Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 40
 19. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið miðborgin Tinna Hrafnsdóttir leikkona hafði þá skemmtilegu sumar- vinnu fyrir nokkrum árum að fræða Vinnuskólakrakka um list í miðbæ Reykjavíkur. Hún sá bæinn sinn í nýju ljósi þetta sumar, með augum ferða- mannsins, og á sér nokkur uppáhaldsverk eftir þessa reynslu. „Uppáhaldið mitt í miðbænum er Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu en það er alveg magn- að,“ segir Tinna. „Ég man þegar ég kom þangað í fyrsta skiptið og hafði ekki hugmynd um hversu stórkostleg verkin hans eru. Hann sækir svo mikið í sögur úr goða- fræðinni og slíku þannig að ég myndi segja að hann væri mitt uppáhald. Húsið sjálft er eitt og sér heilt listaverk en hann hann- aði það og teiknaði sjálfur,“ bætir hún við. „Í Hallgrímskirkju held ég mikið upp á steinda gluggann sem er eftir Leif Breiðfjörð. Það er alveg rosalega gaman að fara inn í Hallgrímskirkju og sjá gluggann innan frá því það er ekki hægt að njóta hans eins vel að utan,“ segir Tinna og bætir við að glugginn segi sögu kristinnar trúar. Tinna nefnir einnig listaverk sem er vel falið á horni Spítala- stígs og Þingholtsstrætis og er eftir leikstjórann Óskar Jónasson. „Verkið er mynd af karli og ein- hvers staðar heyrði ég að það væri sjálfsmynd sem hann hafi gert fyrir mörgum árum. Það eru engir gluggar á þessum vegg heldur að- eins þetta eina listaverk hátt uppi þannig að ég er ekkert viss um að allir sjái það,“ segir Tinna sem einnig hefur gaman af góðu graffi. „Það eru tvö verk sem mér finnst mjög skemmtileg í miðbænum. Annars vegar er mjög skemmtileg mynd á húsi Máls og menningar og svo er annað á gamla Ramma- gerðarhúsinu en það er mynd af Íslandi.“ Loks minnist Tinna á Iðnó sem hún segir í heild sinni vera eitt stórt listaverk. „Þetta er gamalt hús í sinni upprunalegu mynd þar sem hver lína er útpæld,“ segir hún en leiðangurinn gekk einmitt út á að sýna krökkunum list í sinni margbreytilegu mynd. „Þetta var alveg frábær sumarvinna þar sem við gengum um miðbæinn frá klukkan níu til eitt og skoðuð- um listaverk. Ég sá bæinn í öðru ljósi eftir þessa reynslu og upp- lifði mig dálítið sem ferðamann í eigin borg,“ segir Tinna og bætir því við að ef maður setur sig í þær stellingar að vera ferðamað- ur þá horfi maður allt öðruvísi í kringum sig og þá komi ýmislegt í ljós. sigridurh@frettabladid.is Falin list í miðborginni Tinna hrífst gjarnan af fallegu graffi og bendir á þetta verk sem er á húsi Máls og menningar sem eitt af skemmtileg- um verkum í Reykjavík. Steindur gluggi eftir Leif Breiðfjörð í Hallgrímskirkju er eitt af uppáhalds- verkum Tinnu í miðborg Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tinna Hrafnsdóttir leikkona er mikill aðdáandi Einars Jónssonar og segir list hans hreint stórkostlega. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Listagallerí í miðbæ Reykjavík- ur eru full af spennandi sýning- um, ekki síst vegna listahátíðar- innar Sequences. Sýningarnar sem minnst er á hér fyrir neðan eru aðeins hluti af því sem er í boði. Listasafn Íslands. Listamað- urinn Curver Thoroddsen sýnir raunveruleikagjörning sem nefn- ist Drasl til sölu og er kompu- sala. Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35. Inga Sólveig Friðjónsdóttir sýnir ljósmyndir eftir sig. Hafnarhúsið. Gjörningaklúbb- urinn sýnir afrakstur rúms ára- tugar hér á fyrstu yfirlitssýningu sinni. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 21. október. Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12, tekur þátt í Sequences-listahá- tíðinni með dagskrá myndbands- verka, þar sem eitt myndbands- verk verður sýnt á dag. Turpentine Gallery, Ingólfs- stræti 5. Myndlistarmað- urinn Sigurður Árni Sig- urðsson opnar sýningu klukkan 17.00, þar sem hann stillir saman ólík- um miðlum: gleri, mál- verki, teikningum og skúlptúr. Gallerí i8, Klapparstíg 33. Myndlistarmaðurinn Eggert Pétursson sýnir verk sín. Viðfangsefnið er íslenskur gróð- ur. Sýning stendur yfir til 27. okt- óber. Gallerí Tukt í Hinu húsinu í Pósthússtræti. Sýning undir yf- irskriftinni „Fríða og dýrið“. Kynning á þeim listmunum sem voru skapaðir í vinnubúðum sumarsins. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 7. Karl Jó- hann Jónsson sýnir mál- verk í galleríinu til 20. október. Listasýningar í miðbænum Yfirlitssýning Gjörningaklúbbsins stendur yfir í Hafnarhúsinu. Curver sýnir í Lista- safni Reykjavíkur. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.