í mið- borginni en með öllum þessum nýbyggingum mun miðbærinn verða mjög flatur. Með brotthvarfi gamalla húsa verða rýmin stærri og dýrari og ekki á færi ungra hönnuða að leigja. Það er svo dýrmæt lexía í því fyrir fatahönnuði að fá viðbrögð frá mark- aðnum og fikra sig áfram í rólegheit- unum. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur að fá að vera með vinnustofuna okkar hér í þessu gamla húsi. Hef heyrt að Björgólfsfeðgar ætli sér mikið hér í miðbænum; rífa gömul hús og byggja verslunarkjarna í staðinn. Það eru líka hugmyndir í gangi um að flytja Listaháskólann niður í bæ, sem mér líst mjög vel á. Hvernig væri að Björgólfsfeðgar eða Listaháskólinn myndu koma upp fjölnota rými þar sem hönnuðir gætu selt hönnun sína án þess að borga þriðja aðila umboðs- laun? Mér finnst allt í lagi að huga að svona hlutum í tengslum við upp- byggingu miðbæjarins. Það væri líka mun meira vit í því að setja peninga í þetta í staðinn fyrir að eyða þeim í íslenska tískuviku sem skilar engu. Mér finnst það algert rugl. Það er haldin tískuvika í Kaupmannahöfn og hin Norðurlöndin nota hana til að koma sínum vörum á framfæri. Við ættum líka að nýta okkur tískuvikuna í Kaupmannahöfn í staðinn fyrir að vera að rembast við að hafa okkar eigin,“ segir Bára og hefur greinilega sterkar skoðanir á þessum málefnum. En hvernig skyldi hefðbundinn dagur vera hjá henni? „Ég mæti á vinnustofuna þegar ég er búin að koma syni mínum á barna- heimilið og búin að fá mér morgun- kaffi. Ég byrja daginn á Kaffi Hljóma- lind en þar er ég í morgunklúbbi sem hittist og ræðir heimsmálin og gras- rótina áður en allir halda út í daginn. Ég er yfirleitt komin á vinnustofuna um tíuleytið og þá er ég oftast með óskalista í höfðinu yfir hvað mig lang- ar að gera yfir daginn. Yfirleitt fer dag- urinn í að sníða, sauma eða raða upp í búðinni. Þetta er mjög notalegt og rólegt tempó og aldrei neinn æsingur í gangi,“ segir hún. En hvað með peningana, gengur þetta upp? Er hægt að fæða fjögurra manna fjölskyldu með þessari vinnu? „Það fer eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Ég á reyndar mann þannig að ég er ekki ein í þessu, en hann er að bjarga heiminum á vegum Unicef,“ segir hún og brosir og heldur áfram: „Ég keyri um á gömlum bíl og bý í fal- legri lítilli íbúð í miðbænum. Mig langar hvorki í raðhús né jeppa og reyni að vera útsjónarsöm. Ég get séð fyrir fjölskyldunni og keypt mér fal- lega skó og haft lífið eins og ég vil hafa það.“ Aldrei of mikið af gulli Stíllinn hennar Báru þekkist langar leiðir. Hún er óhrædd við að blanda efnum saman á frumlegan hátt. Gyllt, svart og rautt eru litir sem hafa fylgt henni lengi. Á opnu vinnustofunni eru til dæmis gyllt herðatré og svartir veggir innan um gömul húsgögn og veggfóðraða veggi. „Ég hanna ekki til að þóknast mark- aðinum, hanna bara til að þóknast sjálfri mér. Við systur tókum þessa ákvörðun þegar við byrjuðum með Aftur og höfum haft þetta að leiðar- ljósi. Við gerum voðalega litlar mála- miðlanir, hönnum bara frá hjartanu sem setur okkur litlar skorður. Við erum ekki lærðir fatahönnuðir og þegar við þurfum hjálp við sníðagerð eða annað þá fáum við fagfólk til að hjálpa okkur. Ég er með yndislega saumakonu, Berglindi Ómarsdóttur klæðskera, sem hefur hjálpað mér mikið um árin.“ Bára kaupir gömul föt í Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og saumar upp úr þeim. Henni er annt um endurvinnslu og vill leggja sitt af mörkum með því að búa til söluvænar flíkur úr ósöluvænum. Þess vegna endurvinnur hún upp úr gömlum fötum í yfirstærðum eða illa sniðnum fötum sem nútímafólk myndi fúlsa við. „Við viljum að fötin eignist nýtt líf eftir að við höfum farið höndum um þau.“ Kunni ekki við sig í Köben Fyrir tæplega fjórum árum flutti Bára með fjölskylduna og allt sitt hafurtask til Kaupmannahafnar því maðurinn hennar var á leið í mastersnám. Henn- ar fyrsta verk var að opna vinnustofu og verslun í borginni. Með í för voru systur Báru, þær Hrafnhildur og Sig- rún. Þær voru varla búnar að koma sér fyrir þegar Eurowoman og fleiri dönsk tískutímarit voru farnar að fjalla um Aftur og tímaritið Alt om Copenhagen tilnefndi þær sem bestu búð borgarinnar og Copenhagen prize sem einar af þremur bestu hönnuðunum. „Þetta var ótrúlega fyndið en ég held að þeim hafi brugðið þegar við komum. Við vorum með pínkulitla búð á alveg snarskrítnum stað og svo máluðum við búðina svarta að innan sem utan. Það eitt fannst þeim mjög klikkað. Sjálfar vorum við voðalega hissa á allri þessari umfjöllun.“ Bára segir að þrátt fyrir gott gengi hjá Aftur í Kaupmannahöfn hafi henni ekki líkað dvölin sérlega vel. „Danir eru svolítið forpokaðir. Það er mjög mikill uppgangur í Danmörku núna en mér finnst þeir lifa á fornri frægð varðandi hönnun. Mér finnst vera einhver krísa í dönsku þjóðarsál- inni og samfélagið er þungt í vöfum. Þú þarft til dæmis að bíða í mánuð eftir rándýrri internet-tengingu og þar fram eftir götunum. Í Danmörku eru mikil innflytjendavandamál og stéttaskipting. Ég upplifði það sterkt að vera ekkert sérlega velkomin. Danir BÁRA HÓLMGEIRSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR ER BÚIN AÐ OPNA SKEMMTILEGA VINNUSTOFU SEM ER Í SENN VERSLUN. HÚN LIFIR EFTIR JÓGÍSKUM FRÆÐUM, ELSKAR MIÐBÆINN OG SEGIR HAMINGJUNA EKKI AÐ FINNA Í LÚXUSJEPPA. HANNAR FRÁ HJARTANU LÍKAMSRÆKTIN: Hana fer ég ekki í, geri jógaæfingar heima. Samkvæmt mínum gildum á ég að gera jógaæfingar tvisvar á dag en ég get ekki sagt að ég geri það alltaf. Ég er mikið á hreyfingu í vinnunni, er lítil kyrrsetumanneskja. GEISLADISKURINN: Ég hlusta ekki á geisladiska, ég hlusta bara á vínylplötur og á mjög gott safn af þeim. Núna er platan Grace- land með Paul Simon á fóninum. UPPÁHALDSMATUR: Grænmetis- sushi, mér finnst sushiið á Sushibarnum mjög gott. BESTI TÍMI DAGSINS: Þegar ég er klædd og komin á ról og allur dagurinn er fram undan. HEFUR SINN SÉRSTAKA STÍL Báru er umhugað um framtíð miðbæjarins og elskar gömul hús. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.